Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 131
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 131
Þekkingardagur Félags viðskiptafræðinga og
hagfræðinga, FVH, sem haldinn var nýlega,
bar yfirskriftina „samrunar og yfirtökur“.
Ráðstefnan tókst afar vel og náði hápunkti
þegar þekkingarverðlaun FVH voru afhent.
Þetta var í sjöunda sinn sem Félag við-
skiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir
Íslenska þekkingardeginum þar sem veitt eru
þekkingarverðlaun.
Actavis hlaut þekkingarverðlaunin
að þessu sinni og var það í þriðja sinn
sem félaginu áskotnast þessi heiður. Andri
Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, var
útnefndur viðskiptafræðingur ársins. Að
þessu sinni ákvað félagið að vera með sérstök
heiðursverðlaun en þau fólust í því að Árni
Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda
og fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands,
var gerður að heiðursfélaga í félaginu. Margir
viðskiptafræðingar líta svo á að Árni sé eins
konar guðfaðir viðskiptanáms á Íslandi. Geir
H. Haarde forsætisráðherra afhenti verð-
launin. Ráðstefnustjóri var Bjarni Benedikts-
son alþingisþingmaður.
Tveir erlendir gestafyrirlesarar fluttu erindi
á þekkingardeginum. Annar þeirra var dr.
Ralph A. Walking, heimsþekktur prófessor
á sínu sviði. Hann hefur m.a. unnið með
fjölda stjórnenda Fortune 500 fyrirtækja og
verið vitnað í hann í fjölmörgum blöðum og
tímaritum. Hinn var Scott Moeller prófessor,
sérfræðingur í yfirtökum hjá Cass Business
School í London.
Þrír íslenskir fyrirlesarar voru á ráðstefn-
unni. Hreiðar Már Guðjónsson, fjárfestir
Novator, Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri
Icepharma, og Erlendur Hjaltason, forstjóri
Exista.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, formaður
FVH, setti ráðstefnuna. Hann fylgdi heið-
ursverðlaunum úr hlaði sem og verðlaun-
unum til viðskiptafræðings ársins.
Við skulum byrja á að rýna í ræðu Þrastar
Olafs um Árna Vilhjálmsson.
ÁRNI VILHJÁLMSSON
HEIÐURSFÉLAGI
Þröstur Olaf Sigurjónsson, formaður FVH,
sagði m.a. þetta þegar Árna Vilhjálmsson,
fyrrverandi prófessor, var gerður að heið-
ursfélaga:
„Það er okkur í FVH mikill heiður og
sönn ánægja að fá að gera að heiðursfélaga
viðskiptafræðing sem hefur bæði fóstrað
okkur flest og unnið að framförum á sviði
viðskiptalífsins í yfir hálfa öld.
Við þekkjum hann sem prófessor við við-
skiptadeild Háskóla Íslands. Hann kenndi
okkur að verðmeta skuldabréf, hlutabréf og
fyrirtæki. Það hefur klárlega gagnast strák-
unum sem nú stýra íslensku bönkunum.
Leyndardóma rekstrarhagfræðinnar opnaði
hann fyrir okkur og sýnist mér að nem-
endum hans, sem nú vinna úr yfirtökum
síðustu missera og kreista fram samlegð, sé að
takast ágætlega upp. Við stikuðum jafnframt
saman stefnumótunina og sýnist manni nú
Þ E K K I N G A R D A G U R F V H
ÞEKKINGARDAGUR FVH:
Árni Vilhjálmsson
heiðursfélagi FVH
Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda og fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, var gerður að heiðursfélaga FVH.
UM ÁRNA VILHJÁLMSSON
„Það er okkur í FVH
mikill heiður og sönn
ánægja að fá að gera
að heiðursfélaga
viðskiptafræðing sem
hefur bæði fóstrað
okkur flest og unnið
að framförum á sviði
viðskiptalífsins í yfir
hálfa öld.“