Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 30

Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 FORSÍÐUVIÐTAL • ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR legast sé að bera sig niður; hvernig best sé að fjármagna aukinn vöxt. Þetta er í sjálfu sér „allur pakkinn“, eins og þetta er orðað heima á Íslandi. En aðalatriðin telja, þau vega þyngst og þurfa að vera fremst í forgangsröðinni.“ „Fyrirtækið er núna að vinna að sínum tveimur fyrstu fjárfest- ingum og þær eru í tiltölulega nýjum lúxus fatamerkjum. Við höfum verið spurð hvort ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum með því að vera bæði í ráðgjöf í tískuheiminum og ætla jafnframt á sama tíma að vera í fjárfestingum innan sama geira. Auðvitað verður hér að fara varlega, en þau fyrirtæki sem við hyggjumst fjárfesta í eru af allt annarri stærðargráðu en þau fyrirtæki sem við almennt veitum ráðgjöf. Sem ráðgjafar vinnum við almennt með mjög stórum og þekktum tísku- fyrirtækjum. Viðskiptavinir okkar hafa t.d. verið Ralph Lauren, Oscar de La Renta, Jones New York og Elie Tahari. Fjárfestingarnar verða hins vegar í litlum fyrirtækjum sem að minnsta kosti fyrst um sinn munu ekki teljast alvarleg ógn fyrir þessi stærri félög. Smám saman geri ég ráð fyrir að fjárfestingar muni vega meira og meira í starfsemi Marvin Traub Associates og að ráðgjafahluti starfseminnar verði einungis smávægilegur.“ STJÓRNUN? Nú hefur þú unnið beggja vegna Atlantshafsins. Hver er mun- urinn á stjórnunarstíl Breta og Bandaríkjamanna? „Bandaríkjamenn orða hlutina beint út; þeir tala tæpitungulaust. Þeir hafa sjálfstraust til að tala þannig við aðra og láta tala þannig við sig. Menn geta allt að því lent í rifrildi á fundum og það heyrist í mönnum ef þeir eru ekki sáttir. Það getur orðið hávaðasamt án þess að það marki umræðuna. Í Bandaríkjunum segja stjórnendur: Við skulum gera þetta svona! Skýr skilaboð. Það kippir sér enginn upp við þetta orðalag. Sumum finnst Bandaríkjamenn vera yfirborðskenndir. En ég held að það sé ekki endilega réttmæt gagnrýni – það sem blekkir er að þeir reyna oftast að vera jákvæðir og opnir, en stundum misskilst það sem yfirborðsmennska. En þeir eru harðir í horn að taka og stefna þangað sem þeir ætla sér. Bretar nota hins vegar meira spurningar í sínum samskiptastíl. Þeir segja: Eigum við ekki að gera þetta svona? Hvað segir þú um að við gerum þetta svona? Líka þegar þeir eru í raun að skipa fyrir og segja hvernig þeir vilji að hlutirnir séu gerðir. Bretar nota einnig meira kaldhæðni í samskiptum sínum. Segja „já“ þegar þeir meina „nei“ og leggja þá mikla áherslu á já-ið.“ Aðspurð segir hún að nokkur munur sé á stjórnunarstíl kvenna og karla, það sé þó mjög einstaklingsbundið. „Mér finnst konur yfirleitt taka meira tillit til persónulegra aðstæðna starfsmanna og þær leggja meira upp úr að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Þær eru meira vakandi fyrir starfsandanum. Þetta skiptir auðvitað máli því að góðir starfsmenn verða að vera ánægðir ætli fyrirtæki sér að halda í þá.“ MIKLVÆGAST Í FARI STJÓRNENDA - En hvað telur þú mikilvægast í fari stjórnenda? „Best er ef stjórnendur geta verið þeir sjálfir. Það er mjög erfitt ef stjórnandi finnur fyrir miklum þrýstingi á vinnustað um að haga sér öðruvísi en honum er tamt að haga sér í samskiptum við aðra. Það gengur aldrei til lengdar að leika og að fólk hagi sér öðru vísi en það á að sér að vera. Það er bæði leiðinlegt og falskt. Góður stjórnandi er sömuleiðis sá sem er öruggur með sig og hefur nægilegt sjálfstraust til að leyfa öðrum að njóta sín – en þó innan þeirra stefnu sem búið er að marka. Það reynist öllum mjög erfitt að vinna fyrir stjórnendur sem ekki hafa sjálfstraust og vita ekki almennilega hvað þeir vilja. Stjórnendur verða að hafa skýra stefnu og vinna með opnum hug. Það er árangursríkast.“ Kjarnakona á beinu brautinni í New York. Snjókorn falla... líka í New York. „Það reynist öllum mjög erfitt að vinna fyrir stjórnendur sem ekki hafa sjálfstraust og vita ekki almennilega hvað þeir vilja. “
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.