Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Side 8

Frjáls verslun - 01.10.2009, Side 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 Fyrst þetta ... Hátt í fjögur þúsund íslensk ung-menni voru í september 2009 skráð á vanskilaskrá og eykst sá fjöldi daglega. Með aukinni ábyrgð lánveitenda og þekkingu lántaka ætti þeim að fækka verulega. Í uppgangi síðustu ára hafa bankar og önnur lánafyrirtæki verið afar laus á lánsfé til fólks á öllum aldri og skipti litlu máli í hvað lánin fóru. Forsendur fyrir lánveitingum, eins og greiðslugeta og eignir lántaka, voru ekki alltaf verið vel hugsaðar og afleiðing- arnar því misgóðar. Lánað var fyrir íbúðar- kaupum, bílum og almennri neyslu án tillits til aldurs lántaka. Þegar horft er til baka er ljóst að fjár- málastofnanir hefðu átt að skoða aðstæður fólks betur áður en til margra þessara lána var stofnað. Dæmi eru um að ungir einstakl- ingar séu með fjögur kreditkort, íbúðarlán, bílalán, neysluskuldabréfalán, yfirdráttarlán og jafnvel ferðalán. Markmið lánafyrirtækja hefur væntanlega verið að lána sem mest án þess að skoða fyrir- fram afleiðingar þess að lána fólki með lágar tekjur eða of þunga greiðslubyrði meira. Það bætir ekki úr að einstaklingar eru gjarna gerðir gjaldþrota geti þeir ekki staðið í skilum – en sé lántaki fyrirtæki eru meiri líkur á að hluti af lánunum séu afskrifuð. Alls eru 58.304 Íslendingar á aldrinum 18-29 ára og ættu að vera í vinnu eða í skóla að afla sér betri menntunar. En af þeim voru 4.697 án atvinnu í september síðastliðnum. Á þessu aldursbili eru 3.849 einstaklingar á vanskilaskrá, og þar af eru 2.252 árangurs- laus fjárnám og 24 gjaldþrot skv. upplýs- ingum frá Creditinfo á Íslandi. Þessar tölur hækka dag frá degi. Að vera á vanskilaskrá hefur ýmsar afleið- ingar. Til dæmis má nefna að sá sem er á vanskilaskrá mun ekki geta stofnað til skuldbindinga með lánafyrirgreiðslu, fengið yfirdrátt, lán í banka, bílalán, stundað reikn- ingsviðskipti o.s.frv. því flestir lánveitendur hafa aðgang að vanskilaskrá og lána ekki þeim sem þar eru. Þessir einstaklingar eru þegar á ungum aldri búnir að leggja línurnar fyrir fram- tíðina. Hugsanlega verða þeir á lágmarks- launum sökum menntunarskorts og haldast þannig í þeim vítahring sem þau komu sér í upphaflega með óhóflegum lánum. Á Íslandi gildir sú regla að lántaki ber fulla ábyrgð en ábyrgð lánveitanda er minni og þeir tryggja sig sem best þeir geta. Ábyrgð lánveitenda þyrfti að vera meiri – en einnig er ljóst að auka þarf þekkingu lántakenda á fjármálum og afleiðingum þess að taka lán ef breyta á ástandinu til batnaðar. Aldursbil Fjöldi á vanskilaskrá Fjöldi með árangurslaus fjárnám Fjöldi með gjaldþrot 18-19 109 51 0 20-24 1.339 781 2 25-29 2.401 1.420 22 Samtals 3.849 2.252 24 UNGMENNI í SKULDAFANGELSI: 4 þúSuNd uNgmENNI á VaNSKILaSKRá Hátt í fjögur þúsund ungmenni á aldrinum 18-29 ára eru á vanskila- skrá en það er afleiðing heldur frjálslegra lánveitinga og vanþekkingar. TExTI: árný elsa le’macks ● MYND: geir ólaFsson dæmi eru um að ungmenni séu með fjögur kreditkort, íbúðarlán, bílalán, neysluskuldabréfalán, yfirdráttarlán og jafnvel ferðalán. Árný Elsa Le’macks.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.