Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 120
120 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
K
YN
N
IN
G
TENGI:
Sundance Spas rafmagnspottarnir hafa áunnið sér miklar vinsældir hér á landi en Tengi hefur selt pottana í átta ár. „Ef sumarbústaðaeigandi fær sér pott heima á verönd líður ekki á
löngu áður en hann er búinn að fá sér annan pott í sumarbústaðinn,
eða öfugt,“ segir Magnús Andri Hjaltason, sölustjóri
hjá Tengi, „því fólk getur ekki án pottsins verið.“
Pottarnir frá Sundance Spas í Kaliforníu eru
mjög fullkomnir. Þeir eru búnir öflugu nuddi og
fullkomnum hreinsibúnaði og eru vel mótaðir
fyrir líkamann, vel djúpir, tölvustýrðir og sérstakar
stýringar eru fyrir hvert sæti en pottarnir eru fyrir
allt frá eins manns upp í 7-8 manns.Til að nýta sér
allt nuddið þá þarf fólk að færa sig milli sætanna í
pottinum. Þá er endað á eins konar legubekk, með
loft- og vatnsnuddi og meira að segja nuddi fyrir
lófana og þar er hringnum lokað og nuddmeð-
ferðin fullkomin!
Fullkominn hreinsibúnaður Hreinsibúnaðurinn er mjög góður og
gert ráð fyrir að hann sé notaður í ca. eina klukkustund á sólarhring,
en þá hreinsast potturinn sjálfur, nuddbúnaðurinn og annað sem í
honum er. Auk þess eru settar klórtöflur í pottinn og hann er búinn
ósonkerfi sem er hluti af hreinsibúnaðinum þannig að vatnið í pott-
inum er alltaf hreint og tært.
Pottarnir eru mjög vel einangraðir og koma með viðhaldsfrírri
klæðningu sem fæst í fjórum litum. Yfir þeim er tvískipt lok sem auð-
velt er að lyfta en einnig má fá sérstakan lyftibúnað fyrir það. Lokið er
mjög vel einangrað svo að varmatap í pottinum verður mjög lítið.
Fossniður og tónlist Það eina sem gera þarf til
að undirbúa komu pottsins er að hafa undirstöður
góðar hvort sem hann er settur á sólpall, svalir eða á
jörðina. Potturinn er fylltur af vatni og settur í sam-
band við rafmagn og um leið byrjar hann að hita
vatnið. En hér hafa ekki allir kostir Sundance Spas
pottanna verið taldir upp. Þá má fá með ljósum og
ilmkerfi. Ilmkúlur eru settar í þar til gerðan tank og
þegar loftnuddið er sett í gang fyllist loftið angan.
Sumir pottar eru með rennandi fossi svo hlusta má
á fossnið og eins er mögulegt að fá útvarp/geislaspil-
ara og tengi fyrir i-pod í pottinn. Hreinsun, nuddi
og hita er stýrt með tölvu úr stjórnborði pottins.
Magnús Andri segir að ævinlega séu til á lager 3-4 útgáfur af
pottunum en alls fást einar 9 gerðir og 10 litir. Hann segir líka að
5-6 manna pottar séu algengastir. Íslenskur bæklingur fylgir hverjum
potti og Tengi er með rafvirkja á sínum snærum sem hefur kynnt sér
meðferð pottanna og er til þjónustu reiðubúinn ef á þarf að halda.
Sundance Spas pottarnir kosta frá 580 þúsund kr. með nuddi, ljósum,
einangrun, klæðningu utan um pottinn og yfirbreiðslu.
Rafmagnspott-
arnir frá Sundance
Spas hafa verið
framleiddir í tæp
30 ár og eru mjög
vinsælir hér. Skoða
má pottana á www.
sundancespa.com
Sundance Spas á pallinn
heima og í sveitinni
Magnús Andri Hjaltason sölustjóri við einn af pottunum í Tengi.