Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 152

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 152
FÓLK endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands KRISTÍN JÓNSDÓTTIR TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Endurmenntun Háskóla Íslands hefur starfað í 23 ár og verið leiðandi í end- urmenntun landsmanna frá upp- hafi og er stærsta endurmennt- unarstofnun landsins. Kristín Jónsdóttir er forstöðumaður stofnunarinnar: „Í mínum verka- hring er að leiða og samræma starfið sem hér fer fram. Við erum fimmtán sem störfum við stofnunina auk fjölmargra laus- ráðinna kennara á hinum ýmsu námskeiðum og er fjölbreytnin mikil þegar kemur að vali á nám- skeiðum. Ég ber einnig ábyrgð á rekstrinum og er í samstarfi við marga aðila, meðal annars aðrar deildir Háskóla Íslands sem og aðila á vinnumarkaðinum.“ Kristín segir að námskeiðin séu í stanslausri endurskoðun og flest sem eru í boði séu ný: „Stærstu námskeiðin, sem eru jafnvel með hundrað manns, eru nokkur og þar má nefna forn- sögurnar sem Magnús Jónsson sér um. Þverfræðileg námskeið á heilbrigðissviði, sem oft eru tengt ákveðnum sjúkdómum, eru einnig vel sótt, en að þeim koma allar stéttir í heilbrigðisgeiranum. Stök námskeið á meistarastigi, ekki síst á sviði viðskipta og fjár- mála, eru vinsæl, nemendum þar hefur fjölgað mjög og erum við með á yfirstandandi misseri 20 námskeið á því sviði. Þá er vert að nefna námskeiðaröðina „Vísindi fyrir fjölskyldur“ sem við fórum af stað með í fyrra í samstarfi við Vísindavefinn og Orkuveituna og náðu þau námskeið strax miklum vinsældum.“ Sambýlismaður Kristínar er Kristján Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá Marel. Eftir að Kristín lauk námi við Kennaraháskóla Íslands 1985 lá leið hennar til Bandaríkjanna þar sem hún lauk mastersnámi í kennslufræðum ásamt námi í viðskiptum. Kristín er nú í dokt- orsnámi í leiðtogafræðum við háskólann í Phoenix í Bandaríkj- unum með starfi sínu hjá End- urmenntun: „Ég er sem sagt sjálf að gera það sem ég býð öðrum, að vera í námi samhliða því að vera í fullu starfi og líkar það vel.“ Kristín hefur verið endur- menntunarstjóri Háskóla Íslands í níu ár: „Áður var ég lengst af fræðslustjóri hjá Eimskip og síðan starfsmannastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu áður en ég hóf störf sem endurmenntunarstjóri HÍ. Það má einnig geta þess að eftir að ég lauk námi í Bandaríkj- unum réð ég mig til Boeing verk- smiðjanna til að semja námsefni fyrir flugmenn.“ Þegar kemur að áhugamálum þá er Dómkórinn í Reykjavík ofarlega á blaði. „Að syngja í Dómkórnum er mér hvíld frá krefjandi starfi. Þar nýt ég þess að syngja falleg og skemmtileg verk með frábæru fólki og þarf ekki að taka neinar ákvarðanir. Við Kristján erum með sum- arbústað í landi Efri-Reykja við Brúará og þar dveljum við þegar tími gefst til.“ Gönguferðir eru einnig vinsælar hjá Kristínu. „Við búum nánast í Elliðaárdalnum og förum mikið í gönguferðir um hann.“ Framundan hjá Kristínu er ferð til Vancouver í Kanada. „Ég ætla að sækja ráðstefnu sem er á vegum samtaka endurmennt- unarstjóra í Bandaríkjunum. Þar verður ýmislegt forvitnilegt kynnt sem ætti að nýtast okkur. Verður gaman að koma aftur á þessar slóðir sem segja má að séu mínar gömlu heimaslóðir frá því ég var í námi.“ Kristín Jónsdóttir: „Að syngja í Dómkórnum er mér hvíld frá krefjandi starfi.“ 152 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 Nafn: Kristín Jónsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 15. janúar 1961. Foreldrar: Kristín Svanhildur Njarðvík og Jón Bergþórsson. Maki: Kristján Þorsteinsson. Börn: Halldór Arnþórsson, 15 ára. Menntun: M.Ed.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.