Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 36
DAGBÓK I N
36 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
6. mars
Viðskiptahallinn
305 milljarðar
Viðskiptahallinn var 305 millj-
arðar króna á síðasta ári borið
saman við 165 milljarða árið
áður. Þessi frægi viðskiptahalli
tvöfaldaðist því á milli ára.
Hrein staða við útlönd var
neikvæð um 1.355 milljarða í
lok árs 2006 og hafði versnað
um tæpa 500 milljarða króna
á árinu. Erlendar eignir námu
4.500 milljörðum króna í lok
árs, en skuldirnar voru 5.855
milljarðar í árslok 2006.
8. mars
Vísitala launa
hækkaði um 10,3%
milli ára
Í nýju riti Hagstofunnar kom
fram að vísitala launa á
almennum vinnumarkaði hefði
hækkað um 10,3% að jafnaði
á milli áranna 2005 og 2006.
Það merkir á mæltu máli að
umtalsvert launaskrið er í
gangi.
Þetta var í fyrsta sinn sem
þessi vísitala var birt.
Launavísitalan endurspeglar
hvað fyrirtækin eru raunveru-
lega að greiða í laun - en ekki
hvernig taxtar hafa hækkað.
Hún á að sýna hið raunveru-
lega launaskrið í landinu.
9. mars
Hlutfall útlendinga
hér 6%
Ekki varð þessi frétt vatn á
myllu Frjálslynda flokksins
– a.m.k. ekki enn sem komið
er – en hún var um að erlendir
ríkisborgarar hefðu um síðustu
áramót verið tæplega 19 þús-
und talsins borið saman við
tæp 14 þúsund árið áður.
Ennfremur var sagt frá því
að hlutfall útlendinga af íbúum
í heild sé núna um 6% og hefði
fyrir rúmu ári verið 4,6%.
Fram kom hjá Hagstofunni að
Pólverjar væru fjölmennastir
útlendinga hér á landi, 5.996.
Litháar væru 998, Þjóðverjar
945 og Danir 936.
9. mars
Björgólfs-feðgar
á Forbes lista
Það eru breyttir tímar. Einhvern
tíma hefði það þótt tíðindum
sæta að Íslendingar kæm-
ust á lista Forbes yfir ríkustu
menn í heimi. En ekki lengur;
Björgólfur Thor var búinn að
brjóta blaðið. En á nýbirtum
lista Forbes var hann í 249.
sæti listans og færðist upp um
Þessi frétt fékk auðvitað mikla
athygli – enda birtist hún á
forsíðu Morgunblaðsins sem
meiri háttar uppsláttur og
undir fyrirsögninni: Sameining
banka rædd. Fréttin gekk
út á að nokkrir stórir hlut-
hafar í báðum bönkum hefðu
rætt saman um sameiningu
Kaupþings og Glitnis, en að
ólíklegt væri að sú umræða
leiddi til sameiningar á bönk-
unum. Þó var það ekki talið
útilokað, að mati sumra
viðmælenda.
Bjarni Ármannsson, for-
stjóri Glitnis, og stjórn Glitnis
sendu þegar frá sér yfirlýs-
ingar þess efnis að þau hefðu
ekki tekið þátt í viðræðum
um sameiningu bankanna og
engar umræður þar að lút-
andi hefðu átt sér stað innan
stjórnar Glitnis.
Einhverjir höfðu á orði
að fyrst þegar þeir sáu for-
síðuna hefðu þeir haldið að
„nýr dómur hefði fallið“ þar
sem útlitsteikningin á forsíð-
unni minnti ótrúlega mikið á
uppsetninguna frægu þegar
Morgunblaðið birti myndir af
þeim dómurum Hæstaréttar
sem dæmdu nýlega
í kynferðisbrota-
máli. Myndbirtingin
af dómurunum var
umtöluð og fór fyrir
brjóstið á mörgum.
Margir skoð-
uðu fréttina um
sameiningu bank-
anna út frá þeirri
Kremlarlógíu
af hverjum
Morgunblaðið
birti myndir með
fréttinni – og
hverjum ekki.
Á forsíðunni
voru eingöngu birtar myndir
af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
Baugi, Hannesi Smárasyni,
FL Group, bræðrunum
í Bakkavör, Ágústi
Guðmundssyni og Lýði
Guðmundssyni, Sigurði
Einarssyni, stjórnarformanni
Kaupþings, og Hreiðari
Má Sigurðssyni, forstjóra
bankans. Ekki voru birtar
myndir af Glitnis-mönn-
unum Bjarna Ármannssyni,
forstjóra, og hluthöfunum
Karli Wernerssyni og Einari
Sveinssyni, stjórnarformanni.
Eiginlega vakti það ekki
síðri athygli í þessari stór-
frétt að í henni stóð að þeir
bræður í Bakkavör, helstu
eigendur Kaupþings – og þeir
sem ráða og hafa ráðið ferð-
inni í bankanum, voru sagðir
hafa takmarkaðan áhuga á að
sameinast Glitni.
Í fréttinni sagði hins
vegar að þeir Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs
Group, og Hannes Smárason,
forstjóri FL Group, sýndu sam-
einingu bankanna „umtals-
verðan áhuga“.
7. mars
SAMEINING BANKA RÆDD
Hin sögulega forsíða Morgunblaðsins
um að sameining Glitnis og Kaupþings
hefði verið rædd.