Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 34
DAGBÓK I N
34 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
28. febrúar
Atorka ætlar að
selja þrjú félög
Þessi frétt kom verulega á
óvart. Hún var um að Atorka
Group hefði ákveðið að selja
þrjú félög úr röðum sínum og
að þetta væru félögin Parlogis,
Icepharma og UAB Ilsanta í
Eystrasaltslöndunum. Atorka
mun hafa fengið Landsbankann
til að annast söluferlið.
Ákvörðunin um söluna tengist
breyttri stefnumörkun Atorku um
að leggja áherslu á stærri fjár-
festingarverkefni í félögum sem
hafa möguleika á verulegum
innri og ytri vexti á alþjóðlegum
mörkuðum.
28. febrúar
Novator eykur við
sig í EIBank
Sagt var frá því að Björgólfur
Thor Björgólfsson hefði í
gegnum Novator Finance
Bulgaria aukið hlut sinn í búlg-
arska bankanum EIBank um
14,6%. Eftir kaupin ræður
Björgólfur yfir ríflega 48%
hlutafjár í þessum einum af
tíu stærstu bönkum Búlgaríu.
Novator mun ekki hafa í hyggju
að auka við hlut sinn, sam-
kvæmt búlgörskum fjölmiðlum.
Björgólfur Thor stór í banka-
heiminum í Búlgaríu.
1. mars
Hækkun húsnæðis-
lána er afleikur
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, sagði í fréttabréfi sam-
takanna að það væri mikill
afleikur að hækka á ný láns-
hlutfall og fjárhæðamörk hjá
Íbúðalánasjóði.
Hann sagði að
hækkun láns-
hlutfalls í 90%
og hámarkslána
í 18 milljónir
gengi þvert á
ákvörðun rík-
isstjórnarinnar
í kjölfar kjarasamninga og ætti
eftir að virka sem verðbólgu-
fóður.
1. mars
Eik til sölu
Fasteignafélagið Eik er núna
til sölu en það er í eigu
Kaupþings. Eik var stofnað 16.
september 2002 í þeim tilgangi
að kaupa og leigja fasteignir.
Hagnaður af rekstri félagsins á
árinu 2006 nam 479 milljónum
króna.
Baltasar Kormákur. Seldi
Kaffibarinn.
2. mars
Kaffibarinn seldur
Svo sem engin stórfrétt – en
það var frétt engu að síður,
þegar sagt var frá því að
hjónin Baltasar Kormákur og
Lilja Pálmadóttir hefðu selt
Kaffibarinn þeim Þorsteini
Stephensen og Svani
Kristbergssyni. Haft var eftir
Baltasar að Kaffibarinn hefði
ekki hentað lengur með starf-
semi framleiðslufyrirtækis
þeirra hjóna, Sagnar, og því
hefði hann verið seldur.
2. mars
FlyMe gjaldþrota
Sænska lággjaldaflugfélagið
FlyMe greindi frá því þennan
dag að félagið væri orðið gjald-
þrota og myndi óska eftir gjald-
þrotaskiptum og starfsemi yrði
hætt strax. Þess má geta að
Fons eignarhaldsfélagið, sem er
í eigu Pálma Haraldssonar og
Jóhannesar Kristinssonar, átti
um 20% hlut í FlyMe en seldi
hlut sinn í september á síðasta
ári.
2. mars
Milestone í
Makedóníu
Fjölmiðlar í
Makedóníu
sögðu frá því að
forsvarsmenn
Milestone hefðu
lýst yfir áhuga
á að fjárfesta í
bankakerfinu þar
í landi. Haft var
eftir Petar Goshev, seðlabanka-
stjóra Makedóníu, að hann hefði
átt fundi með forsvarsmönnum
Milestone þar sem þetta kom
fram. Karl Wernersson og syst-
kini eru aðaleigendur Milestone.
2. mars
Samkeppniseftirlitið
rannsakar
ferðaskrifstofur
„Samráð hér, samráð þar,
samráð er sennilega alls
staðar.“ Þannig var bloggað á
Moggavefnum um þá frétt að
Samkeppniseftirlitið hefði farið
inn á skrifstofur nokkurra ferða-
skrifstofa og leitað gagna – en
eftirlitið væri að rannsaka hvort
Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Atorku, ásamt fjórum
konum sem gegna starfi forstjóra í fyrirtækjum hans.
Vilhjálmur
Egilsson.
Karl
Wernersson.