Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.10.2009, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 9 jólin koma Úlfar Eysteinsson hjá Þremur frökkum segir að það sé erfitt að undirbúa jólin vegna annríkis á veitingastaðnum í desember. „Ég verð að gera það í nóvember,“ segir hann en hann var búinn að setja upp jólaseríur og aðventuljós upp í kringum 20. nóvember. „Ég er lítið heima við í desember og er í skötu upp fyrir eyru síðustu dagana fyrir jól; ég þarf að vera fyrirhyggjusamur.“ Það er einmitt skatan sem ræður ríkjum á Þremur frökkum á þorláksmessu. Úlfar og annar veitingamaður, Tómas Tómasson, hafa látið sér vaxa skegg fyrir þessi jólin en hugmyndin er að raka sig þegar stýrivextirnir fara niður fyrir 10%. Þeir eru búnir að verða sér úti um jóla- sveinabúninga og hafa fengið 1000 kerti frá Sólheimum í Grímsnesi og 1000 spil frá Icelandair. Hugmyndin er að mæta í hlutverki jólasveina á jólaballi Icelandair; skeggið má ekki fara fyrir þann tíma hvað sem stýrivöxtum líður. „Við ætlum að leigja hestvagn og gefa gjafir – kerti og spil. Þetta verða eftirminnileg jól.“ Úlfar segist vera með einfaldan og góðan matseðil þegar kemur að jólunum á heim- ilinu. Hann er með ristaðan humar í forrétt á aðfangadagskvöld og lambahryggur er í aðalrétt. „Ég klýf humarinn langsum, krydda hann með salti, sítrónusafa og hvítlauk og steiki hann upp úr smjöri við lítinn hita. Þá set ég ljóst rasp og steinselju á pönnuna áður en humarinn er borinn fram. Ég krydda hrygginn með salti og pipar, sker í puruna og steiki í ofni í klukkutíma og kortér. Með þessu er bornar fram sykurbrún- aðar kartöflur, grænar baunir, brún sósa og rauðkál.“ Úlfar Eysteinsson (í miðið). „Ég er lítið heima við í desember og er í skötu upp fyrir eyru síð- ustu dagana fyrir jól; ég þarf að vera fyrirhyggjusamur.“ Í hlutverki jólasveinsins óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.