Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 153
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 153
FÓLK
Skúli J. Björnsson er fram-kvæmdastjóri Sportís og nýkjörinn formaður
Félags íslenskra stórkaupmanna.
Sportís hefur haslað sér völl á
sviði sportfatnaðar, en er einnig
að versla með aðrar vörur: „Við
stofnuðum Sportís 1983. Mark-
miðið var strax í upphafi að
flytja inn vandaðan sportfatnað
og barnafatnað og var byrjað
smátt í bílskúrnum heima. Við
höfum síðan verið að vaxa smátt
og smátt og stóra stökkið kom
þegar við tókum við Cintam-
ani vörumerkinu 1999. Höfum
síðan verið að byggja fyrirtækið
upp í kringum það. Við hönnum
fatnaðinn sjálf, framleiðum hann
og seljum í okkar eigin verslun
að Austurhrauni 3, en þar höfum
við komið okkur vel fyrir og
erum nýbúin að stækka við okkur
húsnæðið. Einnig er Cintamani
fatnaðurinn seldur í öllum helstu
verslunum landsins sem versla
með sport- og útivistarfatnað.
Þá erum við erum að fikra okkur
áfram í útflutningi og þar eru
ýmis tækifæri þó að samkeppnin
sé mikil í sportfatnaði.“
Sem framkvæmdastjóri Sportís
er Skúli mikið í útlöndum og sér-
staklega eftir að farið var að koma
Cintamani á erlendan markað.
„Þegar verið er að vinna sig inn
á markaði þarf að fylgjast vel
með, koma vörunni á framfæri
og fara á vörusýningar og það
kostar mikil ferðalög. Við höfum
einbeitt okkur að Evrópulöndum
en erum að athuga markaði í
Bandaríkjunum og Kanada. Í
haust verður opnuð Cintamani
deild í Magazin du Nord í Kaup-
mannahöfn.“
„Eftir að hafa lokið stúdents-
prófi í MH 1973 fór ég að vinna
í Landsbankanum en ætlaði mér
í áframhaldandi nám og skráði
mig í Háskóla Íslands. Þar þreif-
aði ég fyrir mér í lögfræði og
viðskiptafræði en lauk aldrei námi
enda á þessum árum kominn með
eiginkonu og börn. Ég fór út á
vinnumarkaðinn og var aðstoðar-
maður framkvæmdastjóra hjá
Gráfeldi í fimm ár og forstöðu-
maður félagsmiðastöðvar í fjögur
ár eða þangað til við stofnuðum
Sportís.
Eiginkona Skúla er Anna
Sigríður Garðarsdóttir og eiga
þau fjögur börn. „Anna vinnur
í fyrirtækinu og það gera einnig
tvær dætur mínar, Elva Rósa sem
stjórnar hönnunardeildinni og
Sigrún Kristín sem er í verslun-
inni.“
Helsta áhugamál Skúla er tón-
list. „Um nokkurt skeið á yngri
árum lék ég í hljómsveitum og
hef aldrei losnað við tónlistarbakt-
eríuna þó að ég spili ekki opinber-
lega. Við eigum sumarbústað sem
er gott afdrep fyrir fjölskylduna
og höfum gaman af að ferðast
saman, en það er erfitt fyrir mig að
nefna ferðalög sem áhugamál þar
sem ég er langmest í ferðalögum
á vegum vinnunnar. Það er samt
gott að slaka á með fjölskyldunni
á ferðlagi án þess að vera alltaf að
hugsa um vinnuna.“
Skúli var kosinn í stjórn Félags
íslenskra stórkaupmanna, FÍS,
árið 2003 og tók við formanns-
embættinu á þessu ári. „Ég hef
alltaf haft gaman af að stússast
í félagsmálum og hef auk félags
stórkaupmanna verið í stjórn
Fimleikasambands Íslands. Það
er mikið um að vera hjá FÍS um
þessar mundir, öflug starfsemi í
gangi sem stjórnað er frá skrif-
stofu okkar í Húsi verslunar-
innar. Félagsmenn eru um 200.
Félagið verður 80 ára á næsta ári
og verður ýmislegt gert á þeim
tímamótum.“
framkvæmdastjóri Sportís og formaður Félags íslenskra stórkaupmanna
SKÚLI J. BJÖRNSSON
Skúli J. Björnsson: „Ég hef alltaf haft gaman af að stússast í félagsmálum og hef auk
þess að vera í stjórn félags stórkaupmanna verið í stjórn Fimleikasambands Íslands.“
Nafn: Skúli J. Björnsson.
Fæðingarstaður: Reykjavík 14.
maí 1953.
Foreldrar: Björn Guðbrandsson
(látinn) og Rósa Jóhannsdóttir.
Maki: Anna Sigríður
Garðarsdóttir.
Börn: Þórhallur, 35 ára, Elva
Rósa, 29 ára, Sigrún Kristín,
23 ára, Hlynur Skúli, 11 ára.
Menntun: Stúdent frá MH
1973.