Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9
n æ r m y n d a F G u ð j ó n i m á G u ð j ó n s s y n i
og fór því án ótta út í lífið og tilveruna
sem hefur haft þær afleiðingar að ég hef
aldrei lagt mikið á mig til að öðlast formleg
diplóma. Enda er skólun og menntun sitt
hvort fyrirbærið og ég held að uppbygging
OZ hafi endurspeglast í því. Fyrstu verkefni
OZ voru í tengslum við grafíska hönnun
og eftir að ég sá kvikmyndina The Abyss
langaði mig að geta beitt sömu tækni við
mína hönnun. Við grófum því upp hvaða
tölvu- og hugbúnaður var notaður við gerð
myndarinnar og fjárfestum í honum. Á
þeim tíma voru ekki nema fjórir starfsmenn
hjá fyrirtækinu og allir með mjög flotta
titla og yfirmenn mismunandi deilda,“ segir
Guðjón.
Fyrstu árin var OZ til húsa á Laugavegi
en flutti síðan í Brautarholt og að lokum í
hús Osta- og smjörsölunnar við Snorrabraut.
Í fyrstu í eitt herbergi en OZ stækkaði hratt
og að lokum keypti fyrirtækið húsið.
„Á árunum fyrir 1990 eiga sér stað miklar
breytingar í tölvubransanum og við sem
unnum hjá OZ höfðum gríðarlegan áhuga á
og þroskuðumst með og ég held að það hafi
verið okkur mjög náttúrulegt. Við hreinlega
sóttumst eftir erfiðum og krefjandi verkefnum
og vorum oft áræðnir í ákvarðanatöku. Aðilar
í atvinnulífinu skynjuðu þetta og ýmsir
veittu okkur brautargengi. Þar á meðal var
IBM á Íslandi sem mælti með okkur við
IBM í Evrópu sem í kjölfarið veitti okkur
lánsfjármögnun til að kaupa búnað sem
ekki hefði áður verið settur upp í Evrópu og
eingöngu notaður í Hollywood og Silicon
Valley. Fyrir vikið vorum við með tækni sem
var á við það besta í heimi á sínum tíma.“
Fljótlega eftir það sneri OZ sér að þróun
hugbúnaðar og gerði tilboð í verkefni hjá
Microsoft, árið 1995, og fékk það. Verkefnið
fólst í að forrita hugbúnaðarsafn sem gæti
teiknað náttúrulega hluti eins og áferð viðar,
vatns og reyks svo dæmi sé tekið. Slíkt var
erfitt á þeim tíma en OZ tókst að leysa verk-
efnið og í framhaldi af því hófst uppgangur
fyrirtækisins fyrir alvöru.
„OZ fékk mikla athygli á þessum tíma
og satt best að segja vorum við alltaf mjög
hissa á henni. Fyrirtækið hefur eflaust þótt
merkilegt fyrir þær sakir að tvítugir strákar
voru að gera samninga við erlend risafyrir-
tæki og slíkt þótti áhugavert og jákvætt.
Við vorum líka að gera allt annað en flestir
aðrir og hugsuðum öðruvísi og ég man eftir
mörgum áhugaverðum fundum með banka-
starfmönnum, sem á þeim árum voru flestir
stjórnmálamenn og byrjuðu á því að spyrja
hverra manna við værum, en skildu hreinlega
ekki orðaforðann sem við notuðum. Fyrir
vikið gátum við yfirleitt farið okkar eigin
leiðir og unnið sjálfstætt.
Eftir að Internetið kom til sögunnar
hófst nýtt ferli hjá okkur og eftir það gekk
Guðrún líneik Guðjónsdóttir,
systir
„Guðjón var fimm ára þegar ég fæddist og
hann hefur alltaf verið mjög kröfuharður í sinn
garð og þeirra sem standa honum næst. ég
fékk oft að finna fyrir því sem barn ef honum
mislíkaði eitthvað og þótti mér hann oft ansi
afskiptasamur en á móti kemur að hann er mjög
traustur og mikill vinur og góðhjartaður.
Hann hefur alla tíð verið vinmargur og vinsæll og á ég margar
góðar minningar úr Skipasundi þar sem við ólumst upp. Húsið var
alltaf fullt af vinum hans og þurftu þeir oft að þola að hafa litlu
systur hans hangandi yfir sér. Guðjón tók eflaust lítið eftir því þar
sem hann sat alltaf við tölvuna að búa til tölvuleiki eða önnur flókin
kerfi meðan vinirnir spiluðu billjard og prófuðu leikina sem Guðjón
matreiddi ofan í þá. Síðar færðist áhuginn yfir í tónlist og nýttist billj-
ardborðið þá vel undir allar græjurnar. ég man vel þegar við pabbi
fórum á músíktilraunir í tónabæ til að styðja hljómsveitina expet þar
sem Guðjón tók sig vel út á bak við tölvuna. ég get fullyrt að það
hafi verið upphaf tölvutónlistar hér á landi enda hefur Guðjón alla tíð
verið langt á undan sinni samtíð. upp frá því skipaði tónlistin stóran
sess í lífi hans og á ég margar minningar um misþekkt og frumlegt
tónlistarfólk heima í Skipasundi.
Við höfum alltaf verið talin lík í útliti og er það mér minnisstætt
að þegar ég var að byrja að fara út á lífið með honum lentum við oft
í vandræðalegum atvikum þar sem vinir hans töldu sig þekkja mig
og öfugt. einu sinni var ég á skemmtistað að dansa þegar Guðjón
kemur inn á staðinn og hittir félaga sinn náfölan og hrærðan því
hann þóttist hafa séð Guðjón rétt áður á dansgólfinu í dragi.“
Þórarinn stefánsson,
vinnufélagi og vinur
„leiðir okkar Guðjóns hafa legið saman af og til
undanfarin 15 ár, allt frá því Guðjón fékk mig til
að aðstoða sig við að breyta OZ úr grafíksmiðju í
hugbúnaðarhús með útflutning að leiðarljósi.
Það er aldrei lognmolla í kringum Guðjón.
ef maður kýs að umgangast hann er maður í
hringiðu hugmynda- og framkvæmdagleði og slíkt
getur tekið talsvert á. Það er hvort tveggja í senn hans stærsti
kostur og galli. kostur af því að fátt er skemmtilegra en að takast á
við ný og spennandi verkefni, en galli ef þau fæðast svo ört að varla
vinnst tími til að klára verkið.
Guðjón gerir þetta vissulega ekki einn, en ólíkt mörgum öðrum er
Guðjón óhræddur við að fá alls kyns fólk til liðs við sig og setur það
ekkert fyrir sig að það sé hugsanlega klárara en hann á einhverjum
sviðum. Hann lítur ekki á slíkt sem ógnun heldur kost, þar sem
þetta fólk veit eitthvað sem hann veit ekki og þess vegna eigi
augljóslega að vinna með því.
Í kringum hann virðist myndast svæði sem magnar upp það sem
á ensku kallast „suspension of disbelief“. Fólk sem unnið hefur
með Guðjóni virðist fyllast trú á að hægt sé að byggja upp alls kyns S
AG
t
u
M
G
u
ð
JÓ
N
M
Á
G
u
ð
JÓ
N
S
S
O
N