Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Side 86

Frjáls verslun - 01.10.2009, Side 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 jólin koma Úlfar Eysteinsson hjá Þremur frökkum segir að það sé erfitt að undirbúa jólin vegna annríkis á veitingastaðnum í desember. „Ég verð að gera það í nóvember,“ segir hann en hann var búinn að setja upp jólaseríur og aðventuljós upp í kringum 20. nóvember. „Ég er lítið heima við í desember og er í skötu upp fyrir eyru síðustu dagana fyrir jól; ég þarf að vera fyrirhyggjusamur.“ Það er einmitt skatan sem ræður ríkjum á Þremur frökkum á þorláksmessu. Úlfar og annar veitingamaður, Tómas Tómasson, hafa látið sér vaxa skegg fyrir þessi jólin en hugmyndin er að raka sig þegar stýrivextirnir fara niður fyrir 10%. Þeir eru búnir að verða sér úti um jóla- sveinabúninga og hafa fengið 1000 kerti frá Sólheimum í Grímsnesi og 1000 spil frá Icelandair. Hugmyndin er að mæta í hlutverki jólasveina á jólaballi Icelandair; skeggið má ekki fara fyrir þann tíma hvað sem stýrivöxtum líður. „Við ætlum að leigja hestvagn og gefa gjafir – kerti og spil. Þetta verða eftirminnileg jól.“ Úlfar segist vera með einfaldan og góðan matseðil þegar kemur að jólunum á heim- ilinu. Hann er með ristaðan humar í forrétt á aðfangadagskvöld og lambahryggur er í aðalrétt. „Ég klýf humarinn langsum, krydda hann með salti, sítrónusafa og hvítlauk og steiki hann upp úr smjöri við lítinn hita. Þá set ég ljóst rasp og steinselju á pönnuna áður en humarinn er borinn fram. Ég krydda hrygginn með salti og pipar, sker í puruna og steiki í ofni í klukkutíma og kortér. Með þessu er bornar fram sykurbrún- aðar kartöflur, grænar baunir, brún sósa og rauðkál.“ Úlfar Eysteinsson (í miðið). „Ég er lítið heima við í desember og er í skötu upp fyrir eyru síð- ustu dagana fyrir jól; ég þarf að vera fyrirhyggjusamur.“ Í hlutverki jólasveinsins óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.