Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2014/100 207 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Þó svo að sjúkrahús gæti almennt vel að öryggismálum, sýna rannsóknir að öryggi sjúklinga er ekki eins mikið og talið var og brestir hafa komið í ljós, meðal annars á þeim sjúkrahúsum á Vesturlöndum sem við viljum bera okkur saman við. Fyrir- liggjandi gögn sýna að tíðni alvarlegra frá- vika í meðferðum á Landspítala virðist vera svipuð og á þessum sjúkrahúsum. Vandinn er alþjóðlegur, en reynslan hefur sýnt að forysta og virk þátttaka lækna í gæða- og öryggismálum sjúkrahúsa er nauðsynleg til árangurs. Langvinnur niðurskurður fjárheimilda til Landspítala, að viðbættu efnahagshruni 2008, knúði stjórn og starfsmenn spítal- ans til þess að huga enn nánar að öryggi sjúklinga en áður hafði tíðkast. Frá þessum tíma hafa ýmis verkefni verið sett af stað með áherslu á að draga úr eða útrýma rangri lyfjameðferð, spítalasýkingum, bylt - um og fleiru. Mörg þessara verkefna hafa skilað árangri og eru nú eðlilegur hluti af daglegri starfsemi, en að auki hafa ýmis tölvukerfi og ferlar verið bætt. Með straumlínustjórn un (LEAN) hefur einnig tekist að gera ferla og þjónustu skilvirkari og öruggari en áður. Ábendingar frá sjúk- lingum og aðstandendum berast nú bæði í gegnum ábendingahnapp á heimasíðu spítalans og í árlegri þjónustukönnun. Umbótagildið er ótvírætt. Kerfisbundin skráning frávika (atvikaskráning) og markviss rótargreining (root cause analysis) og úrvinnsla þeirra, nýtast til að tryggja stöðugar umbætur, sem er nauðsynlegt þegar sjúklingar streyma til spítalans allan sólarhringinn. Komi öryggisbrestur í ljós er brýnt að greina vandann og lagfæra hann sem fyrst til þess að vernda þá fjölmörgu sjúklinga sem á eftir koma. En ferlar duga skammt án vandaðra samskipta og opinnar öryggismenningar. Læknar þekkja vel mikilvægi þess að segja sjúklingum og aðstandendum skýrt og greinilega frá fylgikvillum. Hvað Landspít- ala varðar er lögð áhersla á að öll alvarleg atvik (sbr. lög um landlækni) séu tilkynnt án tafar til framkvæmdastjóra lækninga sem sér um samskipti við Landlæknis- embættið í samvinnu við yfirlækna. Unnið er að eflingu menningar sem einkennist af jákvæðum, hreinskilnum og heiðarlegum samskiptum, og er laus við skömm og vömm. Með henni eru allir hvattir til þess að gera grein fyrir eigin mistökum og ann- arra og til þess að leggja fram tillögur til umbóta, án dómhörku. Þetta reynist okkur flestum erfitt og tekur langan tíma að læra, sérstaklega á vinnustað þar sem verkefnið er líf fólks og heilsa. Á Landspítala er þessi menningarvakning smám saman að breyt- ast í vegferð. Þau erlendu sjúkrahús sem náð hafa bestum árangri, hafa yfir 10 ára vegferð að baki og hafa rutt úr vegi margs- konar hindrunum. Landspítalinn er lagður af stað, ákveðinn í að læra af þeim bestu. Hindranirnar eru hins vegar margvíslegar, allt frá húsnæði spítalans sem er löngu úr- elt, yfir í að lögregla og dómskerfi eru óvön að fást við mál af þessu tagi. Að auki er fjöl- miðlaumræðan talsvert snúin við þessar aðstæður. Sú ákvörðun okkar að opna umræðuna innan og utan spítalans er for- senda umbóta, en hún býður vissulega upp á æsifréttir í stað upplýstrar umræðu. Slíkt eykur hættuna á að starfsfólk hiki við að koma á framfæri upplýsingum um frávik, með alvarlegum afleiðingum fyrir þá sjúk- linga sem á eftir koma. Meginmarkmiðið verður alltaf að koma í veg fyrir frávik, en það verður aðeins gert með aðgerðum sem stefna fram í tímann, hvort sem þær ná til nokkurra ára eða til eins dags í senn. Hvað daglega árvekni varðar hefur svo- kallað stöðumat verið tekið upp á nokkrum deildum Landspítala. Aðferðin byggir á að- stæðuvitund (situational awareness) sem er notuð í vaxandi mæli í hvers kyns áhættu- starfsemi, svo sem í flugrekstri og í verk- smiðjum sem fást við hættuleg efni. Á hverri sjúkradeild koma starfsmenn saman í nokkrar mínútur og fara kerfisbundið yfir nokkurs konar tékklista deildarinnar fyrir daginn. Þetta er gjarnan gert standandi og ekki er um hefðbundinn fund að ræða. Að- ferðin hefur þegar reynst fyrirbyggjandi, og verður innleidd á spítalanum á næstu mánuðum. Sé litið til lengri tíma blasa við tvö stór verkefni sem eru forsenda áframhaldandi umbóta en það eru mönnun og húsnæðis- mál. Unnið er að mönnunarmálum en hús- næðismál Landspítala virðast hins vegar svífa í tómarúmi um þessar mundir. Það er grafalvarlegt og þarf frekari umfjöllun. Í ljósi vinnuálags á lækna þarf að kanna hvernig tengja megi gæða- og öryggismál með skýrari hætti við kjarasamninga, bæði til þess að vinnuálag komi ekki niður á sjúklingum og til þess að leita leiða til að umbuna læknum sérstaklega fyrir þau verk sem efla öryggi sjúklinga. Baráttan fyrir öruggara heilbrigðis- kerfi er skammt á veg komin og þarf mjög á stuðningi alls samfélagsins að halda. Forysta og breið þátttaka lækna í þessari vegferð er þeim og samfélaginu afar nauð- synleg. Heimildir 1. To Err is Human: Building a safer health system. Institute of medicine, Bandaríkin 1999. 2. Lög um landlækni nr. 41/2007. 3. National advisory group on the safety of patients in England. Improving the safety of patients in England (Berwick report). gov.uk/government/publications/ber- wick-review-into-patient-safety - ágúst 2013. 4. Weick KE, Sutcliffe KM. Managing the unexpected: Assuring high performance in the age of complexity. Jossey-Bass, San Francisco 2001. Patient safety – physician leadership and active participation is essential Ólafur Baldursson MD, PhD Internist/Pulmonologist Chief Medical Executive Landspítali – The National university Hospital of Iceland Öryggi sjúklinga – forysta og virk þátttaka lækna er nauðsyn Ólafur Baldursson lungnalæknir framkvæmdastjóri lækninga Landspítala Eiríksgötu 5 101 Reykjavík olafbald@landspitali.is Meðferð við ofnæmiskvefi1 Meðferð við ofnæmiskvefi1 flútíkasónfúróat Hver sem ástæðan er, hver sem árstíðin er * Notist eingöngu í nef Ja nú ar 2 01 4 IS /F F/ 00 01 d/ 12 (1 ) AVAMYS nefúði, dreifa. Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Ábendingar: Avamys er ætlað til notkunar hjá fullorðnum, unglingum og börnum (6 ára og eldri), Avamys er ætlað til meðferðar við einkennum ofnæmiskvefs. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri): Ráðlagður upphafsskammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst gæti minni skammtur, einn úðaskammtur í hvora nös, nægt til viðhaldsmeðferðar. Skammturinn skal stilltur á minnsta skammtinn sem viðheldur fullnægjandi stjórn á einkennum. Börn (6 til 11 ára): Ráðlagður upphafsskammtur er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag. Sjúklingar sem sýna ekki fullnægjandi svörun við einum úðaskammti í hvora nös einu sinni á dag geta notað tvo úðaskammta í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst er mælt með því að minnka skammtinn niður í einn úðaskammt í hvora nös, einu sinni á dag. Börn yngri en 6 ára: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 6 ára. Öryggi og verkun hjá þessum hópi hafa ekki verið vel staðfest. Aldraðir sjúklingar og sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta hjá þessum hópum. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta þegar um væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með mikið skerta lifrarstarfsemi. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. MARKAÐSLEYFISHAFI: Glaxo Group Ltd, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700, Dagsetning endurskoðunar textans: apríl 2013. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –www.serlyfjaskra.is Pakkningar og verð (janúar 2014) Avamys nefúði 27,5 mcg/sk 120 skammtar R,G 2.849 kr Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. Nykær 68 DK-2605 Brøndby T +45 36 35 91 00 F +45 36 35 91 01 www.glaxosmithkline.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.