Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 110

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 K YN N IN G TEKNÍS: Leggja metnað sinn í að gera hlutina vel A llir sem eiga sumarbústað eða bara hús í borg eða bæ og vilja loka af landi sínu eða lóð með hliði ættu að kynna sér verk málmiðnaðarmannanna í Teknís í Garðabæ. Þar er hægt að fá smíðaðar hliðgrindur og hliðstólpa af öllum stærðum og gerðum og láta síðan skera út nafn bústaðarins, húsnúmer eða götuheiti eftir þörfum. Já, það má meira að segja bjóða gesti velkomna með fallegum orðum sem skorin eru út í plötu í hliðgrindinni.. Jón Þór Sigurðsson er framkvæmdastjóri Teknís. Hann segir að vélsmiðjan sé byggð á gömlum grunni því upphafsmaðurinn hafi verið faðir hans, Sigurður Jónsson, sem stofnaði um 1960 Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar og þá á svipuðum slóðum og Smáral- indin er nú. Vélsmiðja Sigurðar smíðaði mikið af tönkum fyrir olíufélögin „en við höfum víkkað starfsemina töluvert út,“ segir Jón Þór, „þótt Teknís smíði reyndar líka tanka þá hefur fyrirtækið gert fleira, t.d. lagt ryðfrí rör í orkuverið á Hellisheiði, smíðað göngubrúna við Sóltún og ótalmargt annað á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land.“ Jón Þór leggur áherslu á að menn leggi mikinn metnað í störf sín hjá Teknís en þar starfa nú 14 manns. Hliðgrindurnar og fánastengur „Á síðasta ári hófum við framleiðslu sumarhúsahliða og bjóðum nú nokkrar mismunandi útfærslur en hliðeiningunum má raða saman eftir þörfum hvers og eins. Síðan skerum við út nöfn og annað í hliðgrindurnar eftir óskum manna.“ Fánastangir eru einnig meðal þess sem Teknís framleiðir og er óneitanlega töluverður stærðarmunur á verkefnum fyrirtækisins, annars vegar risatankar en hins vegar litlar fánastengur fyrir borðfána. Jón Þór segir að félagi hans í Rotary-klúbbnum í Grafarvogi, Björn Tryggvason, hafi fengið hugmyndina að fánastöng- unum og sé með einkaleyfi á framleiðslunni. Einfalt er að raða fánastöngunum saman þegar ekki er verið að nota þær og taka þær þá ótrúlega lítið pláss. Menn eru að þreifa fyrir sér á markaðinum varðandi sölu á stöngunum og þegar hafa hótel sýnt þeim áhuga, enda þarf oft að stilla upp fjöldamörgum fánum á stöng í ráðstefnu- og fundarsölum. Teknís er með tæki frá ítalska fyrirtækinu Nitty Gritty og með þeim má grafa á málmplötur svo ekkert er einfaldara en að merkja fánastengurnar. Nitty Gritty búnaðurinn er einnig notaður til að hreinsa bláma af ryðfríu stáli eftir suðu. Árið 2005 keypti Teknís tölvustýrða plasma- skurðarvél sem er með því nýjasta á þessu sviði. Vélin getur skorið út hvað sem er úr öllum leiðandi málum og hefur Teknís þjónustað aðrar smiðjur með þessum búnaði. Teknís vinnur aðallega úr svörtu og ryðfríu stáli og einnig úr áli og þá úr efni sem er 3 mm á þykkt eða meira. Málmiðnaðarmenn- irnir hjá Teknís hafa oft unnið til verð- launa. Þar starfar núverandi Íslands- meistari í málm- suðu auk tveggja fyrrverandi Íslands- meistara, en Málm- suðufélag Íslands stendur fyrir árlegri málmsuðukeppni. Fánastengurnar flottu. Jón Þór Sigurðsson framkvæmdastjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.