Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 149

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 149
Æskumyndin er af Steingrími Jóhanni Sigfússyni, alþing- ismanni og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hann var um sex ára þegar myndin var tekin og situr hann á einum af „barnahestunum“ á Gunnarsstöðum á þessum árum. „Barnahestar voru þægir og hrekklausir klárar gjarnan kallaðir sem létu sér lynda að krakkar þvældust á þeim bæði sér til skemmt- unar eða til að spara sér sporin. Fyrir kom þó að þeir fengu nóg af slíku og los- uðu sig þá einfaldlega við knapann en aldrei man ég eftir neinum óhöppum í kring um það. Litli-Gráni sem ég sit þarna á gat einmitt átt það til að velta manni af ef honum leiddist þófið en það gerði hann ævinlega varlega og á öruggum stað svo ekki hlutust nein meiðsli af. Myndin var tekin á hlaðinu á milli bæjanna en á Gunnarsstöðum var tvíbýlt og margt um manninn eins og bæði fyrr og síðar. Húsið sem sér í er íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum II. þar sem frændfólk mitt bjó og konan á myndinni er Þuríður Árnadóttir, afasystir mín. Ein af forrréttindunum, sem því fylgdu að alast upp á stórum, margbýlum og fjöl- mennum bóndabæ, var sam- búð allra kynslóða þar sem ungir sem aldnir voru saman í leik og starfi. Tæpast gæti ég hugsað mér eftirsóknar- verðara, skemmtilegra og meira þroskandi umhverfi til að alast upp í en það sem ég fékk að njóta.“ Æskumyndin: F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 149 Líkamsrækt: LANGTÍMAFJÁRFESTING Nanna Herborg Tómadóttir, for- stöðumaður ferlastýringar hjá Eimskip, hefur verið í íþróttum síðan hún var stelpa. Hún segir að fótbolti hafi alltaf verið efstur á vinsældalist- anum. Hún spilar innanhúss- fótbolta einu sinni í viku með „KR old girls“ auk þess sem hún fer í líkamrækt í líkams- ræktarstöðinni í Salalaug alla virka morgna. „Mér finnst dagurinn ekki byrja alveg rétt ef ég sleppi að mæta. Það er lykilatriði fyrir mig að stunda reglulega lík- ams- og heilsurækt; mér líður einfaldlega ekki vel ef ég hreyfi mig ekki reglulega. Lífið og allar aðgerðir verða einfaldari, auðveldari og skemmtilegri ef maður hreyfir sig reglulega og er í góðu líkamlegu formi. Áhrifin eru víðtæk og jákvæð fyrir líkamlega og andlega vellíðan.“ Nanna nefnir í þessu sambandi aukið úthald, betri einbeitingu, ferskari og skýrari hugsun og jákvætt lífsviðhorf auk þess sem þetta hafi fyrir- byggjandi áhrif á streitu. ,,Ég tel að hvers konar líkams- og heilsurækt sé lífsstíll sem allir ættu að tileinka sér og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í þeim efnum. Við erum alltaf að fjárfesta og flestir greiða reglulega í lífeyrissjóði og leggja fyrir til efri áranna. Líkams- og heilsurækt færir vellíðan í núinu og er um leið langtímafjárfesting sem eykur líkur manns á að njóta efri áranna.“ Nanna Herborg Tómasdóttir. „Líkams- og heilsurækt færir vellíðan í núinu og er um leið langtímafjárfesting sem eykur líkur manns á að njóta efri áranna.“ Steingrímur J. Sigfússon.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.