Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 134
134 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
ACTAVIS
FÆR ÞEKKINGARVERÐLAUNIN
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður
dómnefndar um Íslensku þekkingarverð-
launin, sagði m.a. þetta í ávarpi sínu þegar
hann fylgdi verðlaununum úr hlaði:
„Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til þekk-
ingarverðlauna Félags viðskiptafræðinga og
hagfræðinga og mun ég nú nefna þessi þrjú
fyrirtæki í stafsrófsröð. Þau eru: Actavis,
Marel og Össur.
Dómnefndin studdist við helstu þætti
sem almennt eru taldir til bestu aðferða
í samruna og yfirtökum. Ennfremur var
miðað við að viðkomandi fyrirtæki væru
leiðandi á sínu sviði í heiminum.
Eftirtaldir þættir voru skoðaðir; fjöldi
yfirtekinna fyrirtækja, flækjustig og stærð,
vöxtur í starfsmannafjölda, framtíðarsýn,
stefna og markmið með samrunanum og
yfirtökunni. Samþætting og innleiðing
stefnu í ferlinu ásamt því hvernig unnið
hefur verið með gildi og fyrirtækjamenningu
ásamt yfirfærslu þess.
Skoðuð voru samlegðaráhrif og hvernig
fyrirtækin meta þau. Helstu mælikvarðar
ávinnings voru metnir svo sem markaðs-
hlutdeild og kostnaðarhagræðing. Einnig
var skoðað hvaða þættir hafa mest áhrif á
fyrirtæki sem taka á yfir eða sameina, sama
gilti um val á mörkuðum. Hugað var líka
að því hvernig til hefur tekist með starfs-
mannafestu þ.e. hvernig gengið hefur að
halda í lykilstarfsmenn og hvort aðferðir
breytingastjórnunar hafa verið notaðar.
Fyrirtækið sem fær þekkingarverðlaun
Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
hefur vaxið mjög hratt á síðustu misserum
og hefur það fært hluthöfum sínum mikinn
ávinning og náð að festa sig í sessi sem fram-
úrskarandi fyrirtæki á sínu sviði.
Þ E K K I N G A R D A G U R F V H
UM ACTAVIS
Út frá bestu
aðferðum um
samruna og
yfirtökur er óhætt
að segja að hér
sé um fyrirtæki á
heimsmælikvarða
að ræða.
Geir Haarde forsætisráðherra afhendir hér Jóni Gunnari Jónssyni, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi,
Íslensku þekkingarverðlaunin.
Ragnar Þór Guðgeirsson, forstjóri Capacent
og fyrrverandi formaður FVH.