Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 40
DAGBÓK I N
40 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Frá frumkvöðli til forystu
Á aðeins sjö árum hefur Actavis náð að skipa sér í hóp stærstu samheita-
lyfjafyrirtækja heims. Við erum samhentur hópur 11.000 starfsmanna,
sem með öflugu þróunarstarfi og hágæðaframleiðslu ætlum okkar að
vera ávallt í fremstu röð.
Kíktu á nýja vefinn okkar www.actavis.com
Fjárfestingageta Kaupþins 267
milljarðar króna.
22. mars
Fjárfestingageta
Kaupþings
Norska dagblaðið Dagens
Næringsliv sagði á vef sínum að
fjárfestingargeta Kaupþings væri
3 milljarðar evra, en það svarar
til 267 milljarða króna. Það er
ýmislegt hægt að gera fyrir slíka
fjárhæð. Nýverið fékk Kaupþing
heimild norska fjármálaeftirlits-
ins til að auka hlut sinn í norska
tryggingafélaginu Storebrand í
allt að 20% en Kaupþing á núna
10,4% í félaginu.
23. mars
Kaupa danska
húsgagnakeðju
Sagt var frá því á vef Århus
Stiftstidende að Íslendingar
væru á góðri leið með að eign-
ast dönsku húsgagnakeðjuna
Ilva. Samkvæmt fréttinni er
Kaupþing að kaupa keðjuna
af breska fjárfestingasjóðnum
Advent. Ilva rekur þrjár stórversl-
anir í Danmörku, í Lyngby, Ishøj
og í Árósum.
23. mars
Atorka með
29,8% í CPS
Greint var frá því að Atorka
hefði eignast 29,8% hlut í
Clyde Process Solutions plc
(CPS) í tengslum við útgáfu á
nýju hlutafé hjá félaginu. CPS
er skráð á AIM markaðnum í
London. Heildarverð kaupanna
var um 9 milljónir punda. CPS
framleiðir lausnir til flutninga og
meðhöndlunar á hráefni í fram-
leiðsluferlum, ásamt tengdum
mengunarvarnarbúnaði.
23. mars
Aukning íbúðalána
Er þenslan komin í gang aftur?
Þessu veltu menn fyrir sér þegar
sagt var frá því að íbúðalán
bankanna hefðu aukist um 3,7
milljarða í febrúar – og hefðu
alls numið rúmum 392 millj-
örðum króna í lok febrúar. Fjöldi
íbúðalána bankanna er 40.172
talsins og meðalupphæð láns
er um 9,4 milljónir króna, sam-
kvæmt Seðlabanka Íslands.
24. mars
Æ, við gleymdum því
Þetta var sérstök frétt. Hún
fjallaði um það að gleymska
365 með að tilkynna til
Kauphallar Íslands um viðskipti
með eigin bréf í lok janúar, verði
vísað til Fjármálaeftirlitsins. Um
er að ræða afhendingu bréfa
vegna uppgjörs á kaupum á
Senu af Disknum ehf. – en það
láðist að geta um viðskiptin.
Fróðlegt verður að sjá hvernig
Fjármálaeftirlitið fjallar um
gleymskuna.
14. mars
MBA-nemar frá HÍ í Kína
Þessi fína mynd barst okkur úr nýlegri námsferð MBA-nema við Háskóla Íslands til Kína. Ferðin var farin dagana 9. til 18. mars og var
víða komið við. Hér er hópurinn á vísindagarði í Shanghai. Glæsilegur hópur, ekki satt?