Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Framboðið er auðvitað hluti af viðleitni okkar Íslendinga til að
taka meiri ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi. Við erum eitt ríkasta land í
heimi og til slíkra ríkja eru gerðar vissar kröfur í alþjóðasamfélaginu.
Síðan hefur það gerst að miklar breytingar hafa átt sér stað í varnar-
málum okkar og þess vegna er það ákveðin trygging fyrir hagsmuni
Íslands á sviði öryggismála að vera með meiri ábyrgð og þátttöku í
alþjóðakerfinu. Íslensk útrás er ekki einungis á viðskiptasviðinu. Við
höfum í auknum mæli tekið að okkur flókin alþjóðleg verkefni, t.d.
formennsku í Evrópuráðinu, Norðurskautsráðinu, Eystrasaltsráðinu
o.m.fl.
Öryggisráðið er æðsta stofnunin innan Sameinuðu þjóðanna á
sviði öryggismála og þjóðir ná sennilegast ekki lengra í fjölþjóðlegum
áhrifum en þangað inn. Björn Bjarnason orðaði þetta ágætlega á
sínum tíma, að það að komast inn í öryggisráðið væri líkt því að
komast í ólympíulið alþjóðastjórnmálanna.“
- Það hefur verið gagnrýnt hvað þetta framboð kostar og hafa
tölur allt að 1 milljarði króna verið nefndar. Hver er hinn raun-
verulegi kostnaður við framboðið?
„Það hafa ýmsar tölur verið nefndar, en hið rétta er að fjárhagsáætl-
unin fyrir framboðið hljóðar upp á um 400 milljónir króna. Það
er sá kostnaður sem fer í aðdragandann, eins og kynningarstarf og
fleira, og eins við það að sitja í tvö ár í ráðinu. Þegar Geir H. Haarde
var utanríkisráðherra óskaði hann eftir endurskoðun á öllum kostn-
aðarliðum vegna framboðsins. Það var gert, dregið var úr ýmsum
fyrirhuguðum kostnaði og annað endurmetið. Allt saman eðlilegt
aðhald. Megnið af útgjöldunum er starfsmannakostnaður yfir margra
ára skeið. Þó ber að hafa í huga að þótt tímabundin fjölgun verði hér
í fastanefndinni í New York og í ráðuneytinu, verður fækkað á öðrum
póstum á meðan. Því má ekki álykta að útgjöld vegna framboðsins
þýði sjálfkrafa aukin útgjöld til utanríkisþjónustunnar í heild.“
- Hver er staðan núna með framboðið – hvað er búið að
tryggja mörg atkvæði og sýnist þér þetta hafast?
„Við erum enn nokkuð íhaldsöm á að gefa upp nákvæmar tölur og
það er í sjálfu sér lítið hægt að segja um stöðuna núna annað en að
við erum að safna atkvæðum í sarpinn og erum á þessum tímapunkti
bjartsýn á að ná öðru sætinu af þeim tveimur sem eru í boði innan
Vesturlandahópsins. Það þarf að hafa fyrir því þar sem vinir okkar
Tyrkir og Austurríkismenn eru öflugir keppinautar. Auðvitað von-
uðumst við og Austurríkismenn eftir því að ekki kæmu fram fleiri
framboð og þannig leit það út um hríð þangað til Tyrkir tilkynntu
um sitt framboð sem þeir að sjálfsögðu hafa fullan rétt til.
En framboðið er með þennan margumrædda sterka norræna
vinkil. Við höfum stuðning hinna Norðurlandanna við framboðið
og Norðurlöndin fara saman fram í þessu máli. Í þessu kerfi, þar
sem norrænar þjóðir hafa komið sér saman um að fara í framboð til
skiptis, „rótasjóns“-kerfi, höfum við aldrei áður gefið kost á okkur í
öryggisráðið þegar röðin hefur komið að okkur. Við höfum ævinlega
svarað því til að við værum ekki tilbúin og höfum unnið fyrir hin
Norðurlöndin að þeirra framboðum.
Það hefur hins vegar einu sinni áður komið alvarlega til tals að
brjóta þá hefð og fara fram. Það var í tíð Geirs Hallgrímssonar sem
utanríkisráðherra 1983-86. Þetta var þá rækilega athugað. En niður-
staðan var að fara ekki fram í það skiptið, enda gæfist eflaust betra
tækifæri síðar.“
- Þú leggur ofuráherslu á þennan norræna vinkil framboðsins.
Mun það gera gæfumuninn í kosningunum í október 2008?
„Ég legg mikla áherslu á þennan norræna vinkil við framboðið.
Þessa norrænu samstöðu. Norðurlöndin eru mjög virt innan SÞ og
svo hefur verið frá upphafi. Það þekkja allir hina norrænu ímynd.
Norðurlöndin eru þekkt fyrir að standa fast á sínu í mannréttinda-
málum og þau hafa lagt mikið af mörkum til friðargæslu og þróunar-
samvinnu. Stóra málið er að ímynd Norðurlandanna er sterk og
þegar þau standa saman um framboð okkar þá hlýtur það að auka
möguleika okkar á góðum úrslitum. Norðurlöndunum hefur alltaf
F R A M B O Ð I Ð T I L Ö R Y G G I S R Á Ð S I N S
Íslendingar horfa núna til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna; Ísland
er þar í framboði.