Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Síða 51

Frjáls verslun - 01.10.2009, Síða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 51 s k y n d i b i t a m a r k a ð u r i n n l Quiznos móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum gerir engar kröfur um innflutning á hráefni en tekur út birgjana á Íslandi eftir ákveðnum stöðlum. Árið 2007 gerði Olíuverzlun Íslands samning við Quiznos um kaup á sérleyfisrétti fyrir Ísland. Olís hefur opnað Quiznos-staði á stærri þjónustustöðvum félagsins. Fyrsti staðurinn var opnaður í Norðlingaholti við Rauðavatn og í dag er Olís með Quiznos á níu stöðum en alls eru um 4.500 Quiznos-staðir í heiminum. Aðalheiður Signý Óladóttir hjá Quiznos, segir að móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum geri engar kröfur um inn- flutning á hráefni frá þeim en taki þess í stað alla birgja á Íslandi, sem Quiznos skipti við, út eftir ákveðnum stöðlum. „Við verðum einnig að skila inn vott- orðum um það hvort ákveðnir sjúkdómar hafi komið upp í sláturhúsunum sem við verslum við. Brauðin eru bökuð eftir ákveð- inni uppskrift en við flytjum inn allar umbúðir og útlit staðanna er eftir erlendri forskrift. Hingað koma reglulega eftirlitsaðilar að utan til að athuga hvort allt sé eftir bókinni en einnig er mánaðarlegt eftirlit á þessum stöðum og allar skýrslur sendar mán- aðarlega til höfuðstöðva í Bandaríkjunum. Áhrif gengishrunsins á rekstur Quiznos eru því minni en hefðu verið ef við flyttum allt til rekstursins inn frá Bandaríkjunum.“ Úr pistli Jóns G. Haukssonar á heimur.is big mac-vísitalan McDonald’s er meira en hamborgari, hann er mælistika á gengi gjaldmiðla. Tímaritið Economist hefur í mörg ár birt Big Mac- hamborgaravísitöluna. Í henni er borið saman verð á Big Mac-borgaranum víða um heim. Þetta er skemmtilegur og fróðlegur sam- anburður. Lengi vel var krónan ofmetnasti gjaldmiðillinn í heimi samkvæmt vísitölunni. Snemma árs 2007 sagði Econom- ist: „Ofmetnasti gjaldmiðillinn er íslenska krónan. Það gengi milli krónu og dollars sem myndi þýða að verðið væri það sama í Banda- ríkjunum og á Íslandi er 158 krónur. En gengið er 68,4 krónur sem táknar að krónan er 131% of dýr.“ Í þessu tilviki var gengið út frá því að borgarinn kostaði 3,22 dali í Bandaríkjunum en um 500 krónur á Íslandi. Það þýddi að dollarinn yrði að vera skráður á 155 krónur á Íslandi til að fá út nauðsynlegt jafnvægi. Einfaldari samanburður hjá þeim sem fá sér Makka á Íslandi er bara sá að borg- arinn sé 130% dýrari á Íslandi. Það er ekkert flóknara. Ég vel hér mælingu í Economist frá byrjun ársins 2007, í ljósi þess að það ár var gengi krónunnar mjög sterkt. En Big-Mac vísitalan sagði að gengi krónunnar væri meira en tvöfalt of sterkt og dollarinn þyrfti meira en að tvöfaldast í verði. Eftir hrunið stendur Bandaríkjadollar núna í 125 krónum – og á sjálfsagt eftir að hækka í verði ef eitthvað er; svo skuldsett er þjóðin erlendis og vaxtabyrðin af þeim skuldum þung. Kannski jafnvægið sé 155 krónur. Big Mac-vísitalan endurspeglar sömuleiðis samkeppnishæfni þjóða, stærð markaða, verð landbúnaðarvara, landbúnaðartolla, vinnu- laun, skatta, niðurgreiðslur, flutningskostnað og áfram mætti telja. Það er margt sem skýrir verðmismun á hamborgurum eftir löndum. Það sama má auðvitað segja um aðrar vörur. Lyf á Íslandi eru dýrari en annars staðar; bílar og bensín líka; hvað þá vextir og fjármagns- kostnaður við húsnæðiskaup. Big Mac-vísi- talan ýtir undir þá þörfu umræðu hvers vegna allt sé dýrara á Íslandi. Olís með Quiznos: allt hráefni innlent hjá Quiznos Fjöldi „franchise“ fyrirtækja hérlendis hefur aukist undanfarin ár; sérstaklega í veitingarekstri og gróflega áætlað má reikna með að heildarvelta þeirra sé um 5,5 til 6 milljarðar króna á ári. Aðalheiður Signý Óladóttir, umsjónarmaður Quiznos Sub.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.