Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 51

Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 51
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 51 ina. „Kaupin áttu sér skamman aðdraganda þrátt fyrir að fyrirtækin hafi verið sett í sölu í mars 2006. Það höfðu ýmsir verið að skoða málið en þáverandi eigendur ekki fengið tilboð sem þeir sættu sig við. Á gamlárskvöld 2006 kynntu eigendur mér tilboð sem var gert í Ölgerðina sem mér hugnaðist ekki. Við Októ settumst því niður og mótuðum tilboð og rekstrarhugmynd sem eigendum leist vel á og í framhaldi af því keyptum við um 70% hlutabréfa í Danól og Ölgerð- inni. Verkaskiptingin milli mín og Októs er þannig að ég er forstjóri en hann stjórnarfor- maður. Annað á eftir að koma á daginn, en byggt verður yfir Danól á lóð sem við eigum við hliðina á Ölgerðinni og við stefnum að því að flytja starfsemina þangað í upphafi árs 2009,“ segir Andri. Áhugi á tónlist og vínum Andri segist hafa gaman af því að spila golf en sér gangi illa að ná niður forgjöfinni, og hann fer í veiði þegar tækifæri gefst. Hann hefur líka gaman af að fara á skíði og stundar það reglulega með fjölskyldunni. Hann segist líka hafa áhuga á tónlist og lærði á hljómborð hjá Orgelskóla Yamaha þegar hann var ungur. „Við Máni Svav- arsson fiktuðum í músík á sínum tíma en munurinn á okkur er sá að Máni er mús- íkant af guðs náð en ég hæfileikalaus glamr- ari. Við æfðum stundum heima hjá honum í gamla daga og þá varð fljótlega ljóst hvor okkar hafði hæfileika á tónlistarsviðinu og það var ekki ég. Eina alvarlega dellan hjá mér er að safna góðu víni. Ég byrjaði að safna púrtvíni fyrir fimmtán árum og á margar góða tegundir. Síðar fór ég að safna rauðvíni og ekki minnk- aði áhuginn þegar ég hóf störf hjá Ölgerðinni þar sem fyrirtækið er annar stærsti sölu- aðili léttvíns á landinu. Annars hefur maður skorið niður drykkju því nú er æft af kappi fyrir að klífa Kilimanjaro í september,“ segir Andri. Nafn: Andri Þór Guðmundsson. Fæddur: 24. september 1966. Maki: Ragnheiður Ragnarsdóttir. Börn: Úlfur Þór 12 ára, Íris 10 ára og fósturdóttirin Giovanna 11 ára. Menntun: Viðskiptafræðingur frá HÍ og MBA frá RSM í Hollandi. Starf: Forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson og Danól. Andri Þór í faðmi fjölskyldunnar. Frá vinstri: Ulfur Þór, 12 ára, Ragnheiður Ragnarsdóttir, eiginkona Andra Þórs, Giovanna, 11 ára, Andri og Íris, 10 ára.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.