Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 132
132 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
í fjárfestingargleði bæði banka og annarra
útrásarfyrirtækja að skýr stefna fylgi sýn.
Við þekkjum hann ekki síður fyrir þátt-
töku hans í viðskiptalífinu. Hann hefur setið
í stjórnum fjölmargra íslenskra fyrirtækja
og unnið jafnframt óeigingjarnt starf fyrir
hönd ríkis og stofnana. Það eru verkefni sem
ná allt frá því að koma böndum yfir vanda
veiðarfæraiðnaðarins fyrir um hálfri öld til
þess að meta hvort ýmissi framleiðslu- og
þjónustustarfsemi, sem hið opinbera hefur
með höndum, sé betur fyrir komið hjá ein-
staklingum.
Hann hefur séð til þess að þegar kvölda fer
höfum við hollt lesefni í höndum. Útgefnar
bækur hans eru meðal annars um greiningu
ársreikninga, um skattlagningu hlutafélaga,
þættir um fjármál fyrirtækja og síðan fjöl-
margar greinar um reikningshald og stjórnun
fyrirtækja.
Prófessorinn okkar varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951.
Cand. oecon. frá HÍ 1954, AM í þjóðhag-
fræði við Harvard háskóla 1957, og svo kjör-
inn heiðursdoktor í viðskiptadeild Háskóla
Íslands 2001.
Prófessorinn okkar er vitanlega Árni Vil-
hjálmsson.
Mig langar til þess að þakka þér fyrir allt
það sem þú hefur fært okkur. Viltu vera svo
vænn að veita viðtöku nafnbótinni „heiðurs-
félagi FVH“! Okkur langar að gefa þér
listaverk eftir Sigrúnu Láru Shanko, mynd
sem hefur að geyma Mímisbrunn, en eins
og menn þekkja er það brunnur viskunnar.
Rætur Yggdrasils liggja umhverfis brunninn
eins og við teljum að viska þín hefur skotið
rótum meðal þinna nemenda. Viltu vera
svo vænn að koma hér upp á sviðið og veita
viðurkenningunni viðtöku.“
Þ E K K I N G A R D A G U R F V H
UM ANDRA MÁ INGÓLFSSON
Hann hóf sjálfstæðan rekstur fyrir
um fimmtán árum með tvær hendur
tómar. En fyrir fimm árum var lögð
til grundvallar ný framtíðarsýn.
Bjarni Benediktsson alþingismaður var ráðstefnustjóri.
Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmda-
stjóri Parlogis.
Dr. Ralph A. Walking, heimsþekktur prófessor við Drexel háskóla, var gesta-
fyrirlesari. Hann hefur m.a. unnið með fjölda stjórnenda Fortune 500 fyrirtækja.