Læknablaðið - 01.07.2015, Page 12
352 LÆKNAblaðið 2015/101
Tafla I. framhald
Stigun fyrir aðgerð var ekki stöðluð en alltaf var gerð röntgen-
mynd af lungum, ísótópaskann af beinum auk tölvusneiðmyndar
(TS) af brjóstholi og efri hluta kviðarhols. Í völdum tilvikum var
einnig gerð segulómun af brjóstholi og tölvusneiðmynd af höfði.
Miðmætisspeglun var framkvæmd fyrir brjóstholsskurð hjá þrem-
ur sjúklinganna (25%).
Excel var notað við tölfræðilega úrvinnslu. Upplýsingar um lífs-
horfur voru fengnar úr Dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins
og miðuðust útreikningar á lifun við 1. október 2014. Upplýsingar
fengust um afdrif allra sjúklinga og var meðaleftirfylgdartími 27,5
mánuðir (bil: 4–181).
Niðurstöður
Tólf sjúklingar gengust undir skurðaðgerð vegna Pancoast-æxlis
á rannsóknartímabilinu: 9 karlar (75%) og þrjár konur. Yfirlit yfir
sjúklinga má sjá í töflu I. Meðalaldur var 57,5 ár og var sá yngsti 42
ára og sá elsti 84 ára. Allir sjúklingarnir höfðu sögu um reykingar,
þar af voru 10 sem reyktu innan fimm ára fyrir aðgerð. Fjórir sjúk-
lingar höfðu sögu um langvinna lungnateppu og voru tveir þeirra
einnig með kransæðasjúkdóm. Tveir aðrir sjúklingar höfðu sögu
um hjartsláttaróreglu.
Algengustu einkenni voru verkur í herðablaði eða öxl (n=5) og/
eða brjóstverkur (n=3). Önnur algeng einkenni voru hósti (n=6),
oftast með uppgangi en blóðhósti hjá einum, megrun (n=5), mæði
(n=4), og hiti (n=1). Einn sjúklingur var án einkenna lungnakrabba-
meins og greindist fyrir tilviljun á röntgenmynd af lungum.
Enginn sjúklinganna reyndist hafa Horners-heilkenni, rýrnun á
handarvöðvum eða bjúg á griplimum.
grunni rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði. Klínískar upp-
lýsingar fengust úr sjúkraskrám og vefja sýni allra sjúklinga voru
endurskoðuð af meinafræðingi (H.J.Í.). Skráð var vefjagerð æxlis,
gráða, mesta þvermál og staðsetning og hvort skurðbrúnir voru
án æxlisvaxtar. Úr sjúkraskrám voru skráðar rúmlega 80 breytur í
tölvuforritið Excel, meðal annars hvaða einkenni leiddu til grein-
ingar, tímalengd frá upphafi einkenna til greiningar, legutími í
dögum, fylgikvillar aðgerðar, og skurðdauði (dánartíðni innan 30
daga). Tíðni endurkomins krabbameins var könnuð sérstaklega en
sjúklingar sem greindust með fjarmeinvörp innan þriggja mánaða
frá aðgerð voru skilgreindir með útbreiddan sjúkdóm (stig IV) við
greiningu. Öll æxlin voru stiguð samkvæmt 7. útgáfu af TNM-
stigunarkerfi frá 2009 og byggði hún að mestu á upplýsingum eftir
aðgerð (pTNM).4
R a n n S Ó k n
Tafla I. Yfirlit yfir sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð við Pancoast-krabbameini á Íslandi á árunum 1991-2010.
Númer
sjúklings
(ár)
Aldur/
kyn
Einkenni Reykinga-
saga
(pakkaár)
Aðrir sjúkdómar Vefjagerð Stærð æxlis
í cm
pTNM
stigun
Ífarandi vöxtur við
greiningu
1 (1992) 42/kvk Verkur í herðablaði með
leiðni í handlegg
20 - Stórfrumugerð 5,5 T4N0M0 Hryggjarbolir/
armflækja/
neðanviðbeinsslagæð
2 (1994) 53/kk Brjóstverkur með leiðni í
handlegg
40 - Kirtilfrumugerð 3,2 T3N0M0 Fleiðra
3 (1996) 48/kvk Brjóstverkur með leiðni í
handlegg
33 - Kirtilfrumugerð 3,7 T3N1M0 Rif/millirifjavöðvar
4 (1997) 52/kk Hósti/uppgangur/megrun 40 - Flöguþekjugerð 12,5 T3N1M0 Fleiðra
5 (1997) 57/kk Verkur í herðablaði /hósti/
uppgangur/mæði/megrun/
hiti/lungnabólga
50 Lungnateppa +
kransæðasjúkdómur
Stórfrumugerð 15 T3N0M0 Fleiðra
6 (1999) 84/kk Tilviljunargreining 42 Hjartsláttartruflun Kirtilfrumugerð 8 T3N0M0 Fleiðra
7 (2004) 56/kk Verkur í öxl 40 - Kirtilfrumugerð 2,8 T3N0M0 Fleiðra
8 (2005) 69/kk Hósti/mæði 60 Lungnateppa Flöguþekjugerð 6,8 T3N1M0 Fleiðra
9 (2006) 62/kk Hósti/blóðhósti 35 Lungnateppa +
kransæðasjúkdómur
+ hjartsláttartruflun
Flöguþekjugerð 6,7 T4N0M0 Armflækja
10 (2006) 65/kvk Verkur í öxl með leiðni
í handlegg /hósti/
uppgangur/mæði/megrun/
lungnabólga
40 Lungnateppa Blönduð
flöguþekju -og
kirtilfrumugerð
5,8 T3N0M0 Fleiðra
11 (2008) 50/kk Brjóstverkur með leiðni
aftur í bak/megrun
42 - Flöguþekjugerð 4 T4N0M0 Armflækja/
hryggjarbolir/rifbein
12 (2009) 52/kk Verkur í öxl/hósti/mæði 40 - Kirtilfrumugerð 6 T4N0M0 Armflækja/
neðanviðbeinsslagæð
Mynd 1. Vefjagerð 12 sjúklinga sem gengust undir aðgerð við Pancoast-lungna-
krabbameini á Íslandi á árunum 1991-2010.
Kirtilfrumugerð
Flöguþekjugerð
Stórfrumugerð
Blönduð flöguþekju-
og kirtilfrumugerð
1
5
2
4