Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 51
ina. „Kaupin áttu sér skamman aðdraganda
þrátt fyrir að fyrirtækin hafi verið sett í sölu
í mars 2006. Það höfðu ýmsir verið að skoða
málið en þáverandi eigendur ekki fengið
tilboð sem þeir sættu sig við. Á gamlárskvöld
2006 kynntu eigendur mér tilboð sem var
gert í Ölgerðina sem mér hugnaðist ekki.
Við Októ settumst því niður og mótuðum
tilboð og rekstrarhugmynd sem eigendum
leist vel á og í framhaldi af því keyptum
við um 70% hlutabréfa í Danól og Ölgerð-
inni. Verkaskiptingin milli mín og Októs er
þannig að ég er forstjóri en hann stjórnarfor-
maður. Annað á eftir að koma á daginn, en
byggt verður yfir Danól á lóð sem við eigum
við hliðina á Ölgerðinni og við stefnum að
því að flytja starfsemina þangað í upphafi árs
2009,“ segir Andri.
Áhugi á tónlist og vínum
Andri segist hafa gaman af því að spila golf
en sér gangi illa að ná niður forgjöfinni,
og hann fer í veiði þegar tækifæri gefst.
Hann hefur líka gaman af að fara á skíði og
stundar það reglulega með fjölskyldunni.
Hann segist líka hafa áhuga á tónlist og
lærði á hljómborð hjá Orgelskóla Yamaha
þegar hann var ungur. „Við Máni Svav-
arsson fiktuðum í músík á sínum tíma en
munurinn á okkur er sá að Máni er mús-
íkant af guðs náð en ég hæfileikalaus glamr-
ari. Við æfðum stundum heima hjá honum
í gamla daga og þá varð fljótlega ljóst hvor
okkar hafði hæfileika á tónlistarsviðinu og
það var ekki ég.
Eina alvarlega dellan hjá mér er að safna
góðu víni. Ég byrjaði að safna púrtvíni fyrir
fimmtán árum og á margar góða tegundir.
Síðar fór ég að safna rauðvíni og ekki minnk-
aði áhuginn þegar ég hóf störf hjá Ölgerðinni
þar sem fyrirtækið er annar stærsti sölu-
aðili léttvíns á landinu. Annars hefur maður
skorið niður drykkju því nú er æft af kappi
fyrir að klífa Kilimanjaro í september,“ segir
Andri.
Nafn: Andri Þór Guðmundsson.
Fæddur: 24. september 1966.
Maki: Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Börn: Úlfur Þór 12 ára, Íris 10
ára og fósturdóttirin Giovanna
11 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur
frá HÍ og MBA frá RSM í
Hollandi.
Starf: Forstjóri Ölgerðarinnar
Egill Skallagrímsson og Danól.
Andri Þór í faðmi fjölskyldunnar.
Frá vinstri: Ulfur Þór, 12 ára,
Ragnheiður Ragnarsdóttir,
eiginkona Andra Þórs, Giovanna,
11 ára, Andri og Íris, 10 ára.