Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 149
Æskumyndin er af Steingrími
Jóhanni Sigfússyni, alþing-
ismanni og formanni Vinstri
hreyfingarinnar – græns
framboðs. Hann var um
sex ára þegar myndin var
tekin og situr hann á einum
af „barnahestunum“ á
Gunnarsstöðum á þessum
árum. „Barnahestar voru
þægir og hrekklausir klárar
gjarnan kallaðir sem létu sér
lynda að krakkar þvældust á
þeim bæði sér til skemmt-
unar eða til að spara sér
sporin. Fyrir kom þó að þeir
fengu nóg af slíku og los-
uðu sig þá einfaldlega við
knapann en aldrei man ég
eftir neinum óhöppum í kring
um það. Litli-Gráni sem ég
sit þarna á gat einmitt átt
það til að velta manni af ef
honum leiddist þófið en það
gerði hann ævinlega varlega
og á öruggum stað svo ekki
hlutust nein meiðsli af.
Myndin var tekin á
hlaðinu á milli bæjanna en
á Gunnarsstöðum var tvíbýlt
og margt um manninn eins
og bæði fyrr og síðar. Húsið
sem sér í er íbúðarhúsið
á Gunnarsstöðum II. þar
sem frændfólk mitt bjó og
konan á myndinni er Þuríður
Árnadóttir, afasystir mín.
Ein af forrréttindunum, sem
því fylgdu að alast upp á
stórum, margbýlum og fjöl-
mennum bóndabæ, var sam-
búð allra kynslóða þar sem
ungir sem aldnir voru saman
í leik og starfi. Tæpast gæti
ég hugsað mér eftirsóknar-
verðara, skemmtilegra og
meira þroskandi umhverfi til
að alast upp í en það sem
ég fékk að njóta.“
Æskumyndin:
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 149
Líkamsrækt:
LANGTÍMAFJÁRFESTING
Nanna Herborg Tómadóttir, for-
stöðumaður ferlastýringar hjá
Eimskip, hefur verið í íþróttum
síðan hún var stelpa. Hún
segir að fótbolti hafi alltaf
verið efstur á vinsældalist-
anum. Hún spilar innanhúss-
fótbolta einu sinni í viku með
„KR old girls“ auk þess sem
hún fer í líkamrækt í líkams-
ræktarstöðinni í Salalaug alla
virka morgna.
„Mér finnst dagurinn ekki
byrja alveg rétt ef ég sleppi að
mæta. Það er lykilatriði fyrir
mig að stunda reglulega lík-
ams- og heilsurækt; mér líður
einfaldlega ekki vel ef ég hreyfi
mig ekki reglulega. Lífið og
allar aðgerðir verða einfaldari,
auðveldari og skemmtilegri
ef maður hreyfir sig reglulega
og er í góðu líkamlegu formi.
Áhrifin eru víðtæk og jákvæð
fyrir líkamlega og andlega
vellíðan.“ Nanna nefnir í þessu
sambandi aukið úthald, betri
einbeitingu, ferskari og skýrari
hugsun og jákvætt lífsviðhorf
auk þess sem þetta hafi fyrir-
byggjandi áhrif á streitu. ,,Ég
tel að hvers konar líkams- og
heilsurækt sé lífsstíll sem allir
ættu að tileinka sér og það
geta allir fundið eitthvað við sitt
hæfi í þeim efnum. Við erum
alltaf að fjárfesta og flestir
greiða reglulega í lífeyrissjóði
og leggja fyrir til efri áranna.
Líkams- og heilsurækt færir
vellíðan í núinu og er um leið
langtímafjárfesting sem eykur
líkur manns á að njóta efri
áranna.“
Nanna Herborg Tómasdóttir. „Líkams- og heilsurækt færir vellíðan í
núinu og er um leið langtímafjárfesting sem eykur líkur manns á að
njóta efri áranna.“
Steingrímur J. Sigfússon.