Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.10.2009, Qupperneq 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 35 um fyrirtæki sem hafa hrannast upp hjá bönkunum og Kauphöllin sér leik á borði við að einkavæða aftur? Fjöldinn er ekki vandamál, vitanlega eru til mun fleiri en 15 góð og traust fyrirtæki sem eiga erindi í Kauphöllina. Í því sambandi nægir að benda á að 75 fyrirtæki voru skráð þegar flest var áður en fjármálafyrirtækin urðu ráðandi á markaðnum. Við teljum ekki ólíklegt að um það bil helmingur af umræddum 15 fyrirtækjum komi frá bönkunum. 6. Er nokkur önnur leið fær fyrir bankana en að byrja á því að afskrifa gríðarlegar skuldir þeirra fyrirtækja sem þeir hafa tekið yfir áður en þeir geta selt þau aftur? Bankar þurfa að afskrifa töluverðar skuldir. Vandað reikningshald, byggt á raunsæi, krefst þess. En slíkar afskriftir eru, eða ættu að vera, óháðar því hvort félög eru í söluferli og byggjast einfaldlega á því hversu miklum skuldum rekstur fyrirtækjanna stendur undir. Afskriftir ættu því ekki að standa skráningu á markað fyrir þrifum. 7. Hvað með bankana sjálfa? Áttu von á því þeir verði skráðir á markað á næsta ári, t.d. Íslandsbanki og Arion, sem væntanlega verða báðir í meiri- hlutaeigu erlendra kröfuhafa sem í raun er enn ekki ljóst hverjir eru? Ég tel það hag bankanna að fara á markað. Til viðbótar við hefðbundin rök er nú rík krafa í þjóðfélaginu um gegnsæi, t.a.m. um að upplýst verði um eignarhald á bönkunum og hvernig það breytist á einum tíma til annars. Bankar sem sýna gott fordæmi í þessum efnum munu laða til sín viðskiptavini og efla traust og því kæmi mér á óvart ef bankarnir yrðu ekki skráðir innan tíðar. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að gerast strax í kjölfarið á því að kröfuhafar taka bankana yfir – og reyndar tel ég það grundvallaratriði að gegnsæi gildi um eignarhald á þeim og breytingar á því ekki seinna en frá þeim tíma. 8. Þrátt fyrir fögur orð um aukið gegn- sæi og aukna upplýsingagjöf fyrir- tækja upplifir almenningur það svo að leyndin og pukrið í kringum bankana hafi aldreiverið eins mikið. Traust er hins vegar nauðsynlegt til að byggja upp hlutabréfamarkað að nýju? Andrúmsloftið í þjóðfélaginu er auðvitað mikilvægt en það er hæpið að fjárfestar fúlsi við vel reknum fyrirtækjum sem hafa góða sögu að segja vegna vantrausts á öðrum aðilum. Það eru mörg fyrirtæki sem eru traustsins verð og í samstarfi við þau byggjum við upp hlutabréfamarkaðinn. 9. Í hvaða atvinnugreinum eru mestu tækifærin varðandi skráningu fyrir- tækja á markaði, t.d. í orku, iðnaði, tryggingum, sjávarútvegi, svo eitthvað sé nefnt? Útflutningsfyrirtæki almennt njóta góðs af lágu gengi krónunnar og þar eru ótvíræð tækifæri til skráningar. Fjárfestar munu án vafa líta til rekstrarfélaga fremur en fjárfest- ingarfélaga. Nýsköpunarfyrirtæki njóta nú Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. 15 spurningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.