Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2015, Side 38

Læknablaðið - 01.07.2015, Side 38
378 LÆKNAblaðið 2015/101 Ritstjórn stærsta og virtasta læknis- fræðitímarits veraldar, New England Journal of Medicine, hélt ritstjórnarfund í Reykjavík á dögunum. Ritstjórnin, sem er skipuð á fjórða tug sérfræðinga í hinum ýmsu greinum læknisfræði og raunvísinda, hefur undanfarin ár valið sér fundarstað einu sinni á ári utan heimahaganna og í ár varð Ísland fyrir valinu. Hingað komu um 70 manns á vegum blaðsins til fundahalda og fyrirlestrahalds dagana 18. – 23. júní. Það kom þeim skemmtilega á óvart að Læknablaðið íslenska skyldi einmitt fagna 100 ára afmæli sínu á árinu og mátti því segja að fundarstaðurinn væri sérlega vel valinn. New England Journal of Medicine er útbreiddasta læknisfræðitímarit í veröld- inni. Höfuðstöðvar þess eru í Boston og saga blaðsins nær rúmlega 200 ár aftur í tímann er Massachusetts Medical Association hóf útgáfu tímarits sem hefur komið út óslitið síðan en gengið í gegnum nokkrar nafnabreytingar. Útgefandinn og eigand- inn hefur þó alla tíð verið hinn sami. Að sjálfsögðu nýttu íslenskir læknar sér þessa heimsókn til hins ítrasta og Vís- indadeild ásamt fræðslunefnd Læknaráðs Landspítalans fékk aðalritstjóra NEJM, NEJM í heimsókn ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Jeffrey M. Drazen aðalritstjóri NEJM fræddi og skemmti áheyrendum á vel sóttum fyrirlestri í Hringsal Landspítalans föstudaginn 19. júní. Richard Wenzel einn ritstjóra NEJM heimsótti ritstjórnarskrifstofu Læknablaðsins og ræddi útgáfumál læknisfræðilegra tímarita við ritstjórn blaðsins og ábyrgðarmann, Engilbert Sigurðsson. Það fór vel á með þeim Richard Wenzel og Védísi Skarphéðinsdóttur ritstjórnarfulltrúa Læknablaðsins.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.