Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 69
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 69
Hjá okkur eru skjölin þín geymd við fullkomnar aðstæður í nýju
öruggu húsnæði. Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af
plássleysi, öryggi skjalanna eða því að finna ekki ákveðin skjöl.
Með því að nýta þér þjónustu okkar ert þú komin með
framtíðarlausn.
• Betri nýting á húsnæði þínu.
• Yfirlit yfir öll skjöl í geymslu.
• Minni tími fer í leit.
• Allur kostnaður skjalageymslunnar verður sýnilegur.
Hafðu samband og láttu okkur þjónusta þig.
Ert þú að ganga
frá bókhaldinu
og veist ekki hvar þú átt að geyma það?
Gagnageymslan ehf.
Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík,
sími 587-9800, www. gagnageymslan.is
H J Á L M A R W. H A N N E S S O N S E N D I H E R R A
Hjálmar er fæddur árið 1946 eða sama ár og kona hans;
Anna Birgis. Þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina dóttur og
barnabörnin eru orðin 4 talsins. Þau byrjuðu snemma saman
eins og það heitir og eignuðust sitt fyrsta barn þegar þau voru
aðeins sautján ára. Þau gengu síðan í hjónaband 7. apríl 1966,
tvítug að aldri, þannig að eftir nokkra daga halda þau upp á
41 árs brúðkaupsafmæli sitt. Glæsilegt.
„Hún hefur staðið með mér í þessu eins og klettur í öll
þessi ár. Það gera eflaust ekki allir sér grein fyrir því hve mikið
mæðir oft á mökum í utanríkisþjónustunni. Þegar vel tekst til
eru hjón auðvitað frábært teymi til að kynna land og þjóð. Í
allri landkynningu kemur það í hlut sendiherra að bjóða heim
í veislur á móti og þar mæðir mjög á makanum í undirbún-
ingi, í samræðum og viðmóti við veislugesti. Eigum við ekki
að kalla það óformlegar viðræður. Það er líka gaman að segja
frá því að Anna er núna formaður hóps maka fastafulltrúanna
hjá Sameinuðu þjóðunum – þannig að þar kemur Ísland við
sögu og er óbeint í umræðunni – vilji menn líta þannig á það
í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir,“ segir Hjálmar
W. Hannesson.