Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 38
DAGBÓK I N
38 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Orð Björgólfs Thors
Björgólfssonar, stjórnarfor-
manns Straums-Burðaráss, um
að bankinn sæi sig knúinn til
að kanna möguleika á því að
fara með höfuðstöðvar sínar til
annars lands urðu tilefni mik-
illa umræðna. Björgólfur sagði
ástæðuna vera þá að reglur,
sem fjármálaráðherra setti
nýlega um veitingu heimildar
til færslu bókhalds og samn-
inga ársreiknings í erlendum
gjaldmiðli, væru hamlandi.
Samkvæmt reglunum þarf að
leita umsagnar Seðlabankans
ef lánastofnun sækir um heim-
ild til uppgjörs í erlendum
gjaldmiðli.
Ýmsum þótti Árni
Mathiesen fjármálaráðherra
full kokhraustur þegar RÚV bar
undir hann orð Björgólfs Thors
– en Árni sagði: „Björgólfur
ræður því hvar hann hefur sín
fyrirtæki skrásett.“
Öðrum fannst Árni hins
vegar sjaldan hafa orðað hlut-
ina betur og gæti varla svarað
orðum Björgólfs öðru vísi. Árni
sagði ennfremur við RÚV að
þessi ríkisstjórn hefði stuðlað
að stórauknu frelsi hjá bönk-
unum og væri ekki að snúa
þar við blaðinu.
Í ræðu sinni á aðalfundi
bankans sagði Björgólfur Thor
m.a. að Ísland hefði verið
góður staður til að byggja upp
öflugan fjárfestingabanka og
undraðist skyndileg sinnaskipti
hjá stjórnvöldum á Íslandi.
„Slíkar fyrirvaralausar breyt-
ingar knýja fyrirtæki á borð við
Straum-Burðarás til að kanna
möguleika á að færa félagið
til annarra landa. Til greina
koma bæði Bretland og Írland
þar sem í boði er 12,5% tekju-
skattur til 10 ára að lágmarki.
Að auki fæst meira traust á
starfsumhverfi bankans þar
sem bankasagan er í þessum
löndum lengri og viðurkennd-
ari, reynslumeira fjármála-
eftirlit og síðast en ekki síst
alþjóðlegur gjaldmiðill.“
Þegar Morgunblaðið gekk
á Björgólf Thor eftir aðalfund-
inn sagði hann það ólíklegt
að bankinn flytti úr landi. „En
mér er skylt að segja hlut-
höfum frá því að það sé verið
að skoða þetta sem eitt af
þeim úrræðum sem við höfum
ef það tekur að þrengja að
starfsumhverfi okkar hér,“
sagði Björgólfur.
8. mars
STRAUMUR-BURÐARÁS:
KANNAR FLUTNING TIL ANNARS LANDS
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss í ræðustól á aðalfundinum.
Frá aðalfundi Straums-Burðaráss.