Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 42
242 LÆKNAblaðið 2014/100
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Meðferð alvarlega veikra sjúklinga er
stundum ábótavant á heilbrigðisstofnun-
um þar sem starfsmönnum getur sést yfir
merki um versnandi ástand sjúklinga, sem
kemur í veg fyrir að þeir fái nauðsynlega
meðferð í tæka tíð.1-4 Þetta getur átt við
bráðadeildir jafnt sem legudeildir. Örfáar
klukkustundir geta skipt sköpum fyrir
sjúklinginn og samfélagið. Hætta á alvar-
legum aukaverkunum getur margfaldast
á skömmum tíma þar sem sjúklingurinn
fær ekki rétta meðferð og kostnaður sam-
félagsins getur aukist frá nokkrum tugum
þúsunda króna upp í margar milljónir á
sama tíma.
Þótt það geti verið erfitt að greina
alvarlegar breytingar á lífsmörkum í
vissum tilvikum, er oft um að ræða
þætti sem reglulega er fylgst með á
sjúkrastofnunum, svo sem loftvegi, öndun
og blóðrás.1,3 Í mörgum tilvikum þar sem
ástand sjúklings er orðið það alvarlegt að
bráðra endurlífgunaraðgerða er þörf, hefði
verið hægt að bregðast við á tiltölulega
einfaldan hátt, svo sem með súrefnisgjöf,
sýklalyfjagjöf og/eða vökvagjöf í æð ef
breyting á ástandi sjúklings hefði verið
greind í tæka tíð.5,6
Skortur á þekkingu, færni og þjálfun
til að átta sig á að um bráðhættulegt
sjúkdómsástand geti verið að ræða
og skortur á samskiptum milli heil-
brigðisstarfsmanna og þess að yngri og
óreyndari starfsmenn veigra sér við að
bera ástand sjúklings undir reyndari
heilbrigðisstarfsmenn, er meðal þess sem
skýrir seinbúna greiningu og meðferð
alvarlega veikra sjúklinga á heilbrigðis-
stofnunum.1,7
Það er því mikilvægt að leggja áherslu á
kennslu og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í
greiningu og meðferð bráðveikra.1,7 Á
síðustu árum hafa verið uppi háværar
raddir víða um heim um að bæta slíka
þjálfun, enda hefur fram að þessu fremur
lítil áhersla verið lögð á slíka hæfni í
námsefni hjúkrunarfræðinga og lækna.7-11
Bretar hafa skilgreint hvaða þekking og
færni sé nauðsynleg í slíku námi (ACUTE)
og í Bandaríkjunum hefur einnig verið
unnið að bættri kennslu læknanema og
unglækna á þessu sviði.1,12 Nýlega var sett
á fót námskeið, kallað Very Basic, sem er
sérsniðið fyrir læknanema á síðustu önn
námsins (Basic Assessment & Support of
Critically Ill Patients for Medical Students &
Interns) og unglækna.7,9 Very Basic er svip-
að uppbyggt og ALS-endurlífgunarnám-
skeiðið með verklegum og munnlegum
æfingastöðvum, en þetta námskeið leggur
fyrst og fremst áherslu á greiningu og
meðhöndlun alvarlegra veikinda áður en
þau leiða til lostástands eða hjartastopps
þótt einnig sé kennd endurlífgun.
Það er því grundvallarmunur á Very
Basic-námskeiðinu og ALS-endurlífgunar-
námskeiðinu þar sem það fyrra beinist
fyrst og fremst að fyrirbyggjandi aðgerð-
um, snemmbúinni greiningu og meðferð,
en það síðarnefnda er einskonar slökkvilið
sem tekur við þegar í óefni er komið. Hér
er þó ekki verið að gera lítið úr mikilvægi
ALS-námskeiðsins heldur lögð áhersla á
að námskeiðin eru ólík á margan hátt og
bæði nauðsynleg fyrir kennslu og þjálfun
læknanema og unglækna.
Upphafsmenn þessa námskeiðs voru
tveir prófessorar við svæfinga- og gjör-
gæsludeild kínverska háskólans í Hong
Kong. Þótt það sé upprunnið í Asíu er
námskeiðið byggt á vestrænni læknis-
fræði og stýrihópur BASIC er skipaður
mörgum heimsþekktum læknum frá
evrópskum háskólaspítölum. Þeir Charles
Gomersall og Gavin Joynt (mynd 1) voru
á ársfundi Skurðlækna- og Svæfinga- &
gjörgæslulæknafélags Íslands í mars 2012
og þjálfuðu nokkra sérfræðilækna í að
kenna BASIC-námskeiðið sem er fyrir
deildarlækna í sérnámi í svæfinga- og
gjörgæslulækningum. Einnig var haldið
Basic-námskeið fyrir um 30 unglækna
um sama leyti. Haustið 2012 fóru þrír sér-
fræðilæknar til Hong Kong til þjálfunar í
kennslu Very Basic-námskeiðsins eins og
sagt var nýlega frá í þessu blaði.13
Fyrsta Very Basic-námskeiðið var
haldið hér heima í apríl 2013 og tóku 25
læknanemar á 6. ári þátt í því. Námskeiðið
fékk góðar viðtökur þátttakenda og var
endurtekið í júní fyrir 20 læknanema
og unglækna á Landspítala. Síðan var
ákveðið að námskeiðið yrði hluti af
námsefni læknanema í svæfinga- og
gjörgæslulækningum haustið 2013.
Very Basic-námskeiðið fjallar ekki bara
um gjörgæslulækningar heldur er það ekki
síður miðað við þarfir bráðalækna, lyf-
lækna og skurðlækna. Ennfremur gagnast
það heimilislæknum, ekki síst þeim sem
starfa úti á landsbyggðinni. Það er því
ætlun okkar sem staðið hafa að innleiðslu
þessa náms fyrir læknanema og unglækna
Þjálfun í greiningu og fyrstu meðferð
bráðra alvarlegra veikinda
Gísli Heimir Sigurðsson
prófessor við læknadeild Háskóla Íslands,
yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild
Landspítala
gislihs@landspitali.is
Mynd 1. Charles Gomersall og Gavin Joynt prófessorar
í Hong Kong eru höfundar námskeiðanna Very Basic og
Basic. Myndin er tekin á Þingvöllum 2012 þegar þeir
komu og aðstoðuðu við að koma Basic-námskeiðinu af
stað á Íslandi.