Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 34
DAGBÓK I N 34 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 28. febrúar Atorka ætlar að selja þrjú félög Þessi frétt kom verulega á óvart. Hún var um að Atorka Group hefði ákveðið að selja þrjú félög úr röðum sínum og að þetta væru félögin Parlogis, Icepharma og UAB Ilsanta í Eystrasaltslöndunum. Atorka mun hafa fengið Landsbankann til að annast söluferlið. Ákvörðunin um söluna tengist breyttri stefnumörkun Atorku um að leggja áherslu á stærri fjár- festingarverkefni í félögum sem hafa möguleika á verulegum innri og ytri vexti á alþjóðlegum mörkuðum. 28. febrúar Novator eykur við sig í EIBank Sagt var frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson hefði í gegnum Novator Finance Bulgaria aukið hlut sinn í búlg- arska bankanum EIBank um 14,6%. Eftir kaupin ræður Björgólfur yfir ríflega 48% hlutafjár í þessum einum af tíu stærstu bönkum Búlgaríu. Novator mun ekki hafa í hyggju að auka við hlut sinn, sam- kvæmt búlgörskum fjölmiðlum. Björgólfur Thor stór í banka- heiminum í Búlgaríu. 1. mars Hækkun húsnæðis- lána er afleikur Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, sagði í fréttabréfi sam- takanna að það væri mikill afleikur að hækka á ný láns- hlutfall og fjárhæðamörk hjá Íbúðalánasjóði. Hann sagði að hækkun láns- hlutfalls í 90% og hámarkslána í 18 milljónir gengi þvert á ákvörðun rík- isstjórnarinnar í kjölfar kjarasamninga og ætti eftir að virka sem verðbólgu- fóður. 1. mars Eik til sölu Fasteignafélagið Eik er núna til sölu en það er í eigu Kaupþings. Eik var stofnað 16. september 2002 í þeim tilgangi að kaupa og leigja fasteignir. Hagnaður af rekstri félagsins á árinu 2006 nam 479 milljónum króna. Baltasar Kormákur. Seldi Kaffibarinn. 2. mars Kaffibarinn seldur Svo sem engin stórfrétt – en það var frétt engu að síður, þegar sagt var frá því að hjónin Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir hefðu selt Kaffibarinn þeim Þorsteini Stephensen og Svani Kristbergssyni. Haft var eftir Baltasar að Kaffibarinn hefði ekki hentað lengur með starf- semi framleiðslufyrirtækis þeirra hjóna, Sagnar, og því hefði hann verið seldur. 2. mars FlyMe gjaldþrota Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe greindi frá því þennan dag að félagið væri orðið gjald- þrota og myndi óska eftir gjald- þrotaskiptum og starfsemi yrði hætt strax. Þess má geta að Fons eignarhaldsfélagið, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, átti um 20% hlut í FlyMe en seldi hlut sinn í september á síðasta ári. 2. mars Milestone í Makedóníu Fjölmiðlar í Makedóníu sögðu frá því að forsvarsmenn Milestone hefðu lýst yfir áhuga á að fjárfesta í bankakerfinu þar í landi. Haft var eftir Petar Goshev, seðlabanka- stjóra Makedóníu, að hann hefði átt fundi með forsvarsmönnum Milestone þar sem þetta kom fram. Karl Wernersson og syst- kini eru aðaleigendur Milestone. 2. mars Samkeppniseftirlitið rannsakar ferðaskrifstofur „Samráð hér, samráð þar, samráð er sennilega alls staðar.“ Þannig var bloggað á Moggavefnum um þá frétt að Samkeppniseftirlitið hefði farið inn á skrifstofur nokkurra ferða- skrifstofa og leitað gagna – en eftirlitið væri að rannsaka hvort Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Atorku, ásamt fjórum konum sem gegna starfi forstjóra í fyrirtækjum hans. Vilhjálmur Egilsson. Karl Wernersson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.