Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 50
250 LÆKNAblaðið 2014/100 NOMESKO (Nordisk Medicinalstatistisk Komité; nowbase.org) er nefnd undir Norrænu ráðherranefndinni sem safnar gögnum um lyfjasölu og fleiri þætti heil- brigðismála á Norðurlöndum og gefur út í bæklingum og á netinu. Þessi gögn gera samanburð á lyfjasölu milli Norður- landanna mögulegan. Einnig er hægt að skoða lyfjanotkun í Danmörku á med- stat.dk en slíkur aðgangur er ekki í boði annars staðar á Norðurlöndum. Á vegum OECD eru einnig gefnar út skýrslur um lyfjanotkun sem ná til mun fleiri landa. Ekki er öruggt að beitt sé nákvæmlega sömu aðferðafræði í öllum löndunum en samt gefa þessar upplýsingar þokkalega góða mynd. Fram kemur í nýjustu skýrslu NO- MESKO að heildarsala allra lyfja er mest í Svíþjóð og Finnlandi en Ísland sker sig úr með mestri sölu tauga- og geðlyfja. Í þessum pistli er fjallað um nokkra valda lyfjaflokka en öðrum verða gerð skil síðar. Lyf við sykursýki Í frumbernsku lyfjafaraldsfræði kom í ljós að lyf við sykursýki, bæði insúlínháðri og fullorðinssykursýki (tegund 1 og 2), voru mun minna notuð á Íslandi en í nálægum löndum. Þetta vakti ugg um að sjúkdómurinn væri vanmeðhöndlaður hér á landi. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að sykursýki er sjaldgæfari hér en í samanburðarlöndunum. Þetta skýrði muninn í lyfjanotkun og hann hefur ekki breyst mikið síðan. Verkjalyf Þessi lyf eru mikið notuð við alls kyns verkjum og bólgum og hluti lyfjanna er seldur án lyfseðils. Ekki er mikill munur milli Norðurlandanna í heildar- notkun þessara lyfja, mest er notkunin í Danmörku, minnst í Noregi og hin löndin liggja þar á milli. Mikil notkun díklófen- aks (Voltaren og fleira) á Íslandi vekur þó athygli en þetta lyf er í raun coxíb og hefur meiri aukaverkanir en sum önnur verkjalyf. Sterk verkjalyf af flokki ópíata eru notuð við meðalsvæsnum og miklum verkjum. Á Norðurlöndum er heildar- notkun þessara lyfja minnst í Finnlandi en nokkru meiri og svipuð í öllum hinum löndunum. Morfín er mest notað, þá tramadól en fentanýl og búprenorfín reka lestina. Svefnlyf og róandi lyf Þegar kemur að svefnlyfjum og ró- andi lyfjum, ATC-flokkunum N05CD (benzódíazepín) og N05CF (z-lyfjunum zópíklón og zolpíden), hefur Ísland verulega sérstöðu. Heildarnotkun þess- ara lyfja er minnst í Danmörku (árið 2012: 18 DDD/1000 íbúa/dag) en lang- mest á Íslandi (74 DDD/1000 íbúa/dag) og hin löndin eru með 40-50 DDD (skv. NOMESKO). Við erum þannig með 2-3 sinnum meiri notkun þessara lyfja en hin Norðurlöndin. Þarna vega z-lyfin þyngst og mest notaða lyfið er zópíklón (Imovane og fleiri). Árið 2012 var notkun z-lyfja næstum fimm sinnum meiri á Íslandi en í Danmörku (skv. NOMESKO). Þessi mikla notkun svefn- og róandi lyfja á Íslandi á sér að minnsta kosti 35 ára sögu og er verulegt áhyggjuefni. Þessi lyf eru ekki og voru aldrei ætluð nema til skammtímanotkunar. Í Sérlyfjaskrá segir um Imovane: „Meðferð á ekki að vara lengur en í 2-4 vikur“. Það eru hins vegar dæmi um marga einstaklinga þar sem lyfin eru notuð mánuðum og jafnvel árum saman án hléa, sem eykur mjög hættu á þolmyndun, ávana og fíkn. Ef notkun er hætt skyndilega koma fráhvarfseinkenni sem geta verið mikil og jafnvel hættuleg. Þessi lyf henta illa gömlu fólki og valda iðulega rugli og öðrum geðrænum einkennum hjá þeim aldursflokki og geta aukið hættu á byltum og beinbrotum. Samtímis notkun áfengis eykur verulega á verkanir lyfjanna, stundum með mikilli ölvun og minnisleysi. Margar aðrar erfiðar aukaverkanir fylgja þessum lyfjum og þó að þau hjálpi fólki að sofa rýra þau svefn- gæði. Að endingu má benda á að notkun lyfja af þessum flokki gerir fólk sljótt og dregur úr viðbragðsflýti sem skapar hættu við akstur og stjórnun eða vinnu við alls kyns vélar. Flest bendir til að svefnlyf og róandi lyf hafi verið ofnotuð og misnotuð á Íslandi áratugum saman og heildarnotkunin hér er margföld á við það sem þekkist í nálægum löndum. Ofnotkun lyfja kallar á skýringar. Hvaða skýringar liggja að baki þessari miklu notkun svefnlyfja og róandi lyfja sem lýst er að ofan? Einungis er mögulegt að velta fyrir sér þeim möguleikum sem virðast nærtækastir. Skýringin virðist meðal annars liggja í meiri fjölda sjúklinga auk stærri meðalskammta (samanburður við Danmörku). Skýringarnar gætu líka að hluta til legið í of mikilli sjálfvirkni í lyfja- ávísunum, meðal annars vélskömmtun, og þar með skorti á utanumhaldi. Fleira gæti einnig komið til. Hvað er til ráða? Meðan við þekkjum ekki orsakir þess- arar miklu notkunar svefnlyfja og róandi lyfja hér á landi er erfiðara að vinna gegn henni. Þess vegna er brýnt að gerðar verði nauðsynlegar rannsóknir sem gætu út- skýrt sérstöðu Íslands og afleiðingar óhóf- legrar lyfjanotkunar. Hvað læknaráp varðar þá bindur Emb- ætti landlæknis miklar vonir við aukinn aðgang lækna að lyfjasögu einstaklinga en telur þó að fleira þurfi að koma til. Í þessari stöðu er einungis hægt að brýna fyrir læknum að sýna aðgát og aðhald í lyfjaávísunum, ávísa hóflegum skömmtum til takmarkaðs tíma, vera á varðbergi fyrir lyfjafíklum og læknaráp- urum og leita lausna án lyfja. Eru sum lyf ofnotuð á Íslandi? Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir.is Ólafur b. Einarsson sérfræðingur lárus S. Guðmundsson lyfjafræðingur leifur bárðarson læknir F R Á E M b æ T T i l a n d S l æ k n i S 4 . p i s t i l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.