Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 105

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 105
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 105 Öryggismerking Neyðarlínunnar Sumarbústaðurinn: Jólahátíð í vatnsleysi „Í áratugi hneyksluðumst við hjónin á fólki sem átti sumarbústað og dvaldist þar öllum stundum,“ segir Fríða Björnsdóttir blaða- maður. Árið 2000 fóru þau hins vegar að skoða sumarbústaðaauglýs- ingar og eftir mánuð voru þau búin að eignast kofa fyrir austan Þingvallavatn og stendur hann á mosavöxnu hrauni. Fríða segir að eldri borgarar þekki landið sem „Harlem“ vegna þess hve bústaðir voru þar litlir og byggðir af vanefnum. „Eftir viðbætur er bústaðurinn, sem heitir Völusteinn, rúmir 50 fermetrar og í honum eru þrjú svefnherbergi, eldhús, stofa, baðher- bergi og forstofa. Þarna fer vel um fjölskylduna; okkur hjónin, tvö uppkomin börn og þrjá langhunda. Útlit kofans gefur ekki til kynna mikil þægindi en innan dyra skortir ekkert. Hann er hitaður með rafmagni, heitt vatn er í krönum og sturta í baðherberginu, gnægð er af góðu, köldu vatni og það er meira að segja uppþvottavél í eldhúsinu.“ Fjölskyldan eyðir miklum tíma í bústaðnum eða yfir 150 dögum í fyrra. ,,Það besta er að við höfum haldið þarna jól sjö ár í röð og þau síðustu voru nokkuð ævintýraleg. Við komum daginn fyrir Þor- láksmessu og borðuðum svissneskt ostafondu um kvöldið. Þorláks- messa var róleg og sömuleiðis aðfangadagur en þá undirbjuggum við hnetusteikina sem er okkar jólamatur. Vatnið fór um áttaleytið um kvöldið. Hvergi sást ljós en Bergsveinn, maðurinn minn, og sonur okkar, Valur, fóru til að kanna aðstæður í dæluhúsinu. Þar mættu þeir manni sem kunni á búnaðinn. Vatnið kom þó aðeins augnablik í kranana en við náðum vatni í jólakaffið. Fríða Björnsdóttir og dóttir hennar, Vala Ósk, að bíða jólamatarins fyrir nokkrum árum. Ákveðið var að láta vatnsleysið ekki eyðileggja jólahaldið enda eina sem vantaði var vatn í klósettkassann og það var sótt í Þing- vallavatnið. Matarílátin voru sett jafnóðum í lokaðan plastkassa úti á verönd og biðu heimferðar því uppþvottavél er til lítils gagns ef ekkert er vatnið og við nenntum ekki að nota Þingvallavatnið í uppþvottinn. Við nutum jólanna allt fram á annan eins og ekkert hefði í skorist enda ekkert að vanbúnaði með Þingvallavatn við túnfótinn.“ Það getur verið erfitt fyrir slökkvilið, lögreglu og sjúkralið að fá neyðarkall frá sumarbústað og vita ekkert nema að bústaðurinn heitir Efri-hlíð eða Austurgrund. Væntanlega eru fjölmargir bústaðir með sama nafni eða svipuðu og dugar því ekki að nefna nafnið eitt. Til að bæta úr þessu hafði Landssamband sumarhúsaeigenda forgang um að koma á Öryggismerkingum á öll sumarhús í landinu, í samvinnu við Neyðarlínuna, Fast- eignamat ríksins, Vegagerðina og Landmælingar Íslands. Nú er stór hluti sumarbústaða kominn með slíka merkingu og mun það auðvelda mjög allan aðgang ef um neyð er að ræða þar sem aðeins þarf að nefna númer bústaðarins og um leið kemur staðsetningin upp hjá þeim lög- og sjúkragæslu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.