Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 98

Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 K YN N IN G SUMARHÚS HÚSASMIÐJAN: Danhaus-sumarhús eftir íslenskum teikningum Um þessar mundir er verið að framleiða sum-arhús eftir teikningum íslenskra arkitekta hjá danska fyr- irtækinu Danhaus í Esbjerg á Jót- landi. Húsasmiðjan hóf innflutning á Danhaus-sumarhúsum á síðasta ári en ákvað síðan að fá íslenska arkitekta til að hanna sumarhús í samræmi við óskir Íslendinga og fá Danhaus til að fjöldaframleiða húsin. Þórhallur Óskarsson, deildarstjóri sérverkefnadeildar Húsasmiðj- unnar, og Páll Emil Beck, ráðgjafi og sölumaður, segja að Danhaus hafi upphaflega frameitt hús fyrir þýskan markað. Það séu mikil meðmæli, enda Þjóðverjar kröfuharðir viðskiptavinir. Framleiðsla Danhaus er mikils metin og fyrirtækið hefur fengið verðlaun, Byg- gesocietetets Gyldne Söm, gyllta naglann, sem er viðurkenning veitt þeim sem framleiða fyrir erlendan markað. Danhaus-húsin sem þegar hafa verið flutt hingað og sett upp hafa hlotið góðar viðtökur. En til eru þeir sem sætta sig ekki fullkomlega við hina íhaldssömu sumarhúsahönnun Dana, t.d. lága veggi og tiltölulega litla glugga. „Því var ákveðið að fara nýjar leiðir. Við fengum til liðs við okkur íslensku arkitektana Jakob Líndal, Kristján Ásgeirsson og Sturlu Þór Jónsson sem hönnuðu sumarhús sem samræmast ýtrustu óskum íslenskra sumarhúsaeigenda. Ferlið hefur tekið nokkurn tíma en nú er „íslenska sumarhúsið“ komið í vinnslu hjá Danhaus. Við gerum ráð fyrir að verða komnir áður en langt um líður með sýningarhús sem fólk getur þá skoðað.“ Hátt til lofts og stórir gluggar Í íslenska Danhaus-sumarhúsinu verða stórir gluggar svo fólki geti notið umhverfisins, en útsýni er Íslendingum mikilvægt. Einnig er hátt til lofts en ekkert svefnloft, enda munu þau vera á nokkru undanhaldi. Sumarhúsið verður smíðað í einingum í Danmörku rétt eins og önnur Danhaus-hús og hingað komin verða þau sett upp af BKR ehf. sem hafa verið sérstaklega fengnir til verksins. Þetta fyrirkomulag tryggir að ábyrgð framleiðandans á húsunum helst, sem einungis gerist með því að þau séu sett upp í samræmi við þeirra reglur. Verktakinn getur komið að uppsetningunni á hvaða stigi sem er, byrjað á því að ganga frá grunni undir húsið eða koma með einingarnar til uppsetningar þegar grunnur og sökklar eru tilbúnir. Innveggir verða alltaf komnir í húsin við afhendingu en síðan geta menn valið hvort þeir fá þau fullgerð þau eða ekki. Í byrjun er gert ráð fyrir að þessi íslensku Danhaus-hús verði framleidd í tveimur stærðum en þau eru hönnuð þannig að auðvelt verður að stækka þau. Hægt verður að fá gestahús og bátaskýli með húsunum. Auðvelt verður að breyta útliti húsanna með því að velja á þau mismunandi klæðningu og því gætu 10 sumarhús risið nálægt hvert öðru en verið gjörólík í útliti. Danhaus framleiðir bæði sumarhús og venjuleg íbúðarhús. Auðvelt er að skoða þau á heimasíðu Danhaus www.dan- haus.dk eða leitað upplýsinga í Húsa- smiðjunni. Tölvuunnar myndir af íslensku Danhaus-húsi að utan og innan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.