Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 36
DAGBÓK I N 36 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 6. mars Viðskiptahallinn 305 milljarðar Viðskiptahallinn var 305 millj- arðar króna á síðasta ári borið saman við 165 milljarða árið áður. Þessi frægi viðskiptahalli tvöfaldaðist því á milli ára. Hrein staða við útlönd var neikvæð um 1.355 milljarða í lok árs 2006 og hafði versnað um tæpa 500 milljarða króna á árinu. Erlendar eignir námu 4.500 milljörðum króna í lok árs, en skuldirnar voru 5.855 milljarðar í árslok 2006. 8. mars Vísitala launa hækkaði um 10,3% milli ára Í nýju riti Hagstofunnar kom fram að vísitala launa á almennum vinnumarkaði hefði hækkað um 10,3% að jafnaði á milli áranna 2005 og 2006. Það merkir á mæltu máli að umtalsvert launaskrið er í gangi. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi vísitala var birt. Launavísitalan endurspeglar hvað fyrirtækin eru raunveru- lega að greiða í laun - en ekki hvernig taxtar hafa hækkað. Hún á að sýna hið raunveru- lega launaskrið í landinu. 9. mars Hlutfall útlendinga hér 6% Ekki varð þessi frétt vatn á myllu Frjálslynda flokksins – a.m.k. ekki enn sem komið er – en hún var um að erlendir ríkisborgarar hefðu um síðustu áramót verið tæplega 19 þús- und talsins borið saman við tæp 14 þúsund árið áður. Ennfremur var sagt frá því að hlutfall útlendinga af íbúum í heild sé núna um 6% og hefði fyrir rúmu ári verið 4,6%. Fram kom hjá Hagstofunni að Pólverjar væru fjölmennastir útlendinga hér á landi, 5.996. Litháar væru 998, Þjóðverjar 945 og Danir 936. 9. mars Björgólfs-feðgar á Forbes lista Það eru breyttir tímar. Einhvern tíma hefði það þótt tíðindum sæta að Íslendingar kæm- ust á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi. En ekki lengur; Björgólfur Thor var búinn að brjóta blaðið. En á nýbirtum lista Forbes var hann í 249. sæti listans og færðist upp um Þessi frétt fékk auðvitað mikla athygli – enda birtist hún á forsíðu Morgunblaðsins sem meiri háttar uppsláttur og undir fyrirsögninni: Sameining banka rædd. Fréttin gekk út á að nokkrir stórir hlut- hafar í báðum bönkum hefðu rætt saman um sameiningu Kaupþings og Glitnis, en að ólíklegt væri að sú umræða leiddi til sameiningar á bönk- unum. Þó var það ekki talið útilokað, að mati sumra viðmælenda. Bjarni Ármannsson, for- stjóri Glitnis, og stjórn Glitnis sendu þegar frá sér yfirlýs- ingar þess efnis að þau hefðu ekki tekið þátt í viðræðum um sameiningu bankanna og engar umræður þar að lút- andi hefðu átt sér stað innan stjórnar Glitnis. Einhverjir höfðu á orði að fyrst þegar þeir sáu for- síðuna hefðu þeir haldið að „nýr dómur hefði fallið“ þar sem útlitsteikningin á forsíð- unni minnti ótrúlega mikið á uppsetninguna frægu þegar Morgunblaðið birti myndir af þeim dómurum Hæstaréttar sem dæmdu nýlega í kynferðisbrota- máli. Myndbirtingin af dómurunum var umtöluð og fór fyrir brjóstið á mörgum. Margir skoð- uðu fréttina um sameiningu bank- anna út frá þeirri Kremlarlógíu af hverjum Morgunblaðið birti myndir með fréttinni – og hverjum ekki. Á forsíðunni voru eingöngu birtar myndir af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Baugi, Hannesi Smárasyni, FL Group, bræðrunum í Bakkavör, Ágústi Guðmundssyni og Lýði Guðmundssyni, Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings, og Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra bankans. Ekki voru birtar myndir af Glitnis-mönn- unum Bjarna Ármannssyni, forstjóra, og hluthöfunum Karli Wernerssyni og Einari Sveinssyni, stjórnarformanni. Eiginlega vakti það ekki síðri athygli í þessari stór- frétt að í henni stóð að þeir bræður í Bakkavör, helstu eigendur Kaupþings – og þeir sem ráða og hafa ráðið ferð- inni í bankanum, voru sagðir hafa takmarkaðan áhuga á að sameinast Glitni. Í fréttinni sagði hins vegar að þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sýndu sam- einingu bankanna „umtals- verðan áhuga“. 7. mars SAMEINING BANKA RÆDD Hin sögulega forsíða Morgunblaðsins um að sameining Glitnis og Kaupþings hefði verið rædd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.