Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 52

Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 A N D R I Þ Ó R G U Ð M U N D S S O N Í N Æ R M Y N D Októ Einarsson: Hann er vonlaus vínsafnari Októ Einarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Daníel Ólafssyni hf., segir að í stuttu máli sé Andri Þór góður drengur, traustur og skemmtilegur. ,,Ég kynntist honum fyrir fjórum árum í gegnum vinnuna og síðan þá höfum við orðið góðir vinir og átt góðar stundir bæði í vinnu og utan hennar. Andri er skarpgreindur, talnaglöggur og fljótur að greina aðal- atriðin. Einnig er kostur að hann er orðvar og stendur við það sem segir og ætlar sér. Hann er kröfuharður á samstarfsfólk sitt og að sama skapi á sjálfan sig og er mjög vinnusamur. Jákvæðni hans og vilji til verka verður þess valdandi að hann skapar fljótt góðan liðsanda og fólk er tilbúið til að fylgja honum og taka þátt í erfiðum verkefnum sem hann stjórnar. Andri hefur þægilega nærveru því hann er ávallt léttur í skapi og liggur jafnan vel á honum. Hann er mjög vandur að virðingu sinni og því er erfitt að segja frá einhverju klaufalegu um hann nema þá helst að ég tel hann vonlausan vínsafnara þrátt fyrir góða tilburði og einu sinni heyrði ég hann segja að lífið væri of stutt til að vera að geyma öll þessu góðu vín sem Ölgerðin flytur inn.“ Atli Atlason: „Já, ég er orku- maður“ „Við Andri kynntumst í Verslunarskólanum og vorum einnig samferða í gegnum við- skiptafræðina við Háskóla Íslands,“ segir Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmanna- sviðs Landsbanka Íslands. „Andri er einn af mínum bestu félögum og mjög traustur vinur. Hann laðar að sér fólk og á stóran vinahóp sem hann heldur saman og sinnir vel. Andri er einlægur og skemmtilegur og fáir sem er eins gaman að heimsækja og hann og fjölskyldu hans. Vinnan hefur alla tíð spilað stórt hlutverk í lífi Andra og hann því unnið mikið og sinnt sínu starfi mjög vel og af áhuga. Andri hefur gaman af því að fara á skíði en hefur aldrei verið íþróttamaður í eðli sínu og mætti yfirleitt á sokkunum eða berfættur í íþróttir í Verslunarskólanum. Hann hefur þó sótt í sig veðrið í seinni tíð og stundað badminton, laxveiði og almenna líkamsrækt sér til skemmtunar og heilsubótar. Á tímabili hafði Andri mikinn áhuga á vínsöfnun og við hittumst nokkrir félagar einu sinni í mánuði til að smakka vín og gefa þeim einkunn. Satt best að segja held ég að hann hafi ekk- ert vit á víni, frekar en við hinir, þrátt fyrir að hann haldi annað. Án gríns þá er Andri vand- virkur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendi og er flinkur viðskiptafræðingur. Honum hafa í gegnum tíðina verið falin erfið og vanda- söm verkefni í vinnu og félagsstörfum, sem hann hefur leyst af stakri prýði og segja má um Andra að hann sé leiðtogi í eðli sínu. Andri á það stundum til að vera dálítið óheppinn sem getur tengst því að hann heyrir stundum illa. Hann var eitt sinn kjör- inn varamaður í stjórn Orkuveitunnar af Sjálfstæðisflokknum en þurfti sjaldan að mæta á fundi. Einu sinni þegar hann var boðaður á fund var hann spurður af sam- flokksmanni sínum hvort hann væri ekki okkar maður eins og það var orðað. Andri misheyrði og svaraði hátt og skýrt yfir fund- inn: „Já, ég er orkumaður,“ öllum til mikillar furðu. Hann áttaði sig reyndar fljótlega á mistökunum en hann var ekki boðaður á fleiri fundi eftir það, þrátt fyrir að vera mikill orkubolti,“ segir Atli. Ásdís Halla Bragadóttir: Heldur alltaf ótrauður áfram Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko hf., kynntist Andra fyrst þegar þau voru í stúd- entapólitíkinni í Háskóla Íslands og þau voru bæði að vinna fyrir Vöku. „Í mínum huga er Andri hreint út sagt frábær maður, skemmtilegur og mikill félagi. Hann er jákvæður, bjartsýnn og traustur einstakl- ingur sem er gaman að umgangast og sem vinur og félagi er hann óaðfinnanlegur. Andri er félagsvera sem hefur gaman af því að hitta fólk og gera eitthvað skemmtilegt eins að fara í bíó, keilu eða útilegu og bjóða í mat og grilla. Með aldrinum hefur hann lagað þetta að fjölskyldumynstri fólks og býður börnum vina sinna með í matarboðin. Hann skipuleggur leiki við allra hæfi þannig að foreldrar leika á móti börnunum og reynt er að láta alla hafa gaman af. Fyrir um það bil 15 árum fórum við nokkrir vinir saman í útilegu vestur á Snæfellsnes. Eitt af því sem við gerðum í ferðinni var að fara á hestbak á bæ sem leigði út hesta. Það var mikið stuð á mann- skapnum þegar við komum í hlað og allir kátir. Bóndinn átti ekki nógu marga hnakka handa öllum og spurði hvort einhver vanur hestamaður væri í hópnum sem kynni að ríða berbakt. Andri bauð sig strax fram þrátt fyrir að kunna lítið sem ekkert að sitja hest. Honum er vísað á klár sem stóð á hlaðinu og Andri vippaði sér á bak eins og vanur maður. Hesturinn var hinn rólegasti en um leið og hann fór af stað byrjaði Andri að síga hægt og rólega út á aðra hliðina hætti ekki fyrr en hann var kominn undir hestinn og lá þar á jörðinni og klárinn yfir honum. Sem betur fer meiddist hann ekkert og við vorum náttúrulega öll að springa úr hlátri. Andri lá þarna smástund á meðan hann var að átta sig á stöðunni en lét þetta þó ekki á sig fá og stóð upp og dustaði af sér rykið. Hann fékk svo annan hest og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Satt best að segja þykir mér þessi saga lýsa Andra ágætlega. Hann er alltaf boðinn og búinn að hoppa á bak jafnvel þótt hann sé að taka áhættu og lætur það ekki þvælast fyrir sér þótt hann detti af baki. Andri stendur alltaf jafnharðan upp aftur og heldur ótrauður áfram,“ segir Ásdís Halla. S AG T U M A N D R A ÞÓ R G U Ð M U N D S S O N Vertu skrefi á undan Flugkort Flugfélags Íslands er greiðslu- og viðskiptakort sem veitir handhöfum sínum drjúgan afslátt af fargjöldum, gistingu og bílaleigu. Greiða má með Flugkortinu flugfarseðla með Flugfélagi Íslands, hótelgistingu og bílaleigu hjá þeim fyrirtækjum sem eru í samstarfi við Flugkortið. Upplýsingar um Flugkortið færðu hjá Fyrirtækjaþjónustu Flugfélags Íslands í síma 570 3606. flugkort@flugfelag.is Ungt flugfélag með sjötíu ára reynslu. flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 67 03 0 3/ 07 Láttu Flugkortið greiða þér leið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.