Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 26

Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 leita mér að vinnu í New York. Hann sagðist vera viðskiptavinur hjá Marvin Traub og héldi að það hentaði mér vel að sækja þar um vegna reynslu minnar hjá McKinsey og Baugi – og áhuga míns á tískuheim- inum. Svo skemmtilega vildi til að aðeins nokkrum mínútum eftir að hann sendi þeim ferilsskrána mína hringdu þeir til mín. Ég átti nokkra símafundi með Marvin Traub, loks hitti ég hann og ég var þá ráðin hingað.“ ÓLST UPP Í LOS ANGELES FRÁ 5 TIL 11 ÁRA Bakgrunnur Áslaugar er í senn íslenskur og alþjóðlegur. Hún ólst upp í Los Angeles í sex ár, frá 5 til 11 ára aldurs, þegar faðir hennar, Magnús Sigurðsson, var þar í hagfræðinámi við UCLA háskólann. „Ég var alls ekki sátt við að flytjast aftur heim til Íslands 11 ára og ég sagði við foreldra mína að ég ætti örugglega eftir flytjast út aftur,“ segir Áslaug. „Svona eftir á er ég samt mjög fegin því að hafa flust heim og gengið í skóla á Íslandi – þar eru auðvitað ræturnar og sá kúltúr sem maður byggir á.“ Eftir að hún fluttist heim gekk hún í Digranesskóla í Kópavogi, Álftanesskóla og Garðaskóla í Garðabæ. Hún varð síðan stúdent frá Verslunarskóla Íslands vorið 1987. „Það var hörkulið í þessum ’87 árgangi í Verslunarskólanum, m.a. Björgólfur Thor Björgólfsson og Lýður Guðmundsson. Nú, Jón Ásgeir Jóhannesson var á sama tíma í skólanum en hann er ári yngri en við.“ Áslaug varð lögfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 1993, eða sama ár og sonur hennar, Gunnar Ágúst, fæddist. Fljótlega eftir námið réði hún sig til starfa hjá Deloitte & Touche á Ísland og þar starfaði hún í rúm þrjú ár; fékkst m.a. við skattamál og samn- ingagerð tengd samrunum og yfirtökum. Eftir það var stefnan tekin á Durham í Norður-Karólínu – þar er Duke-háskólinn. „Þegar ég var í Duke kviknaði aftur gamla hugsunin úr bernsku um að starfa erlendis. Ég sá hins vegar fljótt að ég var ekki nægilega samkeppnisfær með meistaragráðu eftir aðeins eins árs nám í skól- anum; flestir sem sóttust eftir störfum við stærstu bandarísku lög- fræðifyrirtækin voru með þriggja ára nám að baki við bandaríska lagaskóla. Ég ákvað því að tengja saman lögfræði og viðskipti og drífa mig í MBA-nám.“ HARVARD Til að gera langa sögu stutta þá sótti Áslaug um MBA-nám í nokkrum af þekktustu háskólum Bandaríkjanna og fékk inngöngu í Harvard Business School. En hvers vegna Harvard? „Harvard er bæði virtur og góður skóli. Ef til vill hljómar það sem hégómi en innan Bandaríkjanna hjálpar það mjög við að fá góð störf að útskrifast frá þekktustu skólunum. Það er bara þannig! Harvard er þekktur úti um allan heim og ég hugsaði með mér, að ef ég ætlaði að vinna annars staðar en í Bandaríkjunum væri fínt að vera með próf frá honum.“ Áslaug segir að MBA-námið í Harvard byggði á því að veita nemendum víðtækan grunn í viðskiptafögum. „Fyrsta árið í nám- inu eiga nemendur ekki val um hvaða fög þeir taka, allir þurfa að FORSÍÐUVIÐTAL • ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR Algengur ferðamáti. Í erli dagsins á leið upp í leigubíl í New York.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.