Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 146
146 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Á síðari hluta sjöunda áratugarins hélt einstaklega slægur raðmorð-ingi, sem gekk undir nafninu Zodiac (Dýrahringurinn), íbúum San Francisco nánast í gíslingu. Gerði hann lögreglunni og öðrum
þeim sem reyndu að hafa uppi á honum lífið leitt með því að senda
bréf, sem oftar en ekki voru á dulmáli, til blaða og lögreglu þar sem
hann gaf ýmsar vísbendingar um tilveru sína og hvar mætti leita og
hvað hann ætlaði að gera næst. Kom hann víða við í skrifum sínum og
í einu þeirra segir hann að lögreglan hafi verið klaufsk að ná honum
ekki eftir eitt morðið. Í heild sagðist hann hafa drepið 13 manns.
Raðmorðinginn hóf ekki að senda bréfin fyrr en 1969 en þá komu
nokkur bréf á skömmum tíma. Í síðasta bréfinu frá 7. nóvember 1969
segir hann að hér eftir muni hann ekki tilkynna einum eða neinum
hvenær hann hyggist myrða næst og ekki láta vita af morðum eftir á:
„Þau munu líta út eins og venjuleg ránsmorð, dráp í reiðikasti eða líta
út eins og slys.“ Eftir að raðmorðinginn sendi þetta bréf hefur ekki
heyrst frá honum og enginn veit fyrir víst hvort hann hefur hætt að
myrða eða haldið áfram iðju sinni, nóg er um óupplýst morð í San
Francisco.
Helteknir af morðingjanum Kvikmyndir og sjónvarpsmyndir hafa
verið gerðar um Zodiac og sú síðasta, sem ekki þótti merkileg, leit
dagsins ljós í fyrra og hét The Zodiac. Það hindraði ekki David Finch-
er (Seven, Fight Club) í að gera enn eina myndina og í Zodiac lýsir
hann framgöngu fjögurra manna, tveggja lögreglumanna og tveggja
blaðamanna, sem lögðu allt í sölurnar til að leysa málið. Hafði sú leit
afgerandi áhrif á líf þeirra allra og urðu þeir svo uppteknir af að reyna
að ráða í bréfin sem raðmorðinginn sendi að með tímanum urðu þeir
nánast eins og afturgöngur af sjálfum sér í augum þeirra sem þekktu
til þeirra.
Þrír af mönnunum fjórum, lögreglumennirnir Dave Toschi
(Mark Ruffalo), William Armstrong (Anthony Edwards) og rann-
sóknarblaðamaðurinn Paul Avery (Robert Downey jr.) urðu þekktir
vegna þátttöku sinnar í leitinni að raðmorðingjanum, en sá fjórði,
teiknimyndahöfundurinn Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal), hélt
sig til hliðar, en það var einmitt hann sem réð dulmálið. Þegar leitin
var í algleymingi þóttust þeir vita hver morðinginn var en höfðu ekki
eitt einasta sönnunargagn undir höndum. Handrit myndarinnar er
byggt á bók eftir Robert Graysmith.
Eftir að síðasta bréfið hafði borist og leitin bar engan árangur má
segja að gefist hafi verið upp. Toschi, sem naut hvað mestrar frægðar,
hélt áfram sínu striki en náði aldrei sama ljómanum. Þess má geta
að persónan Harry Gallaghan, sem Clint Eastwood gerði ódauðlega
í Dirty Harry og fleiri myndum, er byggð á Dave Toschi og einnig
aðalpersónan í sjónvarpsseríunni Streets of San Francisco, sem Michael
Douglas lék. William Armstrong náði sér heldur ekki aftur á strik.
Paul Avery hætti á San Francisco Chronicle, gjörsamlega búinn með
allt þrek. Sá eini af fjórmenningunum sem gafst ekki upp var Robert
Graysmith, knúinn áfram af þörfinni að finna hver morðinginn var.
David Fincher Zodiac er sjötta kvikmynd David Fincher. Áður en
Fincher hóf innreið sína í kvikmyndirnar fyrir fjórtán árum var hann
einn eftirsóttasti leikstjóri tónlistarmyndbanda og gerði garðinn
TEXTI: HILMAR KARLSSON
KVIKMYNDIR
LÖGREGLA OG BLAÐAMENN
Í LEIT AÐ RAÐMORÐINGJA
ZODIAC Blaðamennirnir Paul Avery (Robert Downey jr.) og Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal)
rýna í bréfin frá raðmorðingjanum.