Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 60

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 Framboðið er auðvitað hluti af viðleitni okkar Íslendinga til að taka meiri ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi. Við erum eitt ríkasta land í heimi og til slíkra ríkja eru gerðar vissar kröfur í alþjóðasamfélaginu. Síðan hefur það gerst að miklar breytingar hafa átt sér stað í varnar- málum okkar og þess vegna er það ákveðin trygging fyrir hagsmuni Íslands á sviði öryggismála að vera með meiri ábyrgð og þátttöku í alþjóðakerfinu. Íslensk útrás er ekki einungis á viðskiptasviðinu. Við höfum í auknum mæli tekið að okkur flókin alþjóðleg verkefni, t.d. formennsku í Evrópuráðinu, Norðurskautsráðinu, Eystrasaltsráðinu o.m.fl. Öryggisráðið er æðsta stofnunin innan Sameinuðu þjóðanna á sviði öryggismála og þjóðir ná sennilegast ekki lengra í fjölþjóðlegum áhrifum en þangað inn. Björn Bjarnason orðaði þetta ágætlega á sínum tíma, að það að komast inn í öryggisráðið væri líkt því að komast í ólympíulið alþjóðastjórnmálanna.“ - Það hefur verið gagnrýnt hvað þetta framboð kostar og hafa tölur allt að 1 milljarði króna verið nefndar. Hver er hinn raun- verulegi kostnaður við framboðið? „Það hafa ýmsar tölur verið nefndar, en hið rétta er að fjárhagsáætl- unin fyrir framboðið hljóðar upp á um 400 milljónir króna. Það er sá kostnaður sem fer í aðdragandann, eins og kynningarstarf og fleira, og eins við það að sitja í tvö ár í ráðinu. Þegar Geir H. Haarde var utanríkisráðherra óskaði hann eftir endurskoðun á öllum kostn- aðarliðum vegna framboðsins. Það var gert, dregið var úr ýmsum fyrirhuguðum kostnaði og annað endurmetið. Allt saman eðlilegt aðhald. Megnið af útgjöldunum er starfsmannakostnaður yfir margra ára skeið. Þó ber að hafa í huga að þótt tímabundin fjölgun verði hér í fastanefndinni í New York og í ráðuneytinu, verður fækkað á öðrum póstum á meðan. Því má ekki álykta að útgjöld vegna framboðsins þýði sjálfkrafa aukin útgjöld til utanríkisþjónustunnar í heild.“ - Hver er staðan núna með framboðið – hvað er búið að tryggja mörg atkvæði og sýnist þér þetta hafast? „Við erum enn nokkuð íhaldsöm á að gefa upp nákvæmar tölur og það er í sjálfu sér lítið hægt að segja um stöðuna núna annað en að við erum að safna atkvæðum í sarpinn og erum á þessum tímapunkti bjartsýn á að ná öðru sætinu af þeim tveimur sem eru í boði innan Vesturlandahópsins. Það þarf að hafa fyrir því þar sem vinir okkar Tyrkir og Austurríkismenn eru öflugir keppinautar. Auðvitað von- uðumst við og Austurríkismenn eftir því að ekki kæmu fram fleiri framboð og þannig leit það út um hríð þangað til Tyrkir tilkynntu um sitt framboð sem þeir að sjálfsögðu hafa fullan rétt til. En framboðið er með þennan margumrædda sterka norræna vinkil. Við höfum stuðning hinna Norðurlandanna við framboðið og Norðurlöndin fara saman fram í þessu máli. Í þessu kerfi, þar sem norrænar þjóðir hafa komið sér saman um að fara í framboð til skiptis, „rótasjóns“-kerfi, höfum við aldrei áður gefið kost á okkur í öryggisráðið þegar röðin hefur komið að okkur. Við höfum ævinlega svarað því til að við værum ekki tilbúin og höfum unnið fyrir hin Norðurlöndin að þeirra framboðum. Það hefur hins vegar einu sinni áður komið alvarlega til tals að brjóta þá hefð og fara fram. Það var í tíð Geirs Hallgrímssonar sem utanríkisráðherra 1983-86. Þetta var þá rækilega athugað. En niður- staðan var að fara ekki fram í það skiptið, enda gæfist eflaust betra tækifæri síðar.“ - Þú leggur ofuráherslu á þennan norræna vinkil framboðsins. Mun það gera gæfumuninn í kosningunum í október 2008? „Ég legg mikla áherslu á þennan norræna vinkil við framboðið. Þessa norrænu samstöðu. Norðurlöndin eru mjög virt innan SÞ og svo hefur verið frá upphafi. Það þekkja allir hina norrænu ímynd. Norðurlöndin eru þekkt fyrir að standa fast á sínu í mannréttinda- málum og þau hafa lagt mikið af mörkum til friðargæslu og þróunar- samvinnu. Stóra málið er að ímynd Norðurlandanna er sterk og þegar þau standa saman um framboð okkar þá hlýtur það að auka möguleika okkar á góðum úrslitum. Norðurlöndunum hefur alltaf F R A M B O Ð I Ð T I L Ö R Y G G I S R Á Ð S I N S Íslendingar horfa núna til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna; Ísland er þar í framboði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.