Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
K
YN
N
IN
G
SUMARHÚS
EIGNAUMBOÐIÐ:
Ný sparnaðarleið – nýr lífsstíll
Sparnaður er ofarlega í huga margra, ekki síst þeirra sem vilja leggja fyrir til efri áranna. Einn af valkostunum er að fjárfesta í íbúð eða húsi á Spáni. Lengi vel var litið á slík fasteignakaup
sem lúxus sem einungis væri á færi forstjóra eða annarra stórlaxa, en
svo er alls ekki. Nú eru breyttir tímar og auðvelt er að eignast fast-
eign á Spáni og nýta hana og njóta hennar með
fjölskyldunni um leið og eignarhluturinn vex með
afborgunum og hækkandi fasteignaverði á Spáni.
Fáar sparnaðarleiðir eru ánægjulegri.
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá
Eignaumboðinu, segir að þegar fólk sé komið í
eigið húsnæði fari það oft að huga að nýjum sparn-
aðarleiðum. Sumir fjárfesti í verðbréfum en aðrir
vilji gjarnan geta nýtt sparnaðinn strax og aukið með
honum lífsgæði sín og fjölskyldunnar. Það megi gera
með því að kaupa húseign á Spáni sem sé svo sann-
arlega fjölskylduvæn sparnaðarleið og raunhæfur
valkostur og jafnvel ódýrari en sumarbústaður á
Íslandi.
Hækkandi eiginfjárhlutfall Fasteignaverð hefur
hækkað mikið að undanförnu og eiginfjárhlutfall fólks í íbúðarhús-
næði vaxið. Margir vilja nýta tækifærið og eignast annað hús eða íbúð
og þá er Spánn spennandi kostur. Veðráttan er þar miklu betri en hér
og framfærsla aðeins um þriðjungur þess sem hér gerist. Aðalheiður
segir að splunkunýtt 83 fermetra raðhús á tveimur hæðum, með
þremur svefnherbergjum, litlum sérgarði og sameiginlegum sundlaug-
argarði, kosti um 15,8 milljónir króna á Costa Blanca, skammt frá
golfvöllum, verslunum, veitingahúsum, ströndinni og flugvellinum
í Alicante.
Við kaup er hægt að fá allt að 80% af kaupverði lánað á Spáni með
veði í hinni keyptu eign. Lánin eru með ca. 4,75% vöxtum og óverð-
tryggð til allt að 25 ára. Afborgun er um 70.000 kr. á mánuði en á
móti kemur að hægt er að leigja út eignina þegar eigandinn nýtir hana
ekki og afla þannig leigutekna upp í afborganir og kostnað. Leigutekj-
urnar bera aðeins 10% fjármagnstekjuskatt, en ekki
35,72% eins lífeyristekjur.
Húsi á Spáni fylgir nýr lífsstíll og fjölskyldan
nýtur kostanna af fjárfestingunni um leið og verð-
mætið eykst. Ferðalög milli Íslands og Spánar eru
auðveld og ódýr og fjölskyldan getur notið sam-
verustundanna á ströndinni, í golfi, með því að fara
út að borða, ferðast um eða sitja í sólinni í sundlaug-
argarðinum.
Aðalheiður leggur áherslu á mikilvægi þess að
velja einungis nýjar og vandaðar eignir því að óvænt
viðhald getur fylgt eldri eignum. Euromarina, sam-
starfsaðili Eignaumboðsins á Spáni, er í hópi þeirra
bestu sem skipuleggja þar heilu íbúðarhverfin og
reisa vönduð hús þar sem allt er fyrsta flokks og fyr-
irtækið veitir kaupendum húseigna þjónustu ef þess
gerist þörf eftir að kaupin hafa farið fram.
Sparað með því að kaupa hús „Venjulegt fólk getur auðveldlega
valið að spara með því að kaupa húseign á Spáni og nýta hana eða
leigja á meðan verið að borga hana niður. Þegar kemur að eftirlauna-
aldrinum bíður húsið á Spáni, jafnvel skuldlaust. Þá velja margir
að flytja þangað eða dveljast langdvölum í góðu loftslagi, fallegu
umhverfi og þar sem ódýrt er að lifa,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir,
löggiltur fasteignasali.
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.
Eignaumboðið, fast-
eignasala, hefur
mikla reynslu
af fasteignavið-
skiptum, og getur
því veitt fólki ráð,
hvort heldur er
varðandi sölu á
eignum hér eða
kaupum á Spáni.
Tveggja hæða raðhús á Costa Blanca þar sem fjölskyldan getur notið lífsins.