Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Side 32

Frjáls verslun - 01.10.2009, Side 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 forsíðu grein kruMlA bAnkAnnA 1. byrjum á „ekki yfirtöku“. bankarnir gera þá ekkert og leyfa fyrirtækjunum að verða gjaldþrota en við það færast við- skiptin sjálfkrafa yfir til keppinautanna í faginu og gera þá stærri og sterkari. Skuldir afskrifaðar. 2. bankar halda yfirteknum fyrirtæki gang- andi í skamman tíma með það að leið- arljósi að selja þau fljótt aftur. Skuldir afskrifaðar. Söluferli sett í gang. Hætta á brunaútsölu, segja bankarnir. 3. bankar byggja þau upp kerfisbundið til að gera þau verðmætari og auðveldari í sölu. Skuldir afskrifaðar. 4. bankar breyta skuldum í hlutafé eða víkjandi lán. leggja jafnvel til nýtt hlutafé áður en fyrirtækin eru seld aftur. Skuldir afskrifaðar og gott betur. 5. bankar óska eftir tilboðum í yfirtekin fyrirtæki á almennum markaði. Hæsta tilboðið felur yfirleitt í sér stórfelldar afskriftir bankans. 6. bankarnir setja yfirtekin félög á markað, skrá þau í kauphöllinni. Þau fá verðmiða og auðvelt er að selja þau í einingum. áður þarf að afskrifa skuldir svo markaðurinn hafi áhuga. 7. bankar stofna eitt stórt eignaum- sýslufélag. Setja öll yfirtekin félög inn í það. Þetta félag yrði síðan skráð í kauphöllinni. Það væri stórt og með dreifða starfsemi; nánast eins og fjár- festingarsjóður. 8. bankar bjóða fyrirtækin til sölu en leita til keppinautanna, þeirra sem fyrir eru í greininni og kunna á reksturinn, í von um að þeir geti nýtt sér samruna og hagræðingu stórreksturs og greitt hærra verð. Þessi leið er oft ekki fær vegna samkeppnislaga. 9. bankar bjóði erlendum fjárfestum að kaupa yfirtekin fyrirtæki. Gert til að fá erlenda fjárfesta til landsins og til að forðast verðhrun vegna of fárra kaup- enda á heimamarkaði. Gengi krón- unnar er svo lágt að nú er ódýrt fyrir erlenda fjárfesta að kaupa. 10. bankar taka fyrirtæki yfir, endurfjár- magna það og eiga hlut í því til að byrja með í þeirri von að fyrirtækið bragg- ist og hluturinn verði verðmætari og auðseljanlegri síðar. 11. rökin gegn yfirtöku banka á fyrirtæki eru m.a. þau að það er óþolandi þegar viðskiptabanki einhvers er orðinn helsti keppinautur hans líka. Hvernig eiga bankar á að yfirtaka fyrirtæki og selja þau aftur? eiga þeir að yfirtaka þau? Hér koma fimmtán punktar Frjálsrar verslunar um yfirtökur banka á skuldugum og gjaldþrota fyrirtækjum og helstu álitamálin. kjarni málsins er að bankar geta aldrei selt yfirtekið fyrirtæki aftur nema afskrifa skuldir. Þegar Bankar yfirtaka fyrirtæki PunktAr FrjálSrAr VerSlunAr texti: jón g. hauksson ● Myndir: geir ólafsson

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.