Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 131

Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 131
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 131 Þekkingardagur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH, sem haldinn var nýlega, bar yfirskriftina „samrunar og yfirtökur“. Ráðstefnan tókst afar vel og náði hápunkti þegar þekkingarverðlaun FVH voru afhent. Þetta var í sjöunda sinn sem Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir Íslenska þekkingardeginum þar sem veitt eru þekkingarverðlaun. Actavis hlaut þekkingarverðlaunin að þessu sinni og var það í þriðja sinn sem félaginu áskotnast þessi heiður. Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, var útnefndur viðskiptafræðingur ársins. Að þessu sinni ákvað félagið að vera með sérstök heiðursverðlaun en þau fólust í því að Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda og fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, var gerður að heiðursfélaga í félaginu. Margir viðskiptafræðingar líta svo á að Árni sé eins konar guðfaðir viðskiptanáms á Íslandi. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti verð- launin. Ráðstefnustjóri var Bjarni Benedikts- son alþingisþingmaður. Tveir erlendir gestafyrirlesarar fluttu erindi á þekkingardeginum. Annar þeirra var dr. Ralph A. Walking, heimsþekktur prófessor á sínu sviði. Hann hefur m.a. unnið með fjölda stjórnenda Fortune 500 fyrirtækja og verið vitnað í hann í fjölmörgum blöðum og tímaritum. Hinn var Scott Moeller prófessor, sérfræðingur í yfirtökum hjá Cass Business School í London. Þrír íslenskir fyrirlesarar voru á ráðstefn- unni. Hreiðar Már Guðjónsson, fjárfestir Novator, Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista. Þröstur Olaf Sigurjónsson, formaður FVH, setti ráðstefnuna. Hann fylgdi heið- ursverðlaunum úr hlaði sem og verðlaun- unum til viðskiptafræðings ársins. Við skulum byrja á að rýna í ræðu Þrastar Olafs um Árna Vilhjálmsson. ÁRNI VILHJÁLMSSON HEIÐURSFÉLAGI Þröstur Olaf Sigurjónsson, formaður FVH, sagði m.a. þetta þegar Árna Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor, var gerður að heið- ursfélaga: „Það er okkur í FVH mikill heiður og sönn ánægja að fá að gera að heiðursfélaga viðskiptafræðing sem hefur bæði fóstrað okkur flest og unnið að framförum á sviði viðskiptalífsins í yfir hálfa öld. Við þekkjum hann sem prófessor við við- skiptadeild Háskóla Íslands. Hann kenndi okkur að verðmeta skuldabréf, hlutabréf og fyrirtæki. Það hefur klárlega gagnast strák- unum sem nú stýra íslensku bönkunum. Leyndardóma rekstrarhagfræðinnar opnaði hann fyrir okkur og sýnist mér að nem- endum hans, sem nú vinna úr yfirtökum síðustu missera og kreista fram samlegð, sé að takast ágætlega upp. Við stikuðum jafnframt saman stefnumótunina og sýnist manni nú Þ E K K I N G A R D A G U R F V H ÞEKKINGARDAGUR FVH: Árni Vilhjálmsson heiðursfélagi FVH Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda og fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, var gerður að heiðursfélaga FVH. UM ÁRNA VILHJÁLMSSON „Það er okkur í FVH mikill heiður og sönn ánægja að fá að gera að heiðursfélaga viðskiptafræðing sem hefur bæði fóstrað okkur flest og unnið að framförum á sviði viðskiptalífsins í yfir hálfa öld.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.