Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
TÖLVUPÓSTURINN ...
UMSJÓN: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
... TIL PÁLS GUNNARS PÁLSSONAR,
FORSTJÓRA SAMKEPPNISEFTIRLITSINS.
Sameining banka hefur verið rædd.
Leyfa samkeppnislög frekari sameiningu
íslenskra viðskiptabanka?
SVAR:
Yrði tekið til
gaumgæfilegrar skoðunar
Spurningunni er ekki hægt að svara fyrirfram og afdrátt-
arlaust, enda þarf í hverju samrunamáli að skoða
sjálfstætt áhrif á þá markaði sem um er að tefla. Við
athugun á samruna er skoðunarefnið hvort viðkomandi
samruni hindri virka samkeppni með því að markaðs-
ráðandi staða, eins eða fleiri fyrirtækja, verði til eða slík
staða styrkist. Ef svo er, getur Samkeppniseftirlitið ógilt
samruna eða sett honum skilyrði. Sökum aðstæðna á
viðskiptabankamörkuðum er ljóst að samrunar viðskipta-
banka yrðu teknir til gaumgæfilegrar athugunar af hálfu
Samkeppniseftirlitsins. Það hefur áður verið gert og má í
því sambandi vísa til þess að samkeppnisyfirvöld komust
að þeirri niðurstöðu árið 2000 að samruni Landsbanka
Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., sem þá var
fyrirhugaður, hefði skaðleg áhrif á samkeppni á tilteknum
mörkuðum og færi gegn samkeppnislögum. Fallið var frá
þeim samruna.
... TIL KJARTANS MAGNÚSSONAR,
BORGARFULLTRÚA OG FORMANNS
UMFERÐARRÁÐS.
Hvaða samgöngubætur á höfuðborg-
arsvæðinu eru mest aðkallandi?
SVAR:
Mislæg gatnamót
og Sundabraut
Gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar, ásamt ýmsum lagfæringum
á þessum tveimur brautum, meðal annars með
stokkalausn, er brýnt verkefni. Nýr meirihluti í
borgarstjórn hefur nú tekið af skarið og ákveðið
að hafist skuli handa. Huga þarf að mislægum
lausnum við fleiri gatnamót enda er reynslan sú
að slík mannvirki fækka slysum og greiða fyrir
umferð. Almennt er brýnt að setja þær fram-
kvæmdir í forgang sem líklegastar eru til að draga
úr slysahættu.
Lagning Sundabrautar er einnig afar brýnt
verkefni, en nú er unnið að hönnun og skipulagn-
ingu hennar af fullum krafti. Vanda þarf til alls
undirbúnings enda verður Sundabraut stærsta
samgöngumannvirki landsins. Fyrsti áfangi hennar
mun stórbæta samgöngur við Grafarvogshverfi
og er mikilvæg forsenda uppbyggingar í
Geldinganesi.
Við vegagerð og gatnaframkvæmdir þarf og að
taka meira tillit til hagsmuna gangandi og hjólandi
vegfarenda. Við hönnun verkefna þarf ætíð að
skilgreina öruggar gönguleiðir og hefja þarf átak
við lagningu sérstakra hjólreiðastíga milli götu og
gangstéttar, eins og gefið hefur góða raun víða
erlendis.