Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 draumur átti eftir að verða að veruleika þegar ég ferðaðist um Austurlönd fjær og fór í nám til Indlands,“ segir Andri. Ráðgjafar- og markaðsstarf Þegar Andri hóf nám á fjórða ári í viðskipta- fræði segist hann hafa verið orðinn vanur að hafa peninga á milli handanna og þess vegna hafi hann unnið með námi. „Ég tók að mér að reka kvikmyndahúsið Regnbogann fyrir Jón Ólafsson og var þar í eitt ár eftir að ég útskrifaðist af fjármálasviði 1992. Starfið fólst að stórum hluta í markaðssetningu og ég kynntist henni því vel. Í framhaldi af því var mér boðið að verða markaðsstjóri hjá Almenna bókafélaginu og starfaði þar til 1995. Starfið hjá AB var bæði skemmtilegt og spennandi og þar settum við meðal ann- ars á laggirnar Matar- og vínklúbb Sigga Hall, Tónlistarklúbb AB og önnur áhugaverð verkefni. Næsta verkefni var að skrifa viðskipta- áætlun um rekstur á nýrri sjónvarpsstöð fyrir Frjálsa fjölmiðlun og fleiri aðila en eftir það var ég ráðinn sem fjármálastjóri hjá Lýsi hf. Fyrirtækið hafði átt í töluverðum erf- iðleikum í rúman áratug og það þurfti því að taka hraustlega til hendinni til að bjarga því. Eftir tiltekt lögðum við mikla vinna í vöruþróun og við settum meðal annars á markað Heilsutvennuna og Krakkalýsið sem seljast enn mjög vel. Við hófum einnig útflutning til Kína og ég fór nokkrum sinnum þangað, auk þess til Malasíu og Tælands. Árið 1999 var ég orðinn aðstoðarforstjóri en þá urðu eig- endaskipti hjá Lýsi og nýir eigendur létu mig og fleiri stjórnendur róa. Slíkt hafði aldrei komið fyrir mig áður, en eftir á að hyggja var ágætt að hafa kynnst þeirri reynslu því sjálfur hafði ég verið blóðugur upp fyrir axlir að segja mönnum upp á meðan við vorum að rétta reksturinn við,“ segir Andri. Í nám til Hollands og Indlands Næst starfaði Andri sem framkvæmdastjóri hjá Íslenskri miðlun og ráðgjafi hjá KEA vegna Efnaverksmiðjunnar Sjafnar. Haustið 2000 hóf hann MBA-nám við Rotterdam School of Management í Hollandi og það tók átján mánuði. Hluti námsins fór fram hér heima og þá starfaði Andri hjá Íslands- banka. Að eigin sögn öðlaðist hann gríð- arlega reynslu þar í tengslum við mál sem tengdust Arcadia og Bills Dollar Stores og skrifaði m.a. hagkvæmniskönnun í tengslum við opnun útibús frá Íslandsbanka í Kan- ada. Andri kynntist Ragnheiði sambýliskonu sinni einnig á þessum tíma. ,,Sem hluta af MBA-náminu tók ég eina önn á Indlandi, flutti þangað í ágúst 2001 og fór í skóla sem heitir India Institute of Management í Ahmedabad og þykir einn fremsti viðskiptaháskóli í Asíu. Hugmyndin var upphaflega að fara til Kína en ég valdi Indland í staðinn þar sem skólinn þar þykir mun betri. Ég tel reynsluna af Indlandsdvölinni hafa verið mjög mannbætandi. Inn á milli verk- efna í skólanum ferðaðist ég um landið í lestum með innfæddum og hlekkjaði mig og farangurinn við bekkinn á meðan ég svaf. Ég kynntist miklum andstæðum, sá mikið ríkidæmi og ótrúlega fátækt. Fyrir utan gott nám öðlaðist ég nýja sýn á Indland og nýtt sjónarhorn á tilveruna. Eftir dvölina þar hef ég lagt annað mat á lífsgæði. Ég á góða vini á Indlandi sem ég held tengslum við og heimsótti fyrir tveimur árum,“ segir Andri. Kaupir Ölgerðina og Danól Andri kom heim frá Hollandi í maí 2002 og réð sig sem framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Ölgerðinni en var ráðinn forstjóri árið 2004. „Þá var mörkuð sú stefna hjá Ölgerð- inni að þróa drykki sem eru ekki bara betri á bragðið heldur einnig hollari fyrir neytendur. Við riðum á vaðið með Kristal plús og sú ákvörðun borgaði sig svo sannarlega því nú er hann næstsöluhæstur gosdrykkja í hálfs- lítraflöskum hérlendis,“ segir Andri. Í janúar síðastliðinn réðust Andri og Októ Einarsson í að kaupa Danól og Ölgerð- A N D R I Þ Ó R G U Ð M U N D S S O N Í N Æ R M Y N D Árin í Verslunarskólanum voru rosalega skemmtileg og ég fékk strax brennandi áhuga á félagsmálum en þrátt fyrir að eyða stórum hluta sólarhringsins í skólanum gerði ég flest annað en að læra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.