Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 43
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 43 ... TIL JÓNS SIGURÐSSONAR, IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA. Er röng stefna að virkja nánast eingöngu fyrir álver og klára þannig alla virkjunarkosti þegar orkuverð er að hækka? SVAR: Villandi spurning Yfirleitt er virkjað til að auka afkastagetu alls raforkukerfis lands- manna, en jafnframt er nauðsynlegt að tryggja kaupanda eða kaup- endur að nógu miklu magni við hvern áfanga til að hann geti stað- ist. Þannig er villandi að telja að virkjað sé „nánast eingöngu fyrir álver“ enda þótt álver sé ráðandi kaupandi á þeim tíma þegar ráðist er í tiltekna framkvæmd. Með tilliti til stöðu og þróunar rannsókna á þessu sviði er hæpið að fjalla efnislega um spurningu sem snýr að því að „klára þannig alla virkjunarkosti“. Með hliðsjón til dæmis af hugmyndum um djúpboranir verður svar við þessu marklaust. Samningar falla úr gildi þegar tíma þeirra lýkur, og orkuverð hér- lendis er tengt álverði á heimsmarkaði. Þess vegna mun orkuverð hér áfram fylgja verðþróun á heimsmarkaði eins og hingað til. Við lok samningstíma, til dæmis á 20 til 40 árum, eru nýir samningar gerðir og miðast þá við nýjar, nú ókunnar, aðstæður. Að hve miklu leyti raforka verður þá notuð til áliðnaðar er ekki vitað. Nýir samn- ingar taka mið af verðlagi og verðþróun á hverjum tíma. ... TIL VILHJÁLMS EGILSSONAR, FRAMKVÆMDASTJÓRA SAMTAKA ATVINNULÍFSINS. Viðskiptahallinn í fyrra var 305 milljarðar króna. Stefnir í fall krónunnar? SVAR: Eignir þjóðarinnar vanmetnar Ég hef enga trú á því að krónan falli umtalsvert á næstunni vegna viðskiptahallans. Ástæðan er sú að þær aðferðir, sem notaðar eru, mæla ekki raunverulegan viðskiptahalla. Ef staðan væri í raun sú, að hallinn væri yfir 300 milljarðar króna og að erlendar skuldir þjóð- arinnar umfram eignir væru 120% af vergri landsframleiðslu væri vissulega ástæða til að óttast og að mikil hætta væri á efnahags- legu hruni. Þetta er hins vegar ekki staðan, því eignir þjóðarinnar erlendis eru mikið vanmetnar svo og tekjur af þessum eignum. Þannig eru til dæmis lífeyrissjóðir að auka réttindi og greiðslur til lífeyrisþega vegna verðhækkana á erlendum eignum. Tekjur vegna þessara verðhækkana eru ekki skráðar en auknar greiðslur til sjóð- félaga leiða til neyslu og innflutnings og koma fram sem aukinn við- skiptahalli. Enginn veit hver raunverulegur viðskiptahalli er, en hann er örugglega hvergi nærri nálægt því sem hann er mældur. TÖLVUPÓSTURINN ... ... TIL ERNU HAUKSDÓTTUR, FRAMKVÆMDASTJÓRA SAMTAKA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Hversu margir erlendir ferðamenn eru væntanlegir til landsins í ár? Og erum við að fá nægilega efnaða ferðamenn? SVAR: Aukning í dýrri þjónustu Á síðasta ári komu 422 þúsund erlendir ferðamenn til ársins og fjölgaði þeim um 12,9% frá árinu áður og var það óvenjulega mikil aukning. Þess ber að geta að allir eru taldir sem hafa erlent vegabréf, t.d. erlent verkafólk og aðrir sem koma hingað vegna starfa sinna. Það er engin ástæða til annars en vera bjartsýn og spá aukn- ingu áfram, þótt hún verði ekki jafnmikil og í fyrra. Ef til vill væri ekki fjarri lagi að giska á 450 til 460 þúsund manns. Þá er ég að líta til síaukins framboðs flugsæta og gistirýmis. Annars er það ekki höfðatalan sem skiptir mestu heldur sú þjónusta sem ferðamenn kaupa hér á landi, hversu miklar gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar eru á hverjum tíma og atvinnan sem hún skapar. Það hefur orðið mikil aukning á góðri þjónustu og þar af leiðandi dýrari, s.s. betri hótelum og veitingastöðum, meiri afþrey- ingu og svo mætti lengi telja. Allt þetta skapar meiri tekjur fyrir þjóðarbúið og dregur hingað ferðamenn sem krefjast góðrar þjónustu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.