Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 77
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 77
keðjuna sem átti 240 búðir og hafði 7.500
manns í vinnu þegar hann seldi hana 1998,
þá 37 ára að aldri.
Salan færði honum 250 milljónir punda
sem urðu undirstaðan fyrir góðgerðastarf-
inu, átaki hans fyrir eflingu frumkvöðlaanda
í heimalandinu og hans eigin fjárfestingum
sem hafa undanfarin ár verið í gegnum West
Coast Capital sem hann stofnaði 2001.
Hunter leggur mikla áherslu á að ungt
fólk átti sig sem fyrst á því að frumkvöðla-
andi geti skilað því áleiðis í viðskiptalífinu
og hefur því lagt mikið af mörkum til að
kynna þessa hlið viðskiptalífsins. Í því skyni
hefur hann tekið upp samstarf við gamla
háskólann sinn, Strathclyde háskólann. Með
fjárframlagi upp á fimm milljónir punda var
stofnuð þar frumkvöðlamiðstöð kennd við
Hunter, Hunter Centre for Entrepreneurs-
hip. Á vegum þessarar miðstöðvar er hægt að
stunda nám í viðskiptafræði og frumkvöðla-
fræðum sem að sögn er eina námsbrautin af
því tagi í Skotlandi. Miðstöðin hefur einnig
staðið fyrir keppni um bestu viðskiptaáætl-
unina.
Hunter hefur sjálfur bent á að frumkvöðla-
hugsun hafi verið meira áberandi í Skotlandi
áður fyrr og nú vill hann endurvekja hana.
Veitir vísast ekki af því atvinnuástand hefur
víða verið bágborið í Skotlandi og þó efna-
hagurinn hafi batnað hafa Skotar til dæmis
ekki tekið jafn hressilega við sér og Írar.
Hunter lætur gjarnan til sín taka í opin-
berri umræðu heima fyrir. Í vor verða kosn-
ingar í Skotlandi og í byrjun ársins stóð
Hunter fyrir ráðstefnu um framtíð lands-
ins. Honum er efst í huga að lögð verði
áhersla á fimm svið: menntun, líftækni,
ferðamennsku, fjármálastarfsemi og vistvæna
orku – reyndar sömu svið og oft er talað um
að Íslendingar eigi góða möguleika á. Hunter
álítur að Skotar geti skarað fram úr á þessum
sviðum ef stjórnmálamenn láti sér ekki bara
nægja „að stefna á meðalmennsku“ eins og
hann hefur sjálfur sagt.
Ætlar ekki að deyja frá auðæfunum
Þegar Tom Hunter hafði selt Sports Division
var honum efst í huga að gera eitthvað fleira
við auðæfin en lifa i vellystingum. Hann setti
ásamt Marion konu sinni á fót The Hunter
Foundation sem einbeitir sér að því að bæta
líf barna, bæði í Skotlandi og eins í þriðja
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
Sir Tom Hunter: Það er ekkert verra en að auðgast – og gera svo ekki neitt.
Hunter er öflugur
talsmaður frumkvöðlastarfs
í viðskiptum,
stundar fjárfestingar
jöfnum höndum við
góðgerðastarfsemi.