Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 55 að markaðsvirði, meðalstór félög (Mid cap) sem eru á bilinu 150 milljónir evra til eins milljarðs evra að markaðsvirði og smá félög (Small cap) sem eru félög undir 150 millj- ónum evra að markaðsvirði. Vísitölur verða tengdar við hvern flokk. Athyglisvert er að íslensk félög verða tiltölulega fyrirferðarmikil meðal stórra félaga en þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni tilheyrir þeim flokki, sem er langtum hærra hlutfall en í öðrum kauphöllum OMX.“ 5. Hvað verður um íslensku úrvalsvísitöl- una? Haldið þið áfram með hana? „Úrvalsvísitalan verður áfram reiknuð í núverandi mynd. Byggðar verða afleiður á hana en afleiðumarkaður verður settur á stofn í vor.“ 6. Hvernig áttu von á að framhaldið verði á þróun úrvalsvísitölunnar? „Verðlagning hlutabréfa á íslenska mark- aðnum virðist í eðlilegu samhengi við hefð- bundna mælikvarða, t.a.m. hagnað, og einnig er hún í ágætu samræmi við verðlagningu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Til lengri tíma mun þróun úrvalsvísitölunnar því fyrst og fremst velta á vexti hagnaðar félaganna. Sé tekið mið af árangri síðustu missera í þeim efnum er engu að kvíða. Erfitt er að ráða í skammtímaverðsveiflur. Fylgni við erlenda markaði hefur aukist mikið, sem er eðlilegt í ljósi alþjóðavæðingar skráðu félaganna. Við höfum því eðlilega fundið fyrir þeirri ólgu sem verið hefur á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum undan- farnar vikur en hana má m.a. rekja til auk- innar áhættufælni, þ.e. fjárfestar eru að verða varkárari í fjárfestingum. Líklegt er að þessi taugatitringur vari eitthvað lengur og íslenski markaðurinn mun vafalaust ekki fara var- hluta af þeim sveiflum sem verða á erlendum verðbréfamörkuðum á árinu.“ 7. Hvernig verður tæknimálum háttað í kauphöllinni nú? Verður hún áfram í sama húsnæði? Fækkar eða fjölgar starfsmönnum? „Viðskiptakerfið, hjartað í kauphallarrekstri, verður óbreytt, enda sama kerfi og notað er í öðrum kauphöllum OMX. Margt annað breytist í tækniumhverfi Kauphallarinnar, s. s. fréttakerfið, ýmis reiknikerfi, heimasíða og skrifstofukerfi. Kauphöllin verður áfram í sama húsnæði - hér líður okkur vel. Ekki eru að svo stöddu áform um að breyta starfsmannafjöldanum sem neinu nemur. Það verður hins vegar skoðað vandlega að auka umsvif OMX á Íslandi í framtíðinni, fjölga starfsmönnum, m. a. vegna þess að skattaumhverfi fyrirtækja er hagstæðara hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum.“ 8. Hvernig eru efnahagshorfur í heim- inum um þessar mundir, að þínu mati? Er hagvaxtarskeiðinu að ljúka eins og Greenspan spáir fyrir um? „Það er skjálfti í mönnum sem byrjaði með 9% lækkun markaða í Shanghai í lok febrúar og hefur síðan sótt á menn aftur og aftur. Upphafið verður þó ekki í Shanghai ef af efnahagslægð verður. Samanlagt er verð- mætið á hlutabréfamörkuðunum í Kína rétt um 5% af verðmæti bandaríska markaðarins. Hættan liggur einkum í fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum. Þar hafa lánveitingar til húskaup- enda með lélegt lánstraust auk- ist gífurlega á undanförnum árum. Fyrirtæki sem staðið hafa að slíkum lánveitingum sjá nú fram á erfiða tíma (New Century Financials). Og margir halda því reyndar fram að áhætta í fjármálagern- ingum víða um heim hafi verið vanmetin um langt skeið. Ég tel að þetta leiði til þess að áfram sæki skjálfti að mönnum af og til fram eftir ári. Ef efnahagslægð mun verða að veruleika liggja skýringarnar einhvers staðar þarna. Það kann þó að vera að Greenspan sé of svartsýnn þegar hann metur líkur á lægð upp á 30%.“ F J Á R M Á L Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX Nordic Exchange In Iceland. „Það verður hins vegar skoðað vandlega að auka umsvif OMX á Íslandi í framtíðinni, m. a. vegna þess að skattaumhverfi fyrirtækja er hagstæðara hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.