Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 33

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 33
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 33 mikill uppgangur hefur einkennt viðskiptalífið í Bandaríkjunum undanfarin ár. Greenspan varaði einnig við því hversu lítill fjárlagahallinn hefði verið í Bandaríkjunum á síðasta ári, 247,7 milljarðar dala, og hefði hann ekki verið lægri í fjögur ár. Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum skiptir máli fyrir alla sem fylgjast með efnahags- málum í heiminum, var haft eftir goðsögninni Greenspan. 27. febrúar Bjarni: Innleysti 380 milljóna söluhagnað Menn hnjóta alltaf um það þegar sagðar eru fréttir af launamálum forstjóra og ekki síður þegar sagt er frá kauprétt- arsamningum og að þeir selji í fyrirtækjunum sem þeir stjórna. Hér er ein frétt af þessum toga. Sagt var frá því að Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hefði nýtt sér kauprétt á bréfum skv. samningi frá 2002 á geng- inu 2,81 og selt bankanum aftur sama dag á genginu 28,2. Hann keypti bréfin á 42 millj- ónir og seldi þau aftur á 423 milljónir. Söluhagnaður hans var 381 milljón. Bjarni Ármannsson. Upp með sólgleraugun. 27. febrúar Upp með sólgleraugun Íslendingar eru bjartsýnir – og það á ekkert skylt við það þótt dag sé að lengja. Við eru m einfaldlega bjartsýnir, sam- kvæmt vísitölu. Gallup sagði frá því þennan dag að vænt- ingavísitalan fyrir febrúar hefði mælst 149,9 stig og hún hefði ekki verið eins há frá því að mælingar á henni hófust í mars 2001. Er þetta ekki aðeins of mikil birta? Upp með sólgler- augun. 27. febrúar MP í öllum höllum Norðurlandanna Sagt var frá því að MP fjár- festingabanki hf. hefði fengið beina aðild að kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Ósló og Helsinki í gegnum OMX kaup- hallasamstarfið og væri þar með fyrsti aðilinn í Evrópu með beina og milliliða- lausa aðild að kauphöllum allra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Í fréttatilkynningu frá MP kom fram að OMX-kauphallirnar væru sjö talsins; á Íslandi, í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Helsinki, Tallin, Riga og Vilnius. Margeir Pétursson, stjórnarfor- maður MP fjárfestingabanka. Þorsteinn G. Gunnarsson. 27. febrúar Nýr forstjóri Opinna kerfa Tilkynnt var um nýjan forstjóra hjá Opnum kerfum þennan dag, Þorstein G. Gunnarsson, sem hefur unnið hjá félaginu sl. 11 ár. Þorsteinn tók við af Gylfa Árnasyni sem á ný helgar sig starfi forstjóra Opin Kerfi Group hf. og stjórnarformennsku dótt- urfélaga Opin Kerfi Group á Íslandi, í Svíþjóð og í Danmörku. Þorsteinn Gunnarsson er raf- magnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá University of Washington. Þorsteinn var sérfræðingur hjá Kerfisverkfræðistofu Verkfræðistofnunar HÍ og stundakennari við HÍ. Hann hóf störf hjá Opnum kerfum 1996 sem sérfræðingur, síðar þjónustustjóri og nú síð- ast var hann framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þjónustusviðs. Þorsteinn er kvæntur Herdísi Rafnsdóttur og eiga þau saman drengina Rafn Viðar og Gunnar Smára. DAGBÓK I N 27. febrúar BANKARNIR DÚXA, SAMKVÆMT MOODY´S Íslensku bankarnir eru að dúxa, samkvæmt Moody’s, og keppinautarnir erlendis eru ekki ánægðir með það. Moody´s hækkaði lánshæf- ismat íslensku viðskiptabank- anna þriggja og setti þá alla í Aaa flokk. En það er hæsta einkunn sem Moody´s gefur. Greiningardeildir Royal Bank of Scotland, Dresdner Kleinwort og Societe Generale gagnrýndu þetta lánshæfismat harðlega og sögðust „furðulostnar“ enda væri þetta hærri einkunn en t.d. hollenski stórbankinn ABN Amro fengi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.