Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 107
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 107
Eignast má draumabílinn
með aðstoð IB
Fyrirtækið IB ehf. á Selfossi er þekkt fyrir innflutning á amer-ískum bifreiðum en vaxandi áhersla er nú hjá fyrirtækinu á innflutningi á auka- og varahlutum um leið og viðgerð-
arþjónusta eykst jafnt og þétt. IB rekur nú undir
sama þaki sérhæft verkstæði og smurstöð fyrir allar
gerðir amerískra bifreiða, verslun með mikið úrval
auka- og varahluta, ásamt bílasölu og bílainnflutn-
ingi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins fara ekki fram hjá
þeim sem leggja leið sína austur á Selfoss þar sem
þær eru að Fossnesi, hægra megin vegar, skömmu
áður en komið er að Ölfusárbrúnni.
IB var stofnað um mitt ár 1996 og er því 11 ára
um þessar mundir. Stofnandi fyrirtækisins, Ingimar
Baldvinsson, hafði þó komið að innflutningi bif-
reiða um nokkurt skeið áður en IB var stofnað. Auk
þess sem IB sérhæfir sig í innflutningi amerískra
bifreiða hefur fyrirtækið frá upphafi flutt inn mikið
af dísil-pallbifreiðum. Ekkert lát virðist vera á eftirspurn eftir þeim
flokki bifreiða, enda mikið af bæði hestamönnum og verktökum
sem þurfa öfluga bíla til nota við starfsemi sína. Nýlega fékk IB svo
umboð fyrir American spirit-hestakerrur og „trailera“ og er því hand-
hægt fyrir hestaáhugafólk að endurnýja allan flotann á sama stað.
Fornbílaaðdáendur nýta sér aðstoð IB IB ehf. reynir
ævinlega að eiga flestar gerðir pallbíla á lager, en að
jafnaði tekur þó ekki nema 3-4 vikur að fá nýjan bíl
að utan. Einnig hefur fyrirtækið tekið að sér að ann-
ast innflutning fyrir fyrirtæki og einstaklinga á notuðum bifreiðum,
t.d. af Ebay og Autotrader. Sú starfsemi hefur aukist jafnt og þétt og
hefur fyrirtækið aðstoðað marga við að eignast með þessum hætti
draumabílinn. Fornbílaaðdáendur hafa t.d. verið
duglegir að nýta sér þetta og hefur IB komið að inn-
flutningi á mörgum fornbílum af öllum stærðum
og gerðum.
Innflutningur dýrari gerða fólksbíla og jeppa
eykst Á heimasíðum IB, www.ib.is og www.
carusais, eru reiknivélar þar sem hægt er að slá
inn verð bíls í dollurum og fá þar endanlegt verð á
honum, komnum til landsins með öllum gjöldum,
skráningu, númeraplötum og tilbúnum á götuna.
Sökum þess hve hagstætt gengi dollarans hefur
verið undanfarið gagnvart evru hefur innflutningur
á dýrari fólksbílum og jeppum frá Ameríku aukist
gríðarlega. Má þar nefna bíla á borð við Audi Q7, Mercedes Benz GL
450 og ML 320 TDI, VW Touareg V10 TDI o.fl.
Umsvif IB ehf. á
Selfossi fara stöðugt
vaxandi. Um þessar
mundir starfa 12
manns hjá IB ehf.
á Selfossi en starfs-
mönnum fer fjölg-
andi í kjölfar vax-
andi umsvifa
IB EHF: