Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2015, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.07.2015, Qupperneq 27
LÆKNAblaðið 2015/101 367 Fyrir nokkrum dögum fletti ég í sjúkra- skrá konu sem fara átti í aðgerð í svæfingu næsta dag. Ég fann ekki neina svæfinga- skýrslu um þessa konu, enda ekki von, því hún hafði aldrei farið í neina aðgerð. Ég fann hins vegar skrá hennar frá því fyrir um 50 árum þegar hún eignaðist hér barn. Ég hafði því í raun engar upplýsingar um konuna á þessu 50 ára tímabili aðrar en þær sem hún gat sjálf gefið mér. Þessi kona var annars við býsna góða heilsu svo þetta varð ekkert vandamál. Raunveru- leikinn gat verið annar. Enn er það svo að jafnvel lífsnauðsyn- legar heilsufarsupplýsingar geta verið óaðgengilegar því fagfólki sem annast þarf bráðveikan sjúkling. Búseta fólks skiptir til að mynda máli því ef Akureyr- ingar veikjast í Reykjavík eða öfugt er ekki víst að upplýsingar um viðkomandi fáist auðveldlega nema með mörgum símtölum. Læknir á Landspítala hefur enn ekki að- gang að sjúkraskrárkerfi Sjúkrahússins á Akureyri. Upplýsingar um heilsufar, lyf og meðferð sjúklings á einkastofum eru ekki alltaf aðgengilegar ef viðkomandi leggst svo inn á sjúkrahús. Tölvukerfin tala nefnilega ekki alltaf saman. Við bíðum enn eftir sameiginlegri sjúkraskrá eða að minnsta kosti samtengdri sjúkraskrá fyrir heilbrigðisstofnanir landsins en þó að slík skrá komi er björninn ekki endilega unn- inn. Þau skráningarkerfi sem notuð eru á einkareknum lækningastofum eru nokkur og mismunandi og stundum ósamrýman- leg sjúkraskrárkerfum spítalanna. Lækna- bréf eru því nauðsynleg. Það er hins vegar skoðun margra heilsugæslulækna að mikill misbrestur sé á því að læknabréf berist, hvort sem er frá sjúkrastofnunum eða læknastofum. Ef slík bréf eru yfir- höfuð send koma þau oft fleiri vikum eftir útskrift viðkomandi sjúklings. Auðvitað flækir það oft málið ef sjúklingur hefur ekki fastan heimilislækni og slíkt verður æ algengara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því ekki alltaf ljóst hvert senda á upplýs- ingar. Þetta er hins vegar minna vandamál ef sjúklingur býr á landsbyggðinni því að jafnaði má senda læknabréf á viðkomandi heilsugæslustöð. Auðvitað hefur margt áunnist í þessum málum. Ýmis konar skráningarhugbúnað er verið að þróa, einkum innan Land- spítalans, sem væntanlega verður til bóta. Rafræn svör vegna vefjagreiningar og sýklarannsókna má nú nálgast í heilsugátt Landspítalans. Við hér á Vesturlandi höf- um nú til að mynda aðgang að heilsugátt- inni og getum þannig nálgast ákveðnar upplýsingar um fólk sem hefur legið á Landspítalanum. Við getum séð þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið, bæði blóð- rannsóknir og myndgreiningarannsóknir. Þær rannsóknir sem við framkvæmum hér á Akranesi fara sömuleiðis inn í kerfi Landspítalans. Allt þetta veitir ákveðið öryggi og kemur í veg fyrir að endurtaka þurfi rannsóknir að nauðsynjalausu. Með „Flex-lab“ kerfi Landspítalans hefur náðst að tengja saman rannsóknastofur heil- brigðisstofanana víðsvegar um landið. Mikið hefur einnig áunnist hvað mynd- greiningu varðar og þau tengsl sem hafa skapast til dæmis við röntgenstofuna í Do- mus eru til fyrirmyndar. Nú getur læknir, hvort sem er á Landspítalanum eða á sjúkrahúsinu á Akranesi, flett upp þeim röntgenrannsóknum sem gerðar hafa verið í Domus. Aðgangur að lyfjagagnagrunni í umsjá Embættis landlæknis er nú smátt og smátt að komast í gagnið og þannig má fylgjast með lyfjanotkun og sjá til dæmis óútleysta lyfseðla. Rafræn upplýsingaskrá er ómetanleg þegar sækja á upplýsingar um heilsufar, aðgerðir eða lyfjanotkun sjúklinga sem legið hafa inni á spítölum eða þegið með- ferð á einkastofum og göngudeildum. Stundum finnst mér samt vera til staðar ákveðin hræðsla við notkun pappírs í nú- tíma heilbrigðiskerfi, líkt og framtíð skóg- anna standi og falli með þeirri notkun. Rafræn kerfi eru nauðsynleg til að geyma upplýsingar en ekki alltaf jafngóð að koma þeim til skila í okkar sérstaka vinnu- umhverfi. Rannsóknarsvör og skilaboð geta auðveldlega farið forgörðum hvort sem þau eru send rafrænt eða bréfleiðis. Rannsóknasvör eru send þeim lækni sem pantaði rannsóknina en hann getur verið veikur eða í fríi þegar svörin berast. Ekki hefur tekist að koma fram með viðunandi lausn á slíkum vandamálum. Að mínum dómi getur þurft að senda rannsóknar- niðurstöður bæði rafrænt og í pósti til að auka öryggi. Bréfi má síðan farga þegar búið er að skoða niðurstöður og vinna með þær. Ég vinn í þeim geira læknisfræðinnar þar sem rafræn skráning hefur ekki verið innleidd nema að litlu leyti. Enn þarf að handskrifa svæfingaskýrslur þó til séu kerfi sem skrá sjálfkrafa allar upplýsingar um lífsmörk í ákveðinni svæfingu. Slík kerfi hafa þó ekki enn komist í gagnið hér- lendis. Við svæfingalæknar skoðum því ennþá handskrifaðar svæfingaskýrslur til að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í fyrri aðgerðum. Og það er svo merkilegt að margt má lesa úr slíkri skýrslu um ákveðin vandamál sem upp hafa komið í skurðaðgerð, jafnvel þó að ekkert annað standi í svæfingaskýrslunni en tímasetningar, lífsmörk og lyfjagjafir. Ú R P E n n a S T J Ó R n a R M a n n a l Í Þorbjörn jónsson, formaður orri Þór ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Arna Guðmundsdóttir Björn Gunnarsson Hildur Svavarsdóttir Tinna Harper Arnardóttir Þórarinn Ingólfsson Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Stjórn lÍ 2015 Um skráningu björn Gunnarsson svæfingalæknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi bjorn.gunnarsson@hve.is

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.