Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 109

Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 109
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 109 Perla Investment leggur megináherslu á að veita kaupendum og eigendum góða þjónustu allt frá því þeir fara að hugleiða húsakaup þar til gengið hefur verið frá kaupum. Eftir að kaupandinn er farinn að nýta húsið til dvalar eða útleigu getur hann enn notið margvís- legrar þjónustu Perlu. Langbestu lánin og lengsti lánstíminn Orri segir að Perla Invest- ment bjóði langbestu fáanleg lán á Spáni. Þar beri öll fasteignalán Evrópuvexti auk álags sem nú er 0,85% svo að vaxtaprósenta sé nú 4,9%. Perla geti útvegað viðskiptavinum allt að 100% bankalán til 40 ára, eða til 85 ára aldurs kaupanda. Ástæða þessara góðu kjara sé það traust og sá styrkur sem fyrirtækið njóti á Spáni. „Við seljum aðeins eignir sem standast 100% bankamat sem er skilyrði fyrir góðum lánskjörum. Ennfremur útvegum við bankaábyrgð á greiðslum fyrir viðskiptavini okkar, óski þeir þess.“ Perla selur aðallega nýtt íbúðarhúsnæði, auk endursölu eigna. Þegar fólk hefur ákveðið hvar það vill vera finna starfsmenn fyrirtæk- isins alltaf hús sem fellur kaupandanum í geð. Verð á fasteignum er dýrast við ströndina og í stórum borgum en verð fer líka alltaf eftir umhverfinu. „Sumt húsnæði og staðir eru leiguvænni en aðrir og verðið annað,“ segir Orri. „Við fasteignakaup verður fólk að huga vel að umhverfinu. Sé húsið ekki í „alfaraleið“ eða fjarri þjónustu kann það að koma niður á leigumöguleikum, þótt eignin geti vissulega verið góð fjárfesting til framtíðar. Viðskiptavinir Perlu á Spáni eru ekki aðeins Íslendingar heldur fólk af ýmsu þjóðerni; Norðmenn, Svíar, Færeyingar, Bretar, Írar og Þjóðverjar, enda ekki hægt að byggja upp jafnviðamikla starfsemi og raun ber vitni til þess eins að selja Íslendingum húseignir.“ Spánverjar kaupa líka mikið af Perlu því að algengt er að fólk í borgum vilji eiga frístundahús nálægt ströndinni. Fjölþætt þjónusta Perlu Perluskrifstofurnar á Spáni eru meira en fasteignasölur. „Við leggjum mikið upp úr aðstoð og þjónustu við viðskiptavini okkar fyrir og eftir húsnæðiskaup,“ segir Auður. „Þjón- ustudeild Perlu veitir alla hugsanlega þjónustu tengda fasteigna- kaupunum og auðveldar fólkið lífið. Við önnumst útleigu fasteigna, samninga við öryggisfyrirtæki, viðhald, ræstingar, útvegum iðn- aðarmenn og ótalmargt fleira. Auk þess bjóðum við viðskiptavinum upplýsingar varðandi innskráningu í landið, skólamál, heilbrigðismál, atvinnuumsóknir, um kaupferli, kostnað við kaup og rekstrarkostnað auk lögfræðiráðgjafar. Á upplýsingablöðum okkar má fræðast um staði þar sem mest er selt af fasteignum og um spænskar borgir og bæi. Þar er líka að finna fróðleik um hátíðahöld á Spáni og fræðslu um Miðjarðarhafið. Loks erum við með ferðaþjónustu, skipuleggjum stuttar og langar ferðir og leiðbeinum fólki svo það geti kynnst Spáni sem best og lært sem mest um umhverfið. Framkvæmdastjóri Perla Investment á Íslandi er Eiríkur Bragason verkfræðingur sem stýrir verkefnum og annast daglega stjórnun. Starfsmenn Perla Investment á Íslandi og á Spáni eru 16 talsins; lög- giltur fasteignasali, lögfræðingar, verkfræðingur, löggiltur endurskoð- andi, fjárfestingaráðgjafar og aðrir starfsmenn, íslenskir og spænskir, en allir íslensku starfsmennirnir á Spáni tala spænsku. Ánægja viðskiptavinanna hefur alltaf verið leiðarljós Perlu Investment. Reynsla Perlu síðustu 10 árin sýnir að kaupendur leggja megináherslu á gæði húseigna, góða staðsetningu og góða þjónustu við eigendur. Starfsmenn Perla Investment á Íslandi, f.v.: Guðlaugur Guðmundsson, Tara Sif Þrastardóttir, Kristín Þórðardóttir, Jóhann Ingvason, Auður Hansen, Orri Ingvason og Arnar Már Ottósson. Eiríkur Bragason framkvæmdastjóri var fjarverandi vegna starfa erlendis. Process c 0, m 27, y 90, k 0 c 95, m 94, y 0, k 4 Grensásvegur 13 108 Reykjavík Sími: 545 0300 Fax: 545 0309 www.perla.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.