Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 35

Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 35 DAGBÓK I N samráð hefði átt sér stað á milli íslenskra ferðaskrifstofa. Haft var eftir Páli Gunnari Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, að Samkeppniseftirlitið hefði gert húsleit hjá fimm aðilum: Skrifstofu Samtaka ferðaþjón- ustunnar, Heimsferða, Terra Nova, Plúsferða og Úrvals Útsýnar. Sagði hann að um hefðbundið eftirlit væri að ræða og að unnið yrði á næstu vikum úr þeim gögnum sem það hefði fengið. 2. mars Sigurður Bragi hættur Það kom verulega á óvart þegar sagt var frá því að Sigurður Bragi Guðmundsson væri hættur sem forstjóri Plastprents og að stjórn Plastprents hefði ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins – og hefði hann þegar hafið störf. Ólafur er rekstrarfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað hjá Samskipum, Ísfelli og Hans Petersen. Sigurður Bragi Guðmundsson er með þekktustu rall-öku- mönnum landsins. 5. mars RÚV ohf. stofnað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp á stofnfundi Ríkisútvarpsins ohf. sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu. Hún sagði að með breytingunni væri reksturinn færður í félagsform með takmarkaðri ábyrgð ríkis- ins, jafnframt því sem stofnunin fengi þann sveigjanleika í rekstri sem fylgdi því þegar ríkisstofnun breyttist í opinbert hlutafélag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. „Ríkisútvarpið hefur staðið á tímamótum líkt og aðrir rík- isfjölmiðlar í Evrópu um nokk- urt skeið,“ sagði Þorgerður og bætti því við að núna væru gerðar ríkari kröfur um að endur- meta hlutverk ríkisfjölmiðla og að afmarka almannaþjónustu- hlutverkið.“ 4. mars Byr - sparisjóður Nokkrar umræður urðu um hið nýja nafn á nýjum sparisjóði sem varð til við sameiningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra. En nýi sparisjóðurinn hlaut nafnið BYR – sparisjóður. Ekki voru allir á eitt sáttir með þetta nafn. Í auglýsingaherferð sjóðsins, sem kom í kjölfarið, sagði það sig eiginlega sjálft að keyrt yrði á hugmyndinni um byr í seglin hjá þeim sem skipta við sjóðinn. Byr – sparisjóður. 5. mars Kaupir í bresku spilakassafélagi Það kom svolítið á óvart þegar sagt var frá því að FL Group hefði keypt 10% hlut í breska félaginu Inspired Gaming Group PLC, en kaupverð hlutarins var 15,3 milljónir punda, sem er jafnvirði um tveggja milljarða króna. Félagið er skráð á AiM hlið- armarkaðinum í Lundúnum og hefur gengi bréfa í félaginu verið að hækka talsvert að und- anförnu. Sumir grínuðust með þessa frétt og sjá mátti blogg þar sem spurt var að því hvort Happdrætti Háskóla Íslands væri til sölu. 6. mars FL Group selur Kynnisferðir FL Group hefur samþykkt tilboð í allan hlut sinn í Kynnisferðum ehf. Kaupandi er hópur fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar hf. og Hópbíla/Hagavagna hf. Áætlaður söluhagnaður FL Group er um 450 milljónir króna. 6. mars Pálmi út úr FL Group Sagt var frá því að Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefði selt allan hlut sinn í FL Group, 3,7%, fyrir um 8,7 milljarða króna. Kaupendur voru þrjú félög sem öll tengjast Baugi Group, þ.e. BG Capital, Fasteignafélagið Stoðir og Hagar. Eftir þessi viðskipti fór eignar- hlutur Baugs Group og fjárhags- lega tengdra aðila í 19,6% af heildarhlutafé FL Group. Fólk var ekki bara hissa – það varð steinhissa þegar ein af fréttum ársins birtist þennan dag um að tap 365, áður Dagsbrúnar, hefði verið tæpir 7 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta er með stærri taptölum í fyrirtækj- arekstri hér á landi. Athygli vakti sérstök var- úðarniðurfærsla upp á 5,9 milljarða vegna niðurlagðrar starfsemi – eða eins og þetta var orðað í fréttum að tap hefði orðið á niðurlagðri starfsemi upp á 5,9 millj- arða króna. Höfðu ýmsir það í flimtingum að ekki borgaði sig að fara út í niðurlagða starfsemi. Í tilkynningu frá 365 var haft eftir Ara Edwald, forstjóra félagsins, að síðasta ár hefði verið tími mikilla umbreyt- inga hjá 365 hf. og forvera þess Dagsbrún hf. Vinna við þessar breytingar hefur verið tímafrek og kostnaðarsöm, auk þess sem 365 hf. hefði þurft að taka á sig miklar afskriftir vegna endurmats á virði þeirra fjárfestinga sem ráðist var í, en væru utan framtíðarreksturs 365 hf. 2. mars TAP 365 TÆPIR 7 MILLJARÐAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.